13 frábærar hafnfirskar jólagjafahugmyndir

Fjórða árið í röð tökum við saman 13 hugmyndir að hafnfirskri jólagjöf.

Við skorum á Hafnfirðinga sem og aðra að gera jólainnkaupin í Hafnarfirði. Hér er allt til alls þegar kemur að verslun og þjónustu og ákaflega notalegt og jólalegt að spássera um bæinn, kaupa jólagjafir og fá sér ef til vill eitthvað góðgæti í kjölfarið.

Frábært úrval af fatnaði, skóm og alls kyns fylgihlutum fyrir íþróttafólk á öllum aldri.

Altis
Bæjarhrauni 8

Gjafakort fyrir bensíni gæti verið tilvalin gjöf fyrir unga fólkið sem er nýbúið að eignast bíl.

Atlantsolía
Lónsbraut 2

Ef einhver barnshafandi er á þínum jólagjafalista væri gjafabréf í rólega og nærandi meðgöngu- og mömmujógatíma eða meðgöngusund tilvalin gjöf.

Faðmur jógastúdíó
Lífsgæðasetrinu St. Jó

Stórar og litlar gjafir fyrir golfarann – kylfur, kerrur, pokar, boltar, skór, fatnaður og allskyns aukahlutir.

Golfbúðin
Dalshrauni 10

Stílhrein og falleg veggspjöld af tunglmyndum og stjörnukortum. Ákaflega persónuleg gjöf þar sem myndirnar eru útbúnar fyrir hvern og einn og hvert veggspjald því einstakt.

Hjart
Hafnarfirði

Ætlar þú að gleðja fjórfætling um jólin? Hundaföt, beisli, hálsólar, taumar, bakpokar, skór, bæli, leikföng, öryggisljós og fleira í þessari hafnfirsku vefverslun.

Hundurinn.is
Hafnarfirði

Stílhreinir, nútímalegir og klassískir skartgripir úr eðalmálmum, handsmíðaðir á Strandgötunni.

Katrín Þórey gullsmiður
Strandgötu 43

Dýrindis jólakassar í ýmsum stærðum og gerðum sem m.a. má velja í hreindýrapate, sveitapate, heitreykta gæsabringu, grafinn lax, hangilæri, hamborgarhrygg, nautalund og rauðlaukssultu.

Kjötkompaní
Dalshrauni 13

Fallegar vörur fyrir börn – allt frá mjúkum göllum, leikföngum og barnavögnum. Einnig má finna ýmsar jólagjafir fyrir fagurkera.

M Design
Firði verslunarmiðstöð

Íþróttafatnaður, hlaupaskór, takkaskór og kuldaskór, skíðagallar og ullarfatnaður fyrir fólk á öllum aldri ásamt ýmsum varningi tengdum íþróttaliðum.

Músík og sport
Reykjavíkurvegi 60

Gjafabréf í djúpslökun er nærandi gjöf sem losar m.a. um spennu og streitu. Hægt að velja um nokkrar gerðir af gjafabréfum.

Saga Story House
Flatahrauni 2

Glæsilegir demantsskartgripir úr hvítagulli, gulli og silfri. Einnig mikið úrval af herraskarti.

Sigga & Timo
Linnetstíg 2

Einstakir fylgihlutir úr íslenskum lopa og endurskinsþræði sem njóta sín sem skart að degi til. Þegar rökkvar tekur kemur endurskin þráðarins í ljós.

Tíra
Firði verslunarmiðstöð