MSH FRÉTTIR

Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Síðdegis fyrirtækjakaffi

Við ætlum að prófa að vera með fyrirtækjakaffi seinnipart dags í lok október. Hittumst á Betri stofunni miðvikudaginn 25. október kl. 17:30.

Við ætlum að prófa að vera með fyrirtækjakaffi seinnipart dags í lok október. Hittumst á Betri stofunni miðvikudaginn 25. október kl. 17:30.

Fyrirtækjakaffi er frábær vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu í Hafnarfirði til að koma saman, styrkja tengslanetið og ræða mál líðandi stundar. Notaleg og óformleg stemmning en umræðuefnið ræðst af því hverjir mæta og brydda upp á efni.

Fyrirtækjaeigendur og lykilstarfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði velkomnir. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar sem og hluti stjórnar verða á staðnum.

Við hlökkum til að sjá sem flesta.

Mynd úr fyrirtækjakaffi septembermánaðar

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Góðar umræður á stjórnarfundi

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi þar sem helsta umræðuefnið var stóra fyrirtækjagleðin í desember og fyrirkomulag árgjalds.

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fund í morgun. Helsta umræðuefnið var stóra fyrirtækjagleðin okkar sem verður haldin í desember og fyrirkomulag árgjalds.

Fyrirtækjagleðin

Þann 13. desember verður fyrirtækjagleðin okkar haldin en hún fékk glimrandi góðar viðtökur í fyrra. Á fundinum var rætt um staðsetningu viðburðarins og skemmtikraft. Þá var einnig ákveðið að gleðin verði öllum opin en aðildarfyrirtæki hafi vissulega forgang. Stjórnin býst annars við góðri mætingu líkt og í fyrra.  

Árgjald

Árgjald aðildarfyrirtækja hefur verið mikið til umræðu innan stjórnar og þá voru spurningar því tengdu í viðhorfskönnun sem við gerðum í vor. Þriggja manna vinnuhópur var því skipaður af stjórn með það að markmiði að leggja fram tillögur í tengslum við árgjaldið og þá sérstaklega hvort ætti að þrepaskipta því eða ekki þá. Vinnuhópurinn lagði fram tillögur á fundi dagsins og um þær sköpuðust mjög góðar umræður. Ákveðið að halda áfram með þessa vinnu.  

Önnur mál

Á fundinum var einnig farið yfir stöðu annarra verkefna líkt og starfsreglur stjórnar. Þá var borin upp sú hugmynd að fá kynningu á nýju auglýsingakerfi Símans. Stjórnin tók ágætlega í það og vill gjarnan fá nánari upplýsingar. Þá er stefnt að því að vera bráðlega með kvöldfund þar sem við förum yfir og kynnum síðustu stefnumótunarvinnu og ræðum hvernig hún geti nýst okkur.

Fundi var slitið kl. 9:55. Næsti fundur verður haldinn fimmtudaginn 5. október.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Héðinn hf býður í heimsókn

Með yfir 100 ára reynslu leysir Héðinn hf. áskoranir fyrir sjávarútveg og iðnað með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Héðinn er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði málmvinnslu og véltækni. Við fáum að koma til þeirra í heimsókn að Gjáhellu .

Með yfir 100 ára reynslu leysir Héðinn hf. áskoranir fyrir sjávarútveg og iðnað með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Héðinn er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði málmvinnslu og véltækni. 

Starfsemin snýst einkum um fjölbreytta málmsmíði, vélaviðgerðir, viðhald og nýsköpun. Helstu viðskiptavinir eru sjávarútvegsfyrirtæki, orkufyrirtæki, stóriðjufyrirtæki ásamt ýmsum nýsköpunar- og þróunarfyrirtækjum. Starfsfólk Héðins telur að jafnaði um 130 með dótturfélaginu Héðinshurðum. Ásamt því starfa um 40 manns í verktöku fyrir fyrirtækið að jafnaði yfir árið.

Við fáum að koma til þeirra í heimsókn að Gjáhellu til að kynnast starfseminni og heyra hverjar þeirra helstu áskoranirnar eru um þessar mundir. Þá fáum við að ganga um hluta húsnæðisins sem eru um 10.000 fermetrar á 30.000 fermetra lóð. 

