Skipting embætta, viðhorfskönnun ofl.

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi í upphafi mánaðarins. Dagskrá fundarins var skipting stjórnar í embætti, fyrirhuguð viðhorfskönnun og dagskrá haustsins.

Örn áfram formaður

Í upphafi fundar var Atli Þór boðinn velkominn en hann var kosinn í stjórn á aðalfundi í apríl. Þá var farið í að skipa í embætti innan stjórnar. Örn og Jóhannes gáfu báðir áfram kost á sér til formanns og varaformanns og var það einhljóma samþykkt af stjórn. Þá var Bjarni skipaður gjaldkeri og Helga ritari.  

Viðhorfskönnun og dagskrá haustsins

Ákveðið hefur verið að gera viðhorfskönnun meðal aðildarfyrirtækja til að reyna að fá fram hvað við getum gert betur og heyra viðhorf aðildarfyrirtækja til starfsins. Þá viljum við einnig gjarnan fá ýmsar hugmyndir varðandi dagskrá okkar ásamt viðhorfi til hugleiðinga stjórnar varðandi árgjaldið.

Á fundinum urðu góðar umræður í tengslum við málið og jafnframt rætt um dagskrá haustsins. Þar á meðal vangaveltur um hvort við séum ef til vill með of þétta dagskrá og hvort þörf sé á einhverjum breytingum. Eitthvað sem hægt er að reyna að komast að í könnun.

Ákveðið að Atli og Helga vinni drög að könnun með framkvæmdastjóra sem verður síðan lögð til samþykkis stjórnar. Stefnt að því að senda könnunina út um miðjan maí.

 

Fundi var slitið kl 10:10. Næsti fundur verður haldinn þann 1. júní næstkomandi.