MSH FRÉTTIR

Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

13 frábærar hafnfirskar jólagjafahugmyndir

Fjórða árið í röð tökum við saman 13 hugmyndir að hafnfirskri jólagjöf.

Við skorum á Hafnfirðinga sem og aðra til að gera jólainnkaupin í Hafnarfirði. Hér er allt til alls þegar kemur að verslun og þjónustu og ákaflega notalegt og jólalegt að spássera um bæinn, kaupa jólagjafir og fá sér ef til vill eitthvað góðgæti í kjölfarið.

Fjórða árið í röð tökum við saman 13 hugmyndir að hafnfirskri jólagjöf.

Við skorum á Hafnfirðinga sem og aðra að gera jólainnkaupin í Hafnarfirði. Hér er allt til alls þegar kemur að verslun og þjónustu og ákaflega notalegt og jólalegt að spássera um bæinn, kaupa jólagjafir og fá sér ef til vill eitthvað góðgæti í kjölfarið.

Frábært úrval af fatnaði, skóm og alls kyns fylgihlutum fyrir íþróttafólk á öllum aldri.

Altis
Bæjarhrauni 8

Gjafakort fyrir bensíni gæti verið tilvalin gjöf fyrir unga fólkið sem er nýbúið að eignast bíl.

Atlantsolía
Lónsbraut 2

Ef einhver barnshafandi er á þínum jólagjafalista væri gjafabréf í rólega og nærandi meðgöngu- og mömmujógatíma eða meðgöngusund tilvalin gjöf.

Faðmur jógastúdíó
Lífsgæðasetrinu St. Jó

Stórar og litlar gjafir fyrir golfarann – kylfur, kerrur, pokar, boltar, skór, fatnaður og allskyns aukahlutir.

Golfbúðin
Dalshrauni 10

Stílhrein og falleg veggspjöld af tunglmyndum og stjörnukortum. Ákaflega persónuleg gjöf þar sem myndirnar eru útbúnar fyrir hvern og einn og hvert veggspjald því einstakt.

Hjart
Hafnarfirði

Ætlar þú að gleðja fjórfætling um jólin? Hundaföt, beisli, hálsólar, taumar, bakpokar, skór, bæli, leikföng, öryggisljós og fleira í þessari hafnfirsku vefverslun.

Hundurinn.is
Hafnarfirði

Stílhreinir, nútímalegir og klassískir skartgripir úr eðalmálmum, handsmíðaðir á Strandgötunni.

Katrín Þórey gullsmiður
Strandgötu 43

Dýrindis jólakassar í ýmsum stærðum og gerðum sem m.a. má velja í hreindýrapate, sveitapate, heitreykta gæsabringu, grafinn lax, hangilæri, hamborgarhrygg, nautalund og rauðlaukssultu.

Kjötkompaní
Dalshrauni 13

Fallegar vörur fyrir börn – allt frá mjúkum göllum, leikföngum og barnavögnum. Einnig má finna ýmsar jólagjafir fyrir fagurkera.

M Design
Firði verslunarmiðstöð

Íþróttafatnaður, hlaupaskór, takkaskór og kuldaskór, skíðagallar og ullarfatnaður fyrir fólk á öllum aldri ásamt ýmsum varningi tengdum íþróttaliðum.

Músík og sport
Reykjavíkurvegi 60

Gjafabréf í djúpslökun er nærandi gjöf sem losar m.a. um spennu og streitu. Hægt að velja um nokkrar gerðir af gjafabréfum.

Saga Story House
Flatahrauni 2

Glæsilegir demantsskartgripir úr hvítagulli, gulli og silfri. Einnig mikið úrval af herraskarti.

Sigga & Timo
Linnetstíg 2

Einstakir fylgihlutir úr íslenskum lopa og endurskinsþræði sem njóta sín sem skart að degi til. Þegar rökkvar tekur kemur endurskin þráðarins í ljós.

