Góðar umræður á stjórnarfundi
Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fund í morgun. Helsta umræðuefnið var stóra fyrirtækjagleðin okkar sem verður haldin í desember og fyrirkomulag árgjalds.
Fyrirtækjagleðin
Þann 13. desember verður fyrirtækjagleðin okkar haldin en hún fékk glimrandi góðar viðtökur í fyrra. Á fundinum var rætt um staðsetningu viðburðarins og skemmtikraft. Þá var einnig ákveðið að gleðin verði öllum opin en aðildarfyrirtæki hafi vissulega forgang. Stjórnin býst annars við góðri mætingu líkt og í fyrra.
Árgjald
Árgjald aðildarfyrirtækja hefur verið mikið til umræðu innan stjórnar og þá voru spurningar því tengdu í viðhorfskönnun sem við gerðum í vor. Þriggja manna vinnuhópur var því skipaður af stjórn með það að markmiði að leggja fram tillögur í tengslum við árgjaldið og þá sérstaklega hvort ætti að þrepaskipta því eða ekki þá. Vinnuhópurinn lagði fram tillögur á fundi dagsins og um þær sköpuðust mjög góðar umræður. Ákveðið að halda áfram með þessa vinnu.
Önnur mál
Á fundinum var einnig farið yfir stöðu annarra verkefna líkt og starfsreglur stjórnar. Þá var borin upp sú hugmynd að fá kynningu á nýju auglýsingakerfi Símans. Stjórnin tók ágætlega í það og vill gjarnan fá nánari upplýsingar. Þá er stefnt að því að vera bráðlega með kvöldfund þar sem við förum yfir og kynnum síðustu stefnumótunarvinnu og ræðum hvernig hún geti nýst okkur.
Fundi var slitið kl. 9:55. Næsti fundur verður haldinn fimmtudaginn 5. október.