Upplifun viðskiptavina lykilinn að árangri og trygg
Leiðirnar til að bæta árangur fyrirtækja í gegnum upplifun viðskiptavina eru nánast óendanlegar. Þegar rétt er að staðið verður mögulegt á að styrkja tengslin við viðskiptavini, auka ánægju, tekjur og tryggð.
Kortlagning á ferðalagi viðskiptavina er hjálplegt verkfæri sem felur í sér að skilja og aðlaga upplifun viðskiptavina í gegnum kaup- eða þjónustuferlið, frá því að þörf verður til og þar til eftir að viðskipti hafa farið fram. Þegar verkefnið er stórt, hagsmunaaðilar margir og ferðalagið flókið, hvar er best að byrja og hvað skiptir mestu máli?
Í grunninn snýst allt markaðsstarf um fólk og samband þeirra við vörumerkið. Mikilvægast er að hafa uppbyggingu sambands við viðskiptavini að leiðarljósi, og fara ekki á mis við að eiga í virku samtali við þá. Nýta verður öll tækifæri til sóknar en það felst meðal annars í því að nýta alla snertifleti við viðskiptavini til að koma samræmdum skilaboðum og persónuleika vörumerkisins til skila.
Á námskeiðinu fer Ósk Heiða m.a. yfir
· Nokkur leynitrikk markaðsmála
· Hvort það séu ónýtt tækifæri sem þú getur nýtt til að auka ánægju viðskiptavina
Hver: Ósk Heiða Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Póstinum.
Ósk Heiða er fjögurra bransa kona, en áður en hún hóf störf hjá Póstinum starfaði hún í upplýsingatækni, ferðaþjónustu og smásölu og hefur því unnið með allt frá appelsínum yfir í sjálfsafgreiðslulausnir.
Hvenær og hvar: miðvikudaginn 22. nóvember kl. 9:00-11:00 á Kænunni.
Skráning
Það geta hámark tveir komið frá hverju aðildarfyrirtæki.
Ósk Heiða Sveinsdóttir
Mynd efst: CA Creative on Unsplash