Tíra
Firði verslunarmiðstöð



Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Öflug nýsköpun í yfir 100 ára fyrirtæki

Góður hópur fulltrúa aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar fór nýverið í heimsókn til Héðins á Gjáhellu, sem er meðal stærstu fyrirtækja bæjarins sem og eitt af okkar aðildarfyrirtækjum.

14. nóvember 2023

Góður hópur fulltrúa aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar fór nýverið í heimsókn til Héðins á Gjáhellu, sem er meðal stærstu fyrirtækja bæjarins sem og eitt af okkar aðildarfyrirtækjum.

Vel var tekið á móti hópnum af Rögnvaldi, framkvæmdastjóra, Matthíasi fjármálastjóra og Jóni Trausta framleiðslustjóra.

Yfir 100 ára reynsla

Héðinn fagnaði 100 ára afmæli á síðasta ári og er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði málmvinnslu og véltækni. Fyrirtækið þjónar einna helst sjávarútveginum en meðal viðskiptavina eru einnig orkufyrirtæki, stóriðjufyrirtæki ásamt ýmsum nýsköpunar- og þróunarfyrirtækjum.

Hópurinn fékk að skoða starfsemina og húsnæðið sem er virkilega glæsilegt og rúmgott en það er um tíu þúsund fermetrar og ákaflega vel tækjum búið.  

Nýsköpun mikilvæg

Fyrirtækið er duglegt að þróa sig áfram og leggur mikið upp úr nýsköpun. Þessa dagana er m.a. verið að setja upp nýsköpunarsetur sem verður vonandi opnað fljótlega og þegar búið að ráða nýsköpunarstjóra. Þá fékk Héðinn nýverið viðurkenningu frá Creditinfo um að vera framúrskarandi í nýsköpun.

Sem dæmi er Héðinn að taka upp nýja aðferð við að vinna ryðfrítt stál sem er mun umhverfisvænna en þær aðferðir sem hafa verið nýttar hingað til. Þeir eru fyrsta fyrirtæki landsins og í raun með þeim fyrstu í Evrópu til að tileinka sér þessa aðferð. Í heimsókninni fengum við líka stutta kynningu á starfi HPP, Héðinn Protein Plant, sem hannar og þróar mjölverksmiðjur í skip og á landi sem nota 30% minni orku, taka 30% minna pláss og framleiða þar af leiðandi enn betra prótein.

Öflugur hópur starfsfólks

Hjá Héðni starfa að jafnaði um 130 starfsmenn með dótturfélaginu Héðinshurðum og þá eru þeir einnig með hóp verktaka sem sinna ýmsum verkefnum. Margir hafa starfað lengi hjá fyrirtækinu, einn í heil 50 ár og framkvæmdastjórinn á bráðum 30 ára starfsafmæli. Meðalaldur starfsmanna hefur þó farið lækkandi á undanförnum árum en mikið er lagt upp úr því að hafa gaman í vinnunni og hjá þeim starfar öflugt starfsmannafélag.

Takk fyrir okkur

Við þökkum þeim í Héðni fyrir að taka ákaflega vel á móti okkur. Það var afar áhugavert að fá að skoða starfsemina og heyra um allt sem þið eruð að fást við. Þá voru allir mjög ánægðir með hafnfirsku lyklakippurnar sem þeir skáru út í gær til að færa okkur.  

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Undirbúningur fyrir bæjarráðsfund

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi í síðustu viku. Helsta umræðuefnið var komandi fundur í bæjarráði og lausir endar í kringum fyrirtækjagleðin okkar í desember.

8. nóvember 2023

8. nóvember 2023

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi í síðustu viku. Helsta umræðuefnið var komandi fundur í bæjarráði og lausir endar í kringum fyrirtækjagleðin okkar í desember.

