Spennandi dagskrá framundan

Við í markaðsstofunni erum þess fullviss að með fræðslu, samtali og sterku tengslaneti eflum við og styrkjum samstöðu meðal atvinnurekenda í bænum okkar.

Hér að neðan má því líta á spennandi viðburði á okkar vegum fram til áramóta.

Undirbúningur fyrir stóru verslunardagana

Þar á meðal eru þrjú spennandi námskeið þar sem hugsunin er meðal annars að undirbúa fyrirtæki markaðsstofunnar fyrir stóru verslunardagana í nóvember sem og jólaverslun. Við byrjum á að fjalla um póstlista sem öflugt tól í markaðssetningu, þá hvernig hægt er að útbúa markaðsefni með forritinu Canva á einfaldan máta og að lokum lærum við um leiðir til að bæta árangur fyrirtækja í gegnum upplifun viðskiptavina.

Kaffigestur og síðdegiskaffi

Ört stækkandi fyrirtækjakaffi er á sínum stað en þar ætlum við jafnframt að kynna tvær nýjungar. Önnur þeirra er að fá til okkar kaffigest í september og nóvember þar sem Rósa Guðlaugsdóttir, bæjarstjóri ríður á vaðið. Hin nýjungin er að prófa að halda eitt síðdegisfyrirtækjakaffi í lok október til að koma til móts við þá sem eiga erfiðara með að mæta á morgnanna.

Heimsóknir og fyrirtækjagleði

Að þessu sinni heimsækjum við tvö aðildarfyrirtæki markaðsstofunnar. Fyrst förum við í verslunarmiðstöðina Fjörð og fáum m.a. kynningu á þeirri gífurlegu uppbyggingu sem á þar stað. Í nóvember ætlum við líka í heimsókn en eigum eftir að negla niður hvert, verður kynnt von bráðar.

Þá verður Fyrirtækjagleðin, sem fékk frábærar viðtökur í desember á síðasta ári, á sínum stað og verður betur auglýst þegar nær dregur.

Skráning

Mikilvægt er að skrá sig á námskeið og í fyrirtækjaheimsóknirnar. Þessir viðburðir eru starfsfólki aðildarfyrirtækja að kostnaðarlausu. Fyrirtækjakaffið er hins vegar öllum opið og óþarfi að skrá sig í það.

Dagatal

Við erum búin að setja upp dagatal með öllum okkar viðburðum - við hvetjum fólk til að nýta sér það og setja viðburðina inn í sitt dagatal.

Viðburðarsíða

Annars er auðvelt að sjá alla dagskrána á síðunni okkar: Viðburðir á næstunni


DAGSKRÁ HAUST 2023

ÁGÚST 2023

17. ágúst                         Fyrirtækjakaffi

 

SEPTEMBER 2023

5. september                  Fyrirtækjakaffi með kaffigesti – Rósa bæjarstjóri

13. september                Fyrirtækjaheimsókn - Fjörður verslunarmiðstöð

28. september                Námskeið –  Póstlisti sem öflugt tól í markaðsstarfi

 

OKTÓBER 2023

4. október                       Fyrirtækjakaffi

10. október                     Námskeið – Hannaðu með Canva

25. október                     Síðdegis fyrirtækjakaffi

 

NÓVEMBER 2023

1. nóvember                   Fyrirtækjakaffi með kaffigesti Ingvi frá Mars Media

14. nóvember                 Fyrirtækjaheimsókn
 
22. nóvember                 Námskeið – Upplifun viðskiptavina lykillinn að árangri og tryggð

 

DESEMBER 2023

13. desember                 Fyrirtækjagleði


Skráning í markaðsstofuna

Ef þitt fyrirtæki er ekki skráð í markaðstofuna getur þú gert það hér

Previous
Previous

Fimm ný fyrirtæki bæst í hópinn

Next
Next

Upplifun viðskiptavina lykilinn að árangri og trygg