Viðhorfskönnun og dagskrá haustsins efni stjórnarfundar

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi í síðustu viku. Það sem var helst á dagskrá fundarins var að fara yfir niðurstöður úr viðhorfskönnun og ræða fyrirkomulag á dagskrá haustsins.

Jákvæðni og ánægja

Í upphafi fundar var ákveðið að skipa Guðný sem nýjan ritara stjórnar. Þá kynnti framkvæmdastjóri niðurstöður úr viðhorfskönnun sem var send út í tölvupósti til aðildarfyrirtækja seinni hluta maí mánaðar. Þátttakan var góð og greinilegt er að það er mikil jákvæðni og ánægja með starf okkar sem gott er að fá staðfestingu á. Þá bárust nokkrar góðar ábendingar og tillögur sem við tökum til okkar í áframhaldandi starfi. Stjórnarmenn ætla að skoða niðurstöður enn betur og framkvæmdastjóri skrifar grein um niðurstöðurnar.  

Dagskrá haustsins

Drög að dagskrá haustsins þarf að liggja fyrir áður en skrifstofan fer í sumarfrí í júlí. Á fundinum var ákveðið að sækjast eftir því að fá að halda áfram að vera með fyrirtækjakaffi á Betri stofunni. Þá eru líka hugmyndir um að halda það á öðrum tíma og jafnvel að fá stundum kaffigesti til að mæta.

Almennt var því velt upp hvort við ættum kannski að hrista aðeins upp í uppsetningu og útfærslu á dagskrá okkar, fjölga vissum viðburðum og fækka öðrum og huga sérstaklega að tímasetningum.  

Þegar kemur að fræðslu kemur alltaf aftur sterklega fram áhugi öllu tengdu markaðsmálum. Á fundinum voru nokkrar hugmyndir ræddar en ákveðið að vinna málið áfram á næstu vikum og stjórnarmenn hvattir til að vera í sambandi við framkvæmdastjóra.

Lengri fundir

Í lok fundar var ákveðið að stjórnarfundir hefjist kl. 8:30 í framtíðinni og verði að jafnaði í 90 mínútur en stjórnarmenn eru á því að 60 mínútur séu oft á tíðum of knappur tími.

Næsti fundur verður haldinn þann 11. ágúst næstkomandi.