Fundur í bæjarráði

Fimmtudaginn 2. nóvember fara fulltrúar stjórnar sem og framkvæmdastjóri á árlegan fund í bæjarráði. Þar kynnum við starf okkar síðastliðið ár og hvaða áherslur við sjáum fyrir framtíðina. Þá munum við óska eftir lengri samning, en núverandi samningur rennur út um áramót og var einungis til eins árs. Þá sækjumst við jafnframt eftir hærra fjárframlagi sem hefur staðið í stað frá árinu 2020.  Á stjórnarfundinum fór Jóhannes varaformaður yfir drög að kynningu og sköpuðust nokkrar góðrar umræður og breytingartillögur lagðar fram.  

Fyrirtækjagleðin

Rætt var um nokkur atriði sem voru útistandandi varðandi fyrirtækjagleðina okkar í desember. Við hefjum skráningu á viðburðinn innan skamms og fyrstu tvær vikurnar geta einungis aðildarfyrirtæki skráð sig.

Önnur mál

Á fundinum var aftur rætt um að halda kynningu á nýju auglýsingakerfi Símans. Þau sjá alfarið um alla skipulagningu en við kynnum þetta til okkar fyrirtækja. Þá var rætt um samning sem við gerðum við REC Media sem mætir núna á alla viðburði okkar til að safna saman lifandi myndum sem við nýtum í kynningarefni á nýju ári. Allir ákaflega ánægðir með það verkefni. Að lokum var farið yfir jóladagskrána framundan í bænum, sagt frá nýjum glerhúsum í jólaþorpinu sem og jólaskiltum við bæjardyrnar.

Fundi var slitið kl. 9:55. Næsti fundur verður haldinn fimmtudaginn 7. desember.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Fyrirtækjagleði

Viðburðurinn okkar sem sló í gegn í fyrra. Skemmtilegur jólahittingur í frábæru umhverfi á Betri stofunni þann 13. desember 2022 kl. 18:00

3. nóvember 2023

FULLBÓKAÐ - HÆGT AÐ SKRÁ SIG Á BIÐLISTA

Viðburðurinn okkar sem sló í gegn í fyrra. Skemmtilegur jólahittingur í frábæru umhverfi á Betri stofunni þann 13. desember kl. 18:00. Einstakt tækifæri til að kynnast fólki og fyrirtækjum í Hafnarfirði með töfrum aðventunnar.

Matti Matt
tekur nokkur lög

Léttar veitingar
ljúffengar veitingar í föstu og fljótandi formi að hætti Betri stofunnar

Fyrir hverja
starfsfólk aðildarfyrirtækja Markaðsstofu Hafnarfjarðar gengur fyrir

SKRÁNING Á BIÐLISTA

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Endalausir möguleikar í Canva

Hönnunarforritið Canva er ákaflega notendavænt og möguleikarnir sem það býður upp á verða stöðugt öflugri og fjölbreyttari. Á námskeiðinu okkar Hannaðu með Canva sem við héldum fyrir starfsfólk aðildarfyrirtækja var farið yfir hluta af þeim fjölbreyttu kostum sem forritið bíður upp.

Hönnunarforritið Canva er ákaflega notendavænt og möguleikarnir sem það býður upp á verða stöðugt öflugri og fjölbreyttari. Á námskeiðinu okkar Hannaðu með Canva sem við héldum fyrir starfsfólk aðildarfyrirtækja var farið yfir hluta af þeim fjölbreyttu kostum sem forritið bíður upp.

Fjölbreyttir möguleikar

Það var Margrét Lena Kristensen, verkefnastjóri í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn sem hélt námskeiðið og fékk einnig samstarfskonu sína í nýsköpunarsetrinu Sólveigu Rán Stefánsdóttur til að vera með innlegg. Þær sýndu dæmi um einblöðunga, bókamerki, myndband, auglýsingar og pósta fyrir samfélagsmiðla sem hægt er að búa til í forritinu og einnig gera birtingaráætlun.

