MSH FRÉTTIR

Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Rósa kaffigestur í Fyrirtækjakaffi

Í næsta fyrirtækjakaffi gerum við tilraun með að fá til okkar sérstakan kaffigest. Það er Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri sem ríður á vaðið.

Síðastliðið vor kom upp sú hugmynd að vera af og til með kaffigest í Fyrirtækjakaffinu okkar. Viðkomandi gæti verið með einhvern fróðleik, svarað spurningum eða hlustað á það sem hafnfirskum fyrirtækjaeigendum liggur á hjarta.

Við ríðum á vaðið með að fá Rósu Guðbjartsdóttir, bæjarstjóra til okkar í næsta fyrirtækjakaffi sem verður haldið þriðjudaginn 5. september kl. 9:00 í Betri stofunni í turninum í Firði.

Styrkja tengslanetið

Fyrirtækjakaffi er annars frábær vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu í Hafnarfirði til að koma saman, styrkja tengslanetið og ræða mál líðandi stundar. Fyrirtækjaeigendur og lykilstarfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði velkomnir. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar sem og hluti stjórnar verða á staðnum. Hlökkum til að sjá sem flesta

 

Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Mannabreytingar og dagskráin framundan

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fund í gær eftir gott sumarfrí. Helsta umræðuefnið var dagskrá haustsins og svo tókum við á móti nýju fólki.

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fund í gær eftir gott sumarfrí. Helsta umræðuefnið var dagskrá haustsins og svo tókum við á móti nýju fólki.

Mannabreytingar

Linda Hrönn Þórisdóttir er ný inn í stjórn markaðsstofunnar og tekur sæti Þóreyjar Önnu Matthíasdóttur fyrir hönd Framsóknarflokksins. Við bjóðum Lindu velkomna og þökkum Þórey Önnu sömuleiðis fyrir gott samstarf. Þá kom Sunna Magnúsdóttir á fundinn en hún er þessa dagana að taka við starfi Andra Ómarssonar sem verkefnastjóri menningar- og ferðamála og mun sitja stjórnarfundi markaðsstofunnar í framtíðinni sem áheyrnarfulltrúi. Við bjóðum því einnig Sunnu velkomna og þökkum Andra fyrir gott samstarf.

Dagskrá samþykkt

Framkvæmdastjóri lagði fyrir lokadrög að dagskrá haustsins en í henni má finna nokkrar nýjungar. Þar ber helst að nefna að við ætlum tvisvar að fá til okkar kaffigest í fyrirtækjakaffi og einnig prófa að vera með eitt síðdegisfyrirtækjakaffi. Þá höldum við þrjú námskeið fram að áramótum, förum í tvær fyrirtækjaheimsóknir og endurtökum fyrirtækjagleði í desember, sem fékk svo glimrandi góðar viðtökur í fyrra. Stjórn samþykkti dagskrána einróma en hún verður kynnt í næstu viku.

Verkefni haustsins

Á fundinum var einnig farið yfir nokkur verkefni sem þarf að fara í á næstu vikum og mánuðum. Þar á meðal er ákvörðun á árgjaldi 2024 og lagt til að nefndin sem er með það mál á sínum höndum kynni tillögur á næsta stjórnarfundi. Þá var ákveðið að endurskoða starfsreglur stjórnar, fara yfir og kynna fyrir nýju fólki síðustu stefnumótunarvinnu. Formaður setur sig síðan í samband við bæjaryfirvöld í tengslum við endurnýjun samnings og til að fá fund með bæjarráði.

Fundi var slitið kl. 9:40 en næsti fundur verður haldinn fimmtudaginn 7. september.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Fyrirtækjakaffi í ágúst

Það hafa verið góðar og áhugaverðar umræður í fyrirtækjakaffinu okkar undanfarna mánuði. Við höldum því ótrauð áfram og hittumst næst fimmtudaginn 17. ágúst.

Það hafa verið góðar og áhugaverðar umræður í fyrirtækjakaffinu okkar undanfarna mánuði. Við höldum því ótrauð áfram og hlökkum til að sjá sem flesta í næsta fyrirtækjakaffi sem verður haldið fimmtudaginn 17. ágúst kl. 9:00 í Betri stofunni í turninum í Firði.

