Heimsókn í Fjörð
Það hefur líklega ekki farið framhjá neinum að miklar breytingar eru í gangi við Fjörð verslunarmiðstöð. Þar er nú verið að reisa viðbyggingu sem verður níu þúsund fermetrar en þar verður að finna bókasafn, bílakjallara, lúxusíbúðir, hótelíbúðir, almenningsgarð, matvöruverslun og fleira. Fjörður verður því ekki einungis verslunarmiðstöð heldur áfangastaður þar sem fólk hefur möguleika á því að hittast og nýta sér þá margvíslegu þjónustu sem verður í boði.
Við förum í heimsókn í Fjörð og fáum að heyra um þessa viðbyggingu og annað sem hefur verið í gangi í Firði að undanförnu. Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri Fjarðarins tekur á móti okkur í hliðarsalnum á Rif.
Hvenær: Miðvikudaginn 13. september kl. 18:15
Fyrir hverja: Starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar
Skráning
Skráningarfrestur til og með 8. september