Undirbúningur fyrir bæjarráðsfund

8. nóvember 2023

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi í síðustu viku. Helsta umræðuefnið var komandi fundur í bæjarráði og lausir endar í kringum fyrirtækjagleðin okkar í desember.

Fundur í bæjarráði

Fimmtudaginn 2. nóvember fara fulltrúar stjórnar sem og framkvæmdastjóri á árlegan fund í bæjarráði. Þar kynnum við starf okkar síðastliðið ár og hvaða áherslur við sjáum fyrir framtíðina. Þá munum við óska eftir lengri samning, en núverandi samningur rennur út um áramót og var einungis til eins árs. Þá sækjumst við jafnframt eftir hærra fjárframlagi sem hefur staðið í stað frá árinu 2020.  Á stjórnarfundinum fór Jóhannes varaformaður yfir drög að kynningu og sköpuðust nokkrar góðrar umræður og breytingartillögur lagðar fram.  

Fyrirtækjagleðin

Rætt var um nokkur atriði sem voru útistandandi varðandi fyrirtækjagleðina okkar í desember. Við hefjum skráningu á viðburðinn innan skamms og fyrstu tvær vikurnar geta einungis aðildarfyrirtæki skráð sig.

Önnur mál

Á fundinum var aftur rætt um að halda kynningu á nýju auglýsingakerfi Símans. Þau sjá alfarið um alla skipulagningu en við kynnum þetta til okkar fyrirtækja. Þá var rætt um samning sem við gerðum við REC Media sem mætir núna á alla viðburði okkar til að safna saman lifandi myndum sem við nýtum í kynningarefni á nýju ári. Allir ákaflega ánægðir með það verkefni. Að lokum var farið yfir jóladagskrána framundan í bænum, sagt frá nýjum glerhúsum í jólaþorpinu sem og jólaskiltum við bæjardyrnar.

Fundi var slitið kl. 9:55. Næsti fundur verður haldinn fimmtudaginn 7. desember.

Previous
Previous

Öflug nýsköpun í yfir 100 ára fyrirtæki

Next
Next

Fyrirtækjagleði