MSH FRÉTTIR

Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Fyrirtæki ársins valið

Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði verður útnefnt á Hvatningarverðlaunahátíð markaðsstofunnar fimmtudaginn 15. febrúar kl. 17:30 í Apótekinu í Hafnarborg.

FYRIRTÆKI ÁRSINS VALIÐ 9. APRÍL

Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði verður útnefnt á Hvatningarverðlaunahátíð markaðsstofunnar þriðjudaginn 9. apríl næstkomandi.

Áttunda árið í röð veitum við hvatningarverðlaun til fyrirtækis sem hefur lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Jafnframt veittum við viðurkenningar til fyrirtækja sem hafa með starfsemi sinni eflt atvinnulíf og bæjaranda í bænum okkar.

Verðlaunin og viðurkenningarnar eru þakklætisvottur markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.

Nánari dagskrá verður tilkynnt síðar. Viðburðurinn er öllum opinn og vonumst við til að sjá sem flesta.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Heimsókn í flugherma Icelandair

Heimsækjum CAE Icelandair Flight Training ehf., dótturfyrirtæki Icelandair sem rekur flughermana á Flugvöllum 1 í Hafnarfirði.

CAE Icelandair Flight Training ehf. er dótturfyrirtæki Icelandair og sér um eignarhald og rekstur á flughermunum að Flugvöllum 1 í Hafnarfirði.

Félagið rekur þrjá flugherma sem eru af Boeing gerðunum 737 MAX, 767-300 og 757-200 , vélar sem eru í rekstri hjá Icelandair í dag. Þá rekur félagið einnig eldhermi og sér um viðhald og umsjón á öðrum þjálfunarbúnaði Icelandair eins og flugvélaskrokkum og hurðaþjálfum.

Icelandair er stærsti viðskiptavinur fyrirtækisins og var með rúmlega 60% allra selda tíma í flughermana en aðrir tímar eru seldir til aðila víðsvegar um heiminn. Fjöldi seldra tíma árið 2023 var yfir 15.000 sem var stærsta ár félagsins hingað til.

Við fáum að koma til þeirra í heimsókn á Flugvelli til að kynnast starfseminni og heyra hverjar þeirra helstu áskoranirnar eru um þessar mundir.

Hvenær: Föstudaginn 23. febrúar kl. 9:00

Fyrir hverja: Starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar

Skráning: Skráningarfrestur til og með 20. febrúar.

Það eru einungis 20 pláss laus í þessa heimsókn og við hvetjum áhugasama því til að skrá sig sem fyrst.

15. janúar 2024

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Fyrirtækjakaffi í mars

Fyrirtækjakaffi marsmánaðar verður haldið miðvikudaginn 6. mars kl. 9:00 á Betri Stofunni.

Fyrirtækjakaffi marsmánaðar verður haldið miðvikudaginn 6. mars kl. 9:00 á Betri Stofunni.

Frábær vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu í Hafnarfirði til að koma saman, styrkja tengslanetið og ræða mál líðandi stundar. Notaleg og óformleg stemmning en umræðuefnið ræðst af því hverjir mæta og brydda upp á efni.

Fyrirtækjaeigendur og lykilstarfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði velkomnir. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar sem og hluti stjórnar verða á staðnum. Við hlökkum til að sjá sem flesta.

15. janúar 2024

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

LinkedIN 101: Styrktu tengslanetið og gríptu tækifærin á þínum markaði

Námskeið þar sem fjallað verður um alla grunnþætti LinkedIn skref fyrir skref, hvernig má byggja upp sannfærandi prófíl og stækka tengslanetið.

LinkedIn er stærsti fag- og starfstengdi samfélagsmiðill í heimi með um 900 milljónir notendur.  Á námskeiðinu verður fjallað um alla grunnþætti LinkedIn skref fyrir skref, hvernig má byggja upp sannfærandi prófíl og stækka tengslanetið. Fjallað verður ítarlega um þær margvíslegu leiðir sem miðillinn býður upp á til að birta efni og styrkja tengsl við annað fagfólk. Einnig verður fjallað um fyrirtækjasíður og hvernig er best að nýta möguleika þar.

Þátttakendur fá afrit af handbók um LinkedIn sem Hans Júlíus hefur tekið saman.

Hver
Hans Júlíus Þórðarson er M.Sc. í viðskiptafræði og stýrir markaðsmálum og efnisþjónustu hjá vefstofunni Vettvangi. Hann hefur undanförnum árum sérhæft sig í efnismarkaðssetningu á B2B markaði en þar spilar LinkedIn stórt hlutverk. Hann hefur haldið námskeið um LinkedIn hjá Endurmenntun HÍ og Austurbrú, sem og fyrirlestra um sama efni í fyrirtækjum eins og Íslandsstofu, Landsbankanum, Advania og Arion banka.

Hvenær og hvar
Þriðjudaginn 12. mars kl. 9:00 – 11:00 á Kænunni

Skráning

Skráningarfrestur til og með 7. mars.

Hans Júlíus Þórðarson

15. janúar 2024

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Síðdegis fyrirtækjakaffi eða kokteill

Eftir vel heppnað fyrirtækjakaffi seinnipart dags í október síðastliðinn endurtökum við leikinn og hittumst á Betri stofunni miðvikudaginn 20. mars kl. 17:30.

Eftir vel heppnað fyrirtækjakaffi seinnipart dags í október síðastliðinn endurtökum við leikinn og bætum kokteilaorðinu aftan við heitið. Hittumst á Betri stofunni miðvikudaginn 20. mars kl. 17:30.

Fyrirtækjakaffi/kokteill er frábær vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu í Hafnarfirði til að koma saman, styrkja tengslanetið og ræða mál líðandi stundar. Notaleg og óformleg stemmning en umræðuefnið ræðst af því hverjir mæta og brydda upp á efni.

Fyrirtækjaeigendur og lykilstarfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði velkomnir. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar sem og hluti stjórnar verða á staðnum.

Við hlökkum til að sjá sem flesta.

15. janúar 2024

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Frábær fyrirtækjagleði

Starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar átti saman dásamlega kvöldstund á Betri stofunni og nutu góðra veitinga bæði í fljótandi og föstu formi.

14. desember 2023

Takk takk takk fyrir frábært kvöld.

Starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar átti saman dásamlega kvöldstund á Betri stofunni og nutu góðra veitinga bæði í fljótandi og föstu formi.

Það ríkti afar góður andi og margir að styrkja tengslin eða mynda ný, eitthvað sem við gleðjumst alltaf yfir. Matti Matt sá um ljúfa tóna og jólaandinn sem og hafnfirska samstaðan sveif yfir vötnum.

Takk innilega allir sem mættu. Gaman að enda ákaflega gott starfsár á svona góðum