Hvenær: Þriðjudaginn 14. nóvember kl. 9:00

Fyrir hverja: Starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar

Skráningarfrestur til og með 9. nóvember

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Fimm ný fyrirtæki bæst í hópinn

Enn og aftur gleðjumst við yfir skráningu nýrra fyrirtækja í markaðsstofuna. Að þessu sinni eru það fimm fyrirtæki sem við bjóðum velkomin í okkar góða hóp

Enn og aftur gleðjumst við yfir skráningu nýrra fyrirtækja í markaðsstofuna. Að þessu sinni eru það fimm fyrirtæki sem við bjóðum velkomin í okkar góða hóp. Við hlökkum til að kynnast þeim. Í markaðsstofunni má nú finna yfir 160 fyrirtæki sem eru með rekstur í Hafnarfirði.

Nýju fyrirtækin eru:       

Með aðild gefst fyrirtækjunum tækifæri til að styrkja sitt tengslanet innan bæjarins og í sameiningu eflum við og styrkjum hafnfirskt atvinnulíf.

Starfsfólk þessara fyrirtækja fær nú aðgang að fræðslu og fyrirtækjaheimsóknum markaðsstofunnar. Nafn þessar fyrirtækja eru jafnframt komin í pottinn góða þar sem fyrirtæki vikunnar er dregið út.

Listi yfir aðildarfyrirtæki.

Vertu með

Við hvetjum rekstraraðila í Hafnarfirði sem ekki eru skráðir í markaðsstofuna að slást í hópinn.

 Skráning í Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Spennandi dagskrá framundan

Við ætlum að undirbúa okkur undir stóru verslunardagana framundan með áhugaverðri fræðslu, vera með nýjungar í fyrirtækjakaffinu, heimsækja aðildarfyrirtæki og desember fyrirtækjagleðin er á sínum stað.

Við í markaðsstofunni erum þess fullviss að með fræðslu, samtali og sterku tengslaneti eflum við og styrkjum samstöðu meðal atvinnurekenda í bænum okkar.

Hér að neðan má því líta á spennandi viðburði á okkar vegum fram til áramóta.

Undirbúningur fyrir stóru verslunardagana

Þar á meðal eru þrjú spennandi námskeið þar sem hugsunin er meðal annars að undirbúa fyrirtæki markaðsstofunnar fyrir stóru verslunardagana í nóvember sem og jólaverslun. Við byrjum á að fjalla um póstlista sem öflugt tól í markaðssetningu, þá hvernig hægt er að útbúa markaðsefni með forritinu Canva á einfaldan máta og að lokum lærum við um leiðir til að bæta árangur fyrirtækja í gegnum upplifun viðskiptavina.

Kaffigestur og síðdegiskaffi

Ört stækkandi fyrirtækjakaffi er á sínum stað en þar ætlum við jafnframt að kynna tvær nýjungar. Önnur þeirra er að fá til okkar kaffigest í september og nóvember þar sem Rósa Guðlaugsdóttir, bæjarstjóri ríður á vaðið. Hin nýjungin er að prófa að halda eitt síðdegisfyrirtækjakaffi í lok október til að koma til móts við þá sem eiga erfiðara með að mæta á morgnanna.

Heimsóknir og fyrirtækjagleði

Að þessu sinni heimsækjum við tvö aðildarfyrirtæki markaðsstofunnar. Fyrst förum við í verslunarmiðstöðina Fjörð og fáum m.a. kynningu á þeirri gífurlegu uppbyggingu sem á þar stað. Í nóvember ætlum við líka í heimsókn en eigum eftir að negla niður hvert, verður kynnt von bráðar.

Þá verður Fyrirtækjagleðin, sem fékk frábærar viðtökur í desember á síðasta ári, á sínum stað og verður betur auglýst þegar nær dregur.

Skráning

Mikilvægt er að skrá sig á námskeið og í fyrirtækjaheimsóknirnar. Þessir viðburðir eru starfsfólki aðildarfyrirtækja að kostnaðarlausu. Fyrirtækjakaffið er hins vegar öllum opið og óþarfi að skrá sig í það.

Dagatal

Við erum búin að setja upp dagatal með öllum okkar viðburðum - við hvetjum fólk til að nýta sér það og setja viðburðina inn í sitt dagatal.

Viðburðarsíða

Annars er auðvelt að sjá alla dagskrána á síðunni okkar: Viðburðir á næstunni


DAGSKRÁ HAUST 2023

ÁGÚST 2023

17. ágúst                         Fyrirtækjakaffi

 

SEPTEMBER 2023

5. september                  Fyrirtækjakaffi með kaffigesti – Rósa bæjarstjóri

13. september                Fyrirtækjaheimsókn - Fjörður verslunarmiðstöð

28. september                Námskeið –  Póstlisti sem öflugt tól í markaðsstarfi

 

OKTÓBER 2023

4. október                       Fyrirtækjakaffi

10. október                     Námskeið – Hannaðu með Canva

25. október                     Síðdegis fyrirtækjakaffi

 