Þá fóru þær líka stuttlega yfir það hvernig fyrirtæki geta sem dæmi búið til sitt svæði með sínum litum og letri sem og myndum sem einfaldar vinnuna oft á tíðum mikið og gerir útlit alls markaðsefnis heildstæðara.

Gervigreindin

Ein af nýjungum í Canva er tenging þeirra við hin ýmsu gervigreindarforrit sem gera notendum sem dæmi kleift að biðja um hugmyndir að hnitmiðuðum texta fyrir Instagram pósta sem og tillögur að útliti fyrir vissar tegundir af starfsemi.

Að lokum mældu þær með að skoða vefsvæði Canva þar sem finna má mikið af hnitmiðuðum og góðum upplýsingum og þá er fyrirtækið líka að gera góða hluti á Tik Tok.

Námsmat

Eins og á öllum námskeiðum okkar í markaðsstofunni voru þátttakendur beðnir um að fylla út námsmat og segja þeirra álit á námskeiðinu. Að þessu sinni voru 73% þátttakenda ánægðir með námskeiðið og 69% á því að fræðslan eigi eftir að nýtast sér vel í starfi.

Að lokum þökkum við Margréti og Sólveigu fyrir okkur og vonum að þátttakendur eigi eftir að vera duglegir að prófa sig áfram í Canva.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Starfsreglur, samningur, árgjald og fleira

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fund í gærmorgun. Helstu umræðuefnin voru starfsreglur stjórnar, samningur við Hafnarfjarðarbæ, árgjaldið og fyrirtækjagleðin.

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fund í gærmorgun. Helstu umræðuefnin voru starfsreglur stjórnar, samningur við Hafnarfjarðarbæ, árgjaldið og fyrirtækjagleðin. Þá var nýr varamaður í stjórn boðinn velkominn en það er Júlíus Sigurjónsson sem situr fyrir hönd Framsóknarflokksins.

Starfsreglur stjórnar

Á síðasta fundi var tveimur stjórnarmönnum ásamt framkvæmdastjóra falið að yfirfara starfsreglur stjórnar. Á fundinum voru kynntar nokkrar breytingartillögur sem voru allar samþykktar einróma og ánægja innan stjórnar með að skerpa á þessum nauðsynlegu reglum.

Samningur við Hafnarfjarðarbæ

Formaður hefur nú þegar sent beiðni til formanns bæjarráðs og óskað eftir fundi til að ræða endurnýjun samnings sem rennur út um áramótin. Líkt og í fyrra munum við leggja áherslu á að fá samning til lengri tíma sem og aukningu á fjárframlagi sérstaklega til að geta aukið starfshlutfall framkvæmdastjóra. Í nóvember eigum við síðan árlegan fund með bæjarráði og verðum með kynningu á því sem við höfum verið að gera undanfarið ár. Varaformaður mun hafa yfirumsjón með kynningunni líkt og í fyrra og fá aðra stjórnarmenn sér til aðstoðar.

Árgjald og fyrirtækjagleði

Haldið var áfram með umræðuna á síðasta fundi í tengslum við árgjald aðildarfyrirtækja á næsta ári. Tekin var ákvörðun um hvert það skal vera og hvernig það verði innheimt.

Þá var aðeins rætt um fyrirtækjagleðina í desember og ákveðið að opna fyrir skráningu í lok október en aðildarfyrirtæki munu hafa forgang. Fastlega má búast við því að að viðburðurinn verði fullbókaður, miðað við ánægjuna með hann í fyrra.

Önnur mál

Markaðsstofan verður átta ára sunnudaginn 22. október næstkomandi. Ákveðið að vera með afmælisköku í síðdegisfyrirtækjakaffinu okkar miðvikudaginn 25. október næstkomandi að því tilefni.

Fundi var slitið kl. 9:55.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Sjö ný aðildarfyrirtæki

Við erum afar glöð með að síðasta mánuðinn hafa sjö ný fyrirtæki skráð sig í markaðsstofuna. Við bjóðum þau velkomin í okkar góða hóp og hlökkum til að kynnast þeim.