Frábær vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu í Hafnarfirði til að koma saman, styrkja tengslanetið og ræða mál líðandi stundar. Notaleg og óformleg stemmning en umræðuefnið ræðst af því hverjir mæta og brydda upp á efni.

Fyrirtækjaeigendur og lykilstarfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði velkomnir. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar sem og hluti stjórnar verða á staðnum.

Hér að neðan má sjá myndir frá síðasta fyrirtækjakaffi.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Atvinnu- og skrifstofuhúsnæði óskast

Ef þú ert með eða veist af lausu atvinnu- eða skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði þá endilega láttu okkur vita.

Reglulega hafa fyrirtæki og einstaklingar, sem eru að leita sér að vinnuaðstöðu í Hafnarfirði, samband við markaðsstofuna. Er þá verið að óska eftir húsnæði fyrir verslun, skrifstofur eða aðra atvinnustarfsemi í ýmsum stærðum.

Ef þú ert með eða veist af lausu atvinnu- eða skrifstofuhúsnæði þá endilega láttu okkur vita með því að senda póst á msh@msh.is

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Markaðsstofan er samfélag – mikil ánægja í viðhorfskönnun

Við í markaðsstofunni viljum alltaf gera betur og hlusta á þarfir og væntingar aðildarfyrirtækja okkar. Nýverið gerðum við því viðhorfskönnun með von um að heyra álit þeirra á starfi okkar sem og að fá hugmyndir og ábendingar. Í heildina má segja að niðurstöðurnar hafi verið mjög ánægjulegar og aðildarfyrirtæki greinilega jákvæð í okkar garð.  

Við í markaðsstofunni viljum alltaf gera betur og hlusta á þarfir og væntingar aðildarfyrirtækja okkar. Nýverið gerðum við því viðhorfskönnun með von um að heyra álit þeirra á starfi okkar sem og að fá hugmyndir og ábendingar.

Könnunin var send í tölvupósti og eftir tvær ítrekanir svöruðu um 68% af þeim sem opnuðu tölvupóstana sem verður að teljast góð þátttaka.

Mikil jákvæðni

Í heildina má segja að niðurstöðurnar hafi verið mjög ánægjulegar og aðildarfyrirtæki greinilega jákvæð í okkar garð.  

91,5% voru ánægðir með dagskrá stofunnar síðastliðinn vetur (51,1% mjög ánægðir og 40,4% ánægðir) en 8,5% svarenda hökuðu við hvorki né. Þá er ljóst að námskeið og fyrirlestrar vekja mestan áhuga en 84,6% merktu við þann möguleika, 48,1% við fyrirtækjaheimsóknir og 40,4% við fyrirtækjakaffi en vert er að taka fram að hægt var að velja fleiri en einn möguleika.

Þá var spurt hvaða tímasetning henti viðkomandi best fyrir viðburði. 55,1% vilja mæta fyrir hádegi á milli kl. 9 og 12 en 32,7% síðdegis á milli 16 og 19, aðrir völdu annan tíma.

Af þeim sem svöruðu höfðu 86,3% sótt viðburði á vegum stofunnar síðastliðinn vetur og þarf af voru yfir 50% sem höfðu sótt þrjá eða fleiri viðburði.

Þá gafst kostur á því að koma einhverju á framfæri varðandi dagskrána og nýttu sér nokkrir það. Svörin má lesa hér að neðan:

  • Flott starf sem þið vinnið

  • Halda áfram á þessari braut, mjög flott dagskrá og metnaður.

  • Frábær dagskrá, það mætti kannski rótera betur á milli daga viðburðunum. Flott starf sem er klárlega að skila árangri og betri tengslum meðal fyrirtækja í Hafnarfirði, metnaðarfullt og faglegt starf.

  • Meira um einyrkja kaffihittinga.

  • Bara vel gert og frábært að hafa þetta concept.

  • Þið eruð að standa ykkur alveg ótrúlega vel.

  • Um námskeið og fyrirlestra þá væri gott að geta fylgst með á netinu og jafnvel upptöku seinna meir.

  • Finnst þið vera að sinna frábæru starfi og náið að gera sitt lítið af hverju sem hentar fjölbreyttum hópi.