NÓVEMBER 2023

1. nóvember                   Fyrirtækjakaffi með kaffigesti Ingvi frá Mars Media

14. nóvember                 Fyrirtækjaheimsókn
 
22. nóvember                 Námskeið – Upplifun viðskiptavina lykillinn að árangri og tryggð

 

DESEMBER 2023

13. desember                 Fyrirtækjagleði


Skráning í markaðsstofuna

Ef þitt fyrirtæki er ekki skráð í markaðstofuna getur þú gert það hér

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Upplifun viðskiptavina lykilinn að árangri og trygg

Námskeið þar sem fjallað er um leiðir til að styrkja tengslin við viðskiptavini, auka ánægju, tekjur og tryggð.

Leiðirnar til að bæta árangur fyrirtækja í gegnum upplifun viðskiptavina eru nánast óendanlegar. Þegar rétt er að staðið verður mögulegt á að styrkja tengslin við viðskiptavini, auka ánægju, tekjur og tryggð.

Kortlagning á ferðalagi viðskiptavina er hjálplegt verkfæri sem felur í sér að skilja og aðlaga upplifun viðskiptavina í gegnum kaup- eða þjónustuferlið, frá því að þörf verður til og þar til eftir að viðskipti hafa farið fram. Þegar verkefnið er stórt, hagsmunaaðilar margir og ferðalagið flókið, hvar er best að byrja og hvað skiptir mestu máli?

Í grunninn snýst allt markaðsstarf um fólk og samband þeirra við vörumerkið. Mikilvægast er að hafa uppbyggingu sambands við viðskiptavini að leiðarljósi, og fara ekki á mis við að eiga í virku samtali við þá. Nýta verður öll tækifæri til sóknar en það felst meðal annars í því að nýta alla snertifleti við viðskiptavini til að koma samræmdum skilaboðum og persónuleika vörumerkisins til skila.

Á námskeiðinu fer Ósk Heiða m.a. yfir

·       Nokkur leynitrikk markaðsmála

·       Hvort það séu ónýtt tækifæri sem þú getur nýtt til að auka ánægju viðskiptavina

Hver: Ósk Heiða Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Póstinum.

Ósk Heiða er fjögurra bransa kona, en áður en hún hóf störf hjá Póstinum starfaði hún í upplýsingatækni, ferðaþjónustu og smásölu og hefur því unnið með allt frá appelsínum yfir í sjálfsafgreiðslulausnir.

Hvenær og hvar: miðvikudaginn 22. nóvember kl. 9:00-11:00 á Kænunni.

Skráning
Það geta hámark tveir komið frá hverju aðildarfyrirtæki.

Ósk Heiða Sveinsdóttir

Mynd efst: CA Creative on Unsplash

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Hannaðu með Canva

Námskeið um notendavæna hönnunarforritið Canva þar sem þú getur látið hugmyndir þínar lifna við og nýtt til markaðssetningar á fyrirtækinu þínu.

FULLBÓKAÐ Á NÁMSKEIÐIÐ

Láttu hugmyndir þínar lifna við og lærðu að nýta þér Canva sem er einfalt og notendavænt hönnunarforrit. Með forritinu getur þú skapað nánast hvað sem er, valið úr fjölda ókeypis og faglegra sniðmáta, mynda, leturgerða og fleira. Frábær leið til að búa til áhrifamikið grafískt efni fyrir sölu og markaðsetningu.

Á námskeiðinu verður farið í gegnum grunnatriði Canva og þá fjölbreyttu kosti sem forritið bíður upp á. Fyrir námskeið skulu þátttakendur vera búnir að skrá sig inn á www.canva.com (free account).

Hver: Margrét Lena Kristensen gegnir hlutverki verkefnastjóra hjá Nýsköpunarsetrinu við Lækinn í Hafnarfirði. Hún er með meistaragráðu í líf- og læknavísindum, alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun og tekið þátt í að koma nýsköpunarfyrirtækjum af stað. Margrét hefur nýtt sér Canva í nokkur ár í mismunandi verkefnum og hannað markaðs- og söluefni, kynningar, skýrslur o.m.fl.

Hvenær og hvar: þriðjudaginn 10. október kl. 9:00-11:00 í Nýsköpunarsetrinu í gamla Lækjarskóla.

Skráning
Fullbókað er á námskeiðið en hægt er að skrá sig á biðlista með því að senda póst á msh@msh.is
Það geta hámark tveir komið frá hverju aðildarfyrirtæki.

