Póstlisti sem öflugt tól í markaðssetningu

Það þarf ekki að vera flókið að vera með póstlista. Tölvupóstsmarkaðssetning er öflug og hagkvæm leið til að ná til viðskiptavina og ættu flest fyrirtæki að geta nýtt sér þessa markaðsaðferð.

Á námskeiðinu förum við ofan í saumana á farsælum markaðsaðferðum með tölvupósti og undirbúum þátttakendur til að nýta póstlista á áhrifaríkan hátt.

Efnistökin verða eftirfarandi:

•         Hvað er tölvupóstmarkaðssetning?
Mikilvægt er að skilja grunninn og hvernig póstlistar geta verið árangursríkt tól í verkfærakistu
markaðsfólks.

•         Bestu venjur
Farið verður yfir hvernig á að setja upp tölvupóstinn, allt frá því að búa til sannfærandi efni til
áhrifaríkra ákalla til aðgerða.

•         Lagaleg og siðferðileg sjónarmið
Farið verður yfir flókið landslag persónuverndarlaga, gagnaverndar og siðferði tölvupósta.

•         Að mæla árangur
Þátttakendum kennt að mæla árangur herferðar í tölvupósti í gegnum mælikvarða eins og
opnunarhlutfall og smellihlutfall.

•         Að velja hugbúnað
Hægt er að velja milli nokkurra forrita fyrir tölvupóstsmarkaðssetningu. Farið verður yfir hvað ber að
hafa í huga við val á hugbúnaði ásamt því að renna yfir vinsælustu valkostina.

Að lokum svarar Ásgeir spurningum sem brenna á þátttakendum. Þá fá allir aðgang að gagnlegu efni sem gæti nýst vel í framtíðinni.

Hver: Ásgeir Hólm er sérfræðingur í markaðsmálum og brennur fyrir að aðstoða fyrirtæki að aðlagast hinum stafræna heimi. Hann sérhæfir sig í að nýta gögn, nýjustu tækni og gervigreind til þess að hámarka árangur í markaðsstarfi.

Ásgeir er viðskiptafræðingur og hefur starfað með alþjóðlegum vörumerkjum í markaðsmálum síðustu sjö ár. Í dag rekur hann markaðsráðgjafafyrirtækið Mánahöll.

Hvenær og hvar: Fimmtudaginn 28. september kl. 9:00-11:00 á Kænunni.

Skráning
Skráningarfrestur er til og með 25. september.
Það geta hámark tveir komið frá hverju aðildarfyrirtæki.

Ásgeir Hólm

Mynd efst: Diego PH on Unsplash

Previous
Previous

Fyrirtækjakaffi í október

Next
Next

Heimsókn í Fjörð