Vera hluti af samfélagi

Rúmlega 60% af þeim sem tóku þátt í könnuninni skráðu fyrirtækið í markaðsstofuna á síðustu þremur árum. Okkur lá forvitni á að vita hvað varð til þess að fyrirtækið var skráð og svörin létu ekki á sér standa og augljóst að flestir vilja efla tengslanetið og vera hluti af samfélagi, sem markaðsstofan vissulega er. Hér að neðan má sjá nokkur af þeim svörum sem við fengum:

  • Til að efla tengslanet.

  • Vera með í hópnum.

  • Ég hafði fylgst með starfinu og leyst vel á það og vildi komast inn í þetta samfélag.

  • Námskeiðin í boði.

  • Við höfum áhuga á að taka þátt í að efla þjónustu í Hafnarfirði og besta leiðin til þess er að þekkja og vinna samhliða og með Markaðsstofunni og öðrum rekstraraðilum í bæjarfélaginu okkar.

  • Vildum kynnast atvinnulífinu í Hafnarfirði.

  • Efla samstarf innan bæjarfélags og fá að kíkja í og nýta viskubrunn annarra.

  • Kom ekki annað til greina.

  • Tengslanet.

  • Heyrði af frábæru starfi markaðsstofunnar.

  • Óbilandi bjartsýni og umhyggja fyrir atvinnulífi í Hafnarfirði.

  • Til að efla tengslanetið og kynnast öðrum fyrirtækjum og nærsamfélaginu í leiðinni.

  • Fannst áhugavert að vera með í markaðsstofunni, vera smá hluti af stærri heild þar sem ég rek mjög smátt fyrirtæki og möguleika til þess að skapa tengslanet. Einnig frábært að fá aðgang að fræðslu fyrirlestrum.

Misjafnar skoðanir á árgjaldi

Stjórn markaðsstofunnar hefur í nokkurn tíma velt fyrir sér árgjaldinu sem er 25.000 kr. og allir borga það sama óháð stærð fyrirtækja. 78% af þeim sem svöruðu finnst gjaldið vera hæfilegt, 14% segja það of hátt og 8% of lágt. Þá eru mjög skiptar skoðanir á því hvort þrepaskipta ætti gjaldinu eftir stærð fyrirtækja en 42% finnst að allir ættu að greiða það sama en 58% eru á því að fyrirtæki ættu að greiða árgjald eftir stærð.

98% mæla með MSH

Við vildum gjarnan vita hversu ánægður viðkomandi væri almennt með starfsemi markaðsstofunnar og þar voru 60% mjög ánægðir, 32% ánægðir og 8% eru hvorki né.

98% svarenda sagðist þá mæla með markaðsstofunni við önnur fyrirtæki, eitthvað sem gleður okkur mikið að heyra.

Í lokin gafst svarendum tækifæri til að koma einhverju öðru á framfæri. Lesa má þau svör hér að neðan:

  • Flott, faglegt starf, sýnilegt. Spurning hvort væri hægt að hafa tvo stærri viðburði, jólagleðin og vorgleði eða eitthvað annað.

  • Gætum ef til vill leitt ólík fyrirtæki meira saman í að vinna að verkefnum til að efla starfsemi í heimabyggð og virkja hjá fyrirtækjum að versla í heimabyggð. Annars mjög gott starf sem Markaðsstofa Hafnarfjarðar er að gera!

  • Þið standið ykkur mjög vel, flott námskeið og fróðlegar fyrirtækjaheimsóknir.

  • Virkilega gott og MIKILVÆGT starf sem MSH er að vinna.

 

Við þökkum öllum sem tóku þátt kærlega fyrir svörin. Þau hjálpa okkur að gera enn betur í framtíðinni.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Viðhorfskönnun og dagskrá haustsins efni stjórnarfundar

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi í síðustu viku. Það sem var helst á dagskrá fundarins var að fara yfir niðurstöður úr viðhorfskönnun og ræða fyrirkomulag á dagskrá haustsins.

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi í síðustu viku. Það sem var helst á dagskrá fundarins var að fara yfir niðurstöður úr viðhorfskönnun og ræða fyrirkomulag á dagskrá haustsins.

Jákvæðni og ánægja

Í upphafi fundar var ákveðið að skipa Guðný sem nýjan ritara stjórnar. Þá kynnti framkvæmdastjóri niðurstöður úr viðhorfskönnun sem var send út í tölvupósti til aðildarfyrirtækja seinni hluta maí mánaðar. Þátttakan var góð og greinilegt er að það er mikil jákvæðni og ánægja með starf okkar sem gott er að fá staðfestingu á. Þá bárust nokkrar góðar ábendingar og tillögur sem við tökum til okkar í áframhaldandi starfi. Stjórnarmenn ætla að skoða niðurstöður enn betur og framkvæmdastjóri skrifar grein um niðurstöðurnar.  

