Fyrirtækjakaffi með kaffigest

Í fyrirtækjakaffinu okkar í nóvember fáum við aftur til okkar kaffigest. Að þessu sinni verður það Ingvi Einar Ingason frá auglýsingastofunni Mars Media á Strandgötunni. Hann ætlar að ræða um og svara spurningum um stafræna markaðssetningu, hvað hún er og af hverju hún er mikilvæg. Það eru stórir verslunardagar í nóvember og desember og saman getum við rætt hvað hægt er að gera.

Hittumst miðvikudaginn 1. nóvember kl. 9:00 í Betri stofunni í turninum í Firði.

Styrkja tengslanetið

Fyrirtækjakaffi er annars frábær vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu í Hafnarfirði til að koma saman, styrkja tengslanetið og ræða mál líðandi stundar. Fyrirtækjaeigendur og lykilstarfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði velkomnir. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar sem og hluti stjórnar verða á staðnum.

Hlökkum til að sjá sem flesta

Ingvi frá Mars Media

Previous
Previous

Spennandi og áhugaverð kynning á Firði

Next
Next

Síðdegis fyrirtækjakaffi