5. október 2023

Við erum afar glöð með að síðasta mánuðinn hafa sjö ný fyrirtæki skráð sig í markaðsstofuna. Við bjóðum þau velkomin í okkar góða hóp og hlökkum til að kynnast þeim.

Aðildarfyrirtækin eru því orðin rúmlega 170 talsins en fyrir ári síðan voru þau tæplega 130.

Nýju fyrirtækin eru:      

·         Applab ehf

·         Kokkarnir veisluþjónusta

·         Lemon

·         Optimized Performance

·         Pons loftaefni

·         Tau ehf

·         Vík verkstæði

Með aðild gefst fyrirtækjunum tækifæri til að styrkja sitt tengslanet innan bæjarins og í sameiningu eflum við og styrkjum hafnfirskt atvinnulíf.

Starfsfólk þessara fyrirtækja fær nú aðgang að fræðslu og fyrirtækjaheimsóknum markaðsstofunnar. Nafn þessar fyrirtækja eru jafnframt komin í pottinn góða þar sem fyrirtæki vikunnar er dregið út.

Listi yfir aðildarfyrirtæki.  

Vertu með

Við hvetjum rekstraraðila í Hafnarfirði sem ekki eru skráðir í markaðsstofuna að slást í hópinn.

Skráning í Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Aukin sala, sterkari viðskiptavinavild og vörumerki

Markaðssetning í tölvupósti getur aukið sölu, byggt upp sterkari viðskiptavinavild og styrkt vörumerkið þitt. Það eru þó ýmis atriði sem hafa þarf í huga til að gera tölvupósta markvissa og góða

Markaðssetning í tölvupósti getur aukið sölu, byggt upp sterkari viðskiptavinavild og styrkt vörumerkið þitt. Það eru þó ýmis atriði sem hafa þarf í huga til að gera tölvupósta markvissa og góða. Á námskeiðinu okkar Póstlisti sem öflugt tól í markaðssetningu sem við héldum fyrir starfsfólk aðildarfyrirtækja var farið yfir þessi mikilvægu atriði.

Tölvupóstar eru samskipti

Það var Ásgeir Hólm, sérfræðingur í markaðsmálum sem hélt námskeiðið og lagði áherslu á að tölvupóstum sé ætlað að auka samskipti. Þá talaði hann um hvernig eigi að byggja upp netfangalista, hversu mismunandi skráningarform geti verið og ítrekaði mikilvægi þess að hafa skráningarsíðuna sýnilega og gjarnan á fleiri en einum stað á vefsíðunni okkar.

Þá er nauðsynlegt að hafa póstana einfalda og stílhreina, afskráningar- og uppfærslusíða þarf einnig að vera til staðar og mikilvægt að virða persónuverndarlög þegar kemur öflun netfanga og senda ekki póst nema að hafa fengið leyfi til þess.

Yfir 100 mismunandi forrit

Það eru til yfir 100 mismunandi markpóstaforrit sem hægt er að nýta en vissulega eru sum vinsælli og betri en önnur. Ásgeir fór yfir nokkur atriði sem gott er að hafa í huga við val á forriti og benti á sniðugar vefsíður til að kynna sér málið betur.

Á námskeiðinu var líka rætt um hversu oft ætti að senda pósta, hvernig hægt er að mæla árangur og mikilvægi þess að skilgreina markhópa og setja sér skilgreind markmið.

Ánægðir þátttakendur

Við þökkum öllum sem mættu fyrir komuna. Eins og vanalega gerðum við námsmat í lokin og þar kom fram að 88% voru ánægðir með námskeiðið sem og fyrirlesarann. Sama var upp á teningnum þegar spurt var hvort fræðslan hafi staðið undir væntingum. Þá voru einnig 88% á því að fræðslan muni nýtast sér í starfi og þar af 75% sem telja það mjög líklegt.