Dagskrá haustsins

Drög að dagskrá haustsins þarf að liggja fyrir áður en skrifstofan fer í sumarfrí í júlí. Á fundinum var ákveðið að sækjast eftir því að fá að halda áfram að vera með fyrirtækjakaffi á Betri stofunni. Þá eru líka hugmyndir um að halda það á öðrum tíma og jafnvel að fá stundum kaffigesti til að mæta.

Almennt var því velt upp hvort við ættum kannski að hrista aðeins upp í uppsetningu og útfærslu á dagskrá okkar, fjölga vissum viðburðum og fækka öðrum og huga sérstaklega að tímasetningum.  

Þegar kemur að fræðslu kemur alltaf aftur sterklega fram áhugi öllu tengdu markaðsmálum. Á fundinum voru nokkrar hugmyndir ræddar en ákveðið að vinna málið áfram á næstu vikum og stjórnarmenn hvattir til að vera í sambandi við framkvæmdastjóra.

Lengri fundir

Í lok fundar var ákveðið að stjórnarfundir hefjist kl. 8:30 í framtíðinni og verði að jafnaði í 90 mínútur en stjórnarmenn eru á því að 60 mínútur séu oft á tíðum of knappur tími.

Næsti fundur verður haldinn þann 11. ágúst næstkomandi.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Sköpunargleði er ofurkraftur

Sköpunargleði getur leitt af sér meiri starfsánægju og aukna helgun í starfi. Þá benda rannsóknir til að fyrirtæki sem eru skapandi vaxa að meðaltali 160% hraðar en þau sem eru það ekki.

Sköpunargleði getur leitt af sér meiri starfsánægju og aukna helgun í starfi. Þá benda rannsóknir til að fyrirtæki sem eru skapandi vaxa að meðaltali 160% hraðar en þau sem eru það ekki. Þetta og margt fleira áhugavert kom fram á námskeiðinu Með sköpunargleðina að vopni sem við héldum fyrir starfsfólk aðildarfyrirtækja okkar.

Hugsanamynstur sem krefst eldsneyti

Það var Birna Dröfn Birgisdóttir, sköpunargleðifræðingur sem hélt námskeiðið og fræddi okkur um þann ofurkraft sem fylgir sköpunargleðinni og hún sé í raun visst hugsanamynstur. Þá talaði Birna um að til að virkja hana þurfi að veita henni eldsneyti. Það samanstandi meðal annars af forvitni, fókus, að átta sig á rétta vandamálinu, gera sér grein fyrir að það geta verið margar mögulegar lausnir, að stýra þurfi hugsanamynstri á mismunandi slóðir og þá sé mikilvægt að hugsa eins og vísindafólk sem gerir endalausar tilraunir og reyna að vera eins og kaffið.

Já en eða já og

Það var góður og skemmtilegur andi á námskeiðinu en Birna Dröfn fékk hópinn til að gera nokkrar æfingar sem fólust meðal annars í því að teikna hús og fara í leikinn „Já en eða já og“ þar sem mikið var hlegið .

Þá hvatti hún alla til að prófa að brjóta vissar reglur, eiga sína eigin sköpunargleðisbók og gefa sér rými til að skapa.

Ánægðir þátttakendur

Við þökkum öllum sem mættu fyrir komuna. Eins og vanalega gerðum við námsmat í lokin og þar kom fram að 93% voru ánægðir með námskeiðið sem og fyrirlesarann. Sama var upp á teningnum þegar spurt var hvort fræðslan hafi staðið undir væntingum. Þá voru 86% á því að fræðslan muni mjög líklega nýtast sér í starfi.

