Rósa kaffigestur í Fyrirtækjakaffi
Síðastliðið vor kom upp sú hugmynd að vera af og til með kaffigest í Fyrirtækjakaffinu okkar. Viðkomandi gæti verið með einhvern fróðleik, svarað spurningum eða hlustað á það sem hafnfirskum fyrirtækjaeigendum liggur á hjarta.
Við ríðum á vaðið með að fá Rósu Guðbjartsdóttir, bæjarstjóra til okkar í næsta fyrirtækjakaffi sem verður haldið þriðjudaginn 5. september kl. 9:00 í Betri stofunni í turninum í Firði.
Styrkja tengslanetið
Fyrirtækjakaffi er annars frábær vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu í Hafnarfirði til að koma saman, styrkja tengslanetið og ræða mál líðandi stundar. Fyrirtækjaeigendur og lykilstarfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði velkomnir. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar sem og hluti stjórnar verða á staðnum. Hlökkum til að sjá sem flesta
Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar