Starfsreglur, samningur, árgjald og fleira

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fund í gærmorgun. Helstu umræðuefnin voru starfsreglur stjórnar, samningur við Hafnarfjarðarbæ, árgjaldið og fyrirtækjagleðin. Þá var nýr varamaður í stjórn boðinn velkominn en það er Júlíus Sigurjónsson sem situr fyrir hönd Framsóknarflokksins.

Starfsreglur stjórnar

Á síðasta fundi var tveimur stjórnarmönnum ásamt framkvæmdastjóra falið að yfirfara starfsreglur stjórnar. Á fundinum voru kynntar nokkrar breytingartillögur sem voru allar samþykktar einróma og ánægja innan stjórnar með að skerpa á þessum nauðsynlegu reglum.

Samningur við Hafnarfjarðarbæ

Formaður hefur nú þegar sent beiðni til formanns bæjarráðs og óskað eftir fundi til að ræða endurnýjun samnings sem rennur út um áramótin. Líkt og í fyrra munum við leggja áherslu á að fá samning til lengri tíma sem og aukningu á fjárframlagi sérstaklega til að geta aukið starfshlutfall framkvæmdastjóra. Í nóvember eigum við síðan árlegan fund með bæjarráði og verðum með kynningu á því sem við höfum verið að gera undanfarið ár. Varaformaður mun hafa yfirumsjón með kynningunni líkt og í fyrra og fá aðra stjórnarmenn sér til aðstoðar.

Árgjald og fyrirtækjagleði

Haldið var áfram með umræðuna á síðasta fundi í tengslum við árgjald aðildarfyrirtækja á næsta ári. Tekin var ákvörðun um hvert það skal vera og hvernig það verði innheimt.

Þá var aðeins rætt um fyrirtækjagleðina í desember og ákveðið að opna fyrir skráningu í lok október en aðildarfyrirtæki munu hafa forgang. Fastlega má búast við því að að viðburðurinn verði fullbókaður, miðað við ánægjuna með hann í fyrra.

Önnur mál

Markaðsstofan verður átta ára sunnudaginn 22. október næstkomandi. Ákveðið að vera með afmælisköku í síðdegisfyrirtækjakaffinu okkar miðvikudaginn 25. október næstkomandi að því tilefni.

Fundi var slitið kl. 9:55.

Previous
Previous

Endalausir möguleikar í Canva

Next
Next

Sjö ný aðildarfyrirtæki