Að lokum þökkum við Birnu Dröfn fyrir frábæra fræðslu og vonum að þátttakendur finni sína sköpunargleði og nýti sér hana sem best.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Sjö ný aðildarfyrirtæki

Við gleðjumst alltaf yfir því þegar ný fyrirtæki skrá sig í markaðsstofuna. Á síðustu vikum hafa sjö fyrirtæki bæst í okkar góða hóp sem telur nú orðið 160 fyrirtæki sem eru með rekstur í Hafnarfirði

Við gleðjumst alltaf yfir því þegar ný fyrirtæki skrá sig í markaðsstofuna. Á síðustu vikum hafa sjö fyrirtæki bæst í okkar góða hóp sem telur nú orðið 160 fyrirtæki sem eru með rekstur í Hafnarfirði. Við bjóðum þau velkomin í markaðsstofuna og hlökkum til að kynnast þeim.

Nýju fyrirtækin eru:

·         Prentmiðlun

·         Ljósa ehf

·        Reykjavík Design / Mini Mi

·         Kastalar

·         Zetor

·        Fasteignasalan Ás

·        Dominos

Með aðild gefst fyrirtækjunum tækifæri til að styrkja sitt tengslanet innan bæjarins og í sameiningu eflum við og styrkjum hafnfirskt atvinnulíf.

Starfsfólk þessara fyrirtækja fær nú aðgang að fræðslu og fyrirtækjaheimsóknum markaðsstofunnar. Nafn þessar fyrirtækja eru jafnframt komin í pottinn góða þar sem fyrirtæki vikunnar er dregið út.

Listi yfir aðildarfyrirtæki.

Vertu með

Við hvetjum rekstraraðila í Hafnarfirði sem ekki eru skráðir í markaðsstofuna að slást í hópinn.

Skráning í Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Skipting embætta, viðhorfskönnun ofl.

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi í upphafi mánaðarins. Dagskrá fundarins var skipting stjórnar í embætti, fyrirhuguð viðhorfskönnun og dagskrá haustsins.

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi í upphafi mánaðarins. Dagskrá fundarins var skipting stjórnar í embætti, fyrirhuguð viðhorfskönnun og dagskrá haustsins.

Örn áfram formaður

Í upphafi fundar var Atli Þór boðinn velkominn en hann var kosinn í stjórn á aðalfundi í apríl. Þá var farið í að skipa í embætti innan stjórnar. Örn og Jóhannes gáfu báðir áfram kost á sér til formanns og varaformanns og var það einhljóma samþykkt af stjórn. Þá var Bjarni skipaður gjaldkeri og Helga ritari.  

Viðhorfskönnun og dagskrá haustsins

Ákveðið hefur verið að gera viðhorfskönnun meðal aðildarfyrirtækja til að reyna að fá fram hvað við getum gert betur og heyra viðhorf aðildarfyrirtækja til starfsins. Þá viljum við einnig gjarnan fá ýmsar hugmyndir varðandi dagskrá okkar ásamt viðhorfi til hugleiðinga stjórnar varðandi árgjaldið.

Á fundinum urðu góðar umræður í tengslum við málið og jafnframt rætt um dagskrá haustsins. Þar á meðal vangaveltur um hvort við séum ef til vill með of þétta dagskrá og hvort þörf sé á einhverjum breytingum. Eitthvað sem hægt er að reyna að komast að í könnun.

Ákveðið að Atli og Helga vinni drög að könnun með framkvæmdastjóra sem verður síðan lögð til samþykkis stjórnar. Stefnt að því að senda könnunina út um miðjan maí.

 

Fundi var slitið kl 10:10. Næsti fundur verður haldinn þann 1. júní næstkomandi.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Fyrirtækjakaffi í júní

Við höfum ákveðið að vera með fyrirtækjakaffi í júní, hittast áður en flestir fara í sumarfrí. Verðum eins og vanalega á Betri stofunni og að þessu sinni miðvikudaginn 7. júní næstkomandi kl. 9:00 .

Við höfum ákveðið að vera með fyrirtækjakaffi í júní, hittast áður en flestir fara í sumarfrí. Verðum eins og vanalega á Betri stofunni og að þessu sinni miðvikudaginn 7. júní næstkomandi kl. 9:00 .

Fyrirtækjakaffið er frábær vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu í Hafnarfirði til að koma saman, styrkja tengslanetið og ræða mál líðandi stundar. Notaleg og óformleg stemmning en umræðuefnið ræðst af því hverjir mæta og brydda upp á efni.

Fyrirtækjaeigendur og lykilstarfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði velkomnir. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar sem og hluti stjórnar verða á staðnum.

Allir velkomnir.

Hér að neðan má sjá myndir frá síðasta fyrirtækjakaffi.

Read More