Margrét Lena Kristensen

Mynd efst: Jess Bailey on Unsplash

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Fyrirtækjakaffi í október

Fyrirtækjakaffi októbermánaðar verður haldið miðvikudaginn 4. október kl. 9:00 á Betri Stofunni.

Fyrirtækjakaffi októbermánaðar verður haldið miðvikudaginn 4. október kl. 9:00 á Betri Stofunni.

Frábær vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu í Hafnarfirði til að koma saman, styrkja tengslanetið og ræða mál líðandi stundar. Notaleg og óformleg stemmning en umræðuefnið ræðst af því hverjir mæta og brydda upp á efni.

Fyrirtækjaeigendur og lykilstarfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði velkomnir. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar sem og hluti stjórnar verða á staðnum. Við hlökkum til að sjá sem flesta.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Póstlisti sem öflugt tól í markaðssetningu

Námskeið þar sem fjallað verður um tölvupóstsmarkaðssetningu sem er öflug og hagkvæm leið til að ná til viðskiptavina. Markaðsaðferð sem flest fyrirtæki ættu að geta nýtt sér.

Það þarf ekki að vera flókið að vera með póstlista. Tölvupóstsmarkaðssetning er öflug og hagkvæm leið til að ná til viðskiptavina og ættu flest fyrirtæki að geta nýtt sér þessa markaðsaðferð.

Á námskeiðinu förum við ofan í saumana á farsælum markaðsaðferðum með tölvupósti og undirbúum þátttakendur til að nýta póstlista á áhrifaríkan hátt.

Efnistökin verða eftirfarandi:

•         Hvað er tölvupóstmarkaðssetning?
Mikilvægt er að skilja grunninn og hvernig póstlistar geta verið árangursríkt tól í verkfærakistu
markaðsfólks.

•         Bestu venjur
Farið verður yfir hvernig á að setja upp tölvupóstinn, allt frá því að búa til sannfærandi efni til
áhrifaríkra ákalla til aðgerða.

•         Lagaleg og siðferðileg sjónarmið
Farið verður yfir flókið landslag persónuverndarlaga, gagnaverndar og siðferði tölvupósta.

•         Að mæla árangur
Þátttakendum kennt að mæla árangur herferðar í tölvupósti í gegnum mælikvarða eins og
opnunarhlutfall og smellihlutfall.

•         Að velja hugbúnað
Hægt er að velja milli nokkurra forrita fyrir tölvupóstsmarkaðssetningu. Farið verður yfir hvað ber að
hafa í huga við val á hugbúnaði ásamt því að renna yfir vinsælustu valkostina.

Að lokum svarar Ásgeir spurningum sem brenna á þátttakendum. Þá fá allir aðgang að gagnlegu efni sem gæti nýst vel í framtíðinni.

Hver: Ásgeir Hólm er sérfræðingur í markaðsmálum og brennur fyrir að aðstoða fyrirtæki að aðlagast hinum stafræna heimi. Hann sérhæfir sig í að nýta gögn, nýjustu tækni og gervigreind til þess að hámarka árangur í markaðsstarfi.

Ásgeir er viðskiptafræðingur og hefur starfað með alþjóðlegum vörumerkjum í markaðsmálum síðustu sjö ár. Í dag rekur hann markaðsráðgjafafyrirtækið Mánahöll.

Hvenær og hvar: Fimmtudaginn 28. september kl. 9:00-11:00 á Kænunni.

Skráning
Skráningarfrestur er til og með 25. september.
Það geta hámark tveir komið frá hverju aðildarfyrirtæki.

Ásgeir Hólm

Mynd efst: Diego PH on Unsplash

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Heimsókn í Fjörð

Við förum í heimsókn í Fjörð og fáum að heyra um viðbygginguna og annað sem hefur verið í gangi í Firði að undanförnu

Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að miklar breytingar eru í gangi við Fjörð verslunarmiðstöð. Þar er nú verið að reisa viðbyggingu sem verður níu þúsund fermetrar en þar verður að finna bókasafn, bílakjallara, lúxusíbúðir, hótelíbúðir, almenningsgarð, matvöruverslun og fleira. Fjörður verður því ekki einungis verslunarmiðstöð heldur áfangastaður þar sem fólk hefur möguleika á því að hittast og nýta sér þá margvíslegu þjónustu sem verður í boði.

Við förum í heimsókn í Fjörð og fáum að heyra um þessa viðbyggingu og annað sem hefur verið í gangi í Firði að undanförnu. Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins tekur á móti okkur í hliðarsalnum á Rif.

Hvenær: Miðvikudaginn 13. september kl. 18:15

Fyrir hverja: Starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar

Skráning
Skráningarfrestur til og með 8. september

Read More