Hannaðu með Canva
FULLBÓKAÐ Á NÁMSKEIÐIÐ
Láttu hugmyndir þínar lifna við og lærðu að nýta þér Canva sem er einfalt og notendavænt hönnunarforrit. Með forritinu getur þú skapað nánast hvað sem er, valið úr fjölda ókeypis og faglegra sniðmáta, mynda, leturgerða og fleira. Frábær leið til að búa til áhrifamikið grafískt efni fyrir sölu og markaðsetningu.
Á námskeiðinu verður farið í gegnum grunnatriði Canva og þá fjölbreyttu kosti sem forritið bíður upp á. Fyrir námskeið skulu þátttakendur vera búnir að skrá sig inn á www.canva.com (free account).
Hver: Margrét Lena Kristensen gegnir hlutverki verkefnastjóra hjá Nýsköpunarsetrinu við Lækinn í Hafnarfirði. Hún er með meistaragráðu í líf- og læknavísindum, alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun og tekið þátt í að koma nýsköpunarfyrirtækjum af stað. Margrét hefur nýtt sér Canva í nokkur ár í mismunandi verkefnum og hannað markaðs- og söluefni, kynningar, skýrslur o.m.fl.
Hvenær og hvar: þriðjudaginn 10. október kl. 9:00-11:00 í Nýsköpunarsetrinu í gamla Lækjarskóla.
Skráning
Fullbókað er á námskeiðið en hægt er að skrá sig á biðlista með því að senda póst á msh@msh.is
Það geta hámark tveir komið frá hverju aðildarfyrirtæki.
Margrét Lena Kristensen
Mynd efst: Jess Bailey on Unsplash