Að lokum þökkum við Ásgeiri fyrir frábæra fræðslu og vonum að þátttakendur eigi eftir að nýta sér fróðleikinn sem best.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Spennandi og áhugaverð kynning á Firði

Það var góð mæting í heimsókn okkar í Fjörð þar sem Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðar sagði frá níu þúsund fermetra viðbyggingunni sem nú er komin á fullt skrið.

Það var góð mæting í heimsókn okkar í Fjörð þar sem Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðar sagði frá níu þúsund fermetra viðbyggingunni sem nú er komin á fullt skrið.

Bókasafnið hjartað

Í nýja Firði verða um 20 verslunarrými á um 4500 fermetrum og þar af stór matvöruverslun. Hjarta byggingarinnar verður nútímalegt og fallegt bókasafn með margvíslegri þjónustu. Þá verða í heildina 31 lúxusíbúðir, nokkrar hótelíbúðir og almenningsgarður. Að sögn Guðmundar verður Fjörður því ekki einungis verslunarmiðstöð heldur hlýlegur og notalegur áfangastaður þar sem allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi.

Á undan áætlun

Það hefur verið mikill gangur í byggingunni undanfarnar vikur, eins og vegfarendur um Strandgötu hafa ef til vill tekið eftir. Guðmundur er því farinn að sjá fram á steypulok næsta sumar sem er að hans sögn aðeins á undan áætlun. Verklok verða hins vegar líklega í kringum áramótin 2025 og 2026 ef allt gengur að óskum.

Ætlunin er jafnframt að endurnýja gamla hluta Fjarðar algjörlega bæði að innan og utan en sem dæmi mun bókasafnið bæði vera í nýja og gamla hluta byggingarinnar.  

Mikil eftirspurn

Nú þegar er töluverð eftirspurn eftir verslunarrýmum og Guðmundur telur að þau verði að öllum líkindum orðin uppseld innan skamms tíma. Þá hafa einnig margir haft samband og líst yfir áhuga á lúxusíbúðunum, sem verða í hæsta gæðaflokki. Þessir aðilar eru allir komnir á svokallaðan biðlista og fá fyrstir fréttir af því þegar sala hefst.

Endurmörkun

Samhliða byggingunni er ætlunin að fara með vörumerkið Fjörður í vissa endurmörkun (re-branding) enda mikil breyting framundan og búist við um tveimur milljónum gesta á ári í framtíðinni.   

 

Við þökkum kærlega fyrir okkur og hlökkum til að fylgjast með uppbyggingu að enn öflugri miðbæ Hafnarfjarðar. Þetta var virkilega áhugaverð og spennandi kynning og góðar og glæsilegar veitingar.

Nánari upplýsingar um nýbygginguna má skoða hér

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Fyrirtækjakaffi með kaffigest

Í fyrirtækjakaffinu okkar í nóvember fáum við aftur til okkar kaffigest. Að þessu sinni verður það Ingvi Einar Ingason frá auglýsingastofunni Mars Media á Strandgötunni.

Í fyrirtækjakaffinu okkar í nóvember fáum við aftur til okkar kaffigest. Að þessu sinni verður það Ingvi Einar Ingason frá auglýsingastofunni Mars Media á Strandgötunni. Hann ætlar að ræða um og svara spurningum um stafræna markaðssetningu, hvað hún er og af hverju hún er mikilvæg. Það eru stórir verslunardagar í nóvember og desember og saman getum við rætt hvað hægt er að gera.

Hittumst miðvikudaginn 1. nóvember kl. 9:00 í Betri stofunni í turninum í Firði.

Styrkja tengslanetið

Fyrirtækjakaffi er annars frábær vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu í Hafnarfirði til að koma saman, styrkja tengslanetið og ræða mál líðandi stundar. Fyrirtækjaeigendur og lykilstarfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði velkomnir. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar sem og hluti stjórnar verða á staðnum.

Hlökkum til að sjá sem flesta

Ingvi frá Mars Media

Read More