Morgunkaffi með Sjónvarpi Símans

20. nóvember 2023

Sjónvarp Símans er með nýtt stafrænt auglýsingakerfi sem gerir fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum kleift að auglýsa í sjónvarpi, með pakka frá 50.000 krónum. Síminn getur núna targetað (miðað) auglýsingar t.d. á póstnúmer, þætti, markhópa og fleira, þannig fæst enn betri nýting á markaðsfé. Þá getur fyrirtækið einnig aðstoðað við gerð auglýsinga.

Sjónvarp Símans ætlar að bjóða aðildarfyrirtækjum markaðsstofunnar í morgunhitting til að kynna þetta nýja auglýsingakerfi þar sem meðal annars er hægt að beina auglýsingu sérstaklega að póstnúmerum 220 og 221.

Öll sem mæta fá 30 daga fríáskrift að Sjónvarpi Símans og auglýsingatilboð í Sjónvarp Símans.

Hvenær og hvar: þriðjudaginn 28. nóvember kl. 9:15 í Ægi 220, Strandgötu 90 (sama hús og Íshús Hafnarfjarðar)

Skráning
Nauðsynlegt er að skrá sig í forminu hér að neðan. Skráningarfrestur til og með 24. nóvember.