Héðinn hf býður í heimsókn
Með yfir 100 ára reynslu leysir Héðinn hf. áskoranir fyrir sjávarútveg og iðnað með sjálfbærni og nýsköpun að leiðarljósi. Héðinn er eitt stærsta fyrirtæki landsins á sviði málmvinnslu og véltækni.
Starfsemin snýst einkum um fjölbreytta málmsmíði, vélaviðgerðir, viðhald og nýsköpun. Helstu viðskiptavinir eru sjávarútvegsfyrirtæki, orkufyrirtæki, stóriðjufyrirtæki ásamt ýmsum nýsköpunar- og þróunarfyrirtækjum. Starfsfólk Héðins telur að jafnaði um 130 með dótturfélaginu Héðinshurðum. Ásamt því starfa um 40 manns í verktöku fyrir fyrirtækið að jafnaði yfir árið.
Við fáum að koma til þeirra í heimsókn að Gjáhellu til að kynnast starfseminni og heyra hverjar þeirra helstu áskoranirnar eru um þessar mundir. Þá fáum við að ganga um hluta húsnæðisins sem eru um 10.000 fermetrar á 30.000 fermetra lóð.
Hvenær: Þriðjudaginn 14. nóvember kl. 9:00
Fyrir hverja: Starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar
Skráningarfrestur til og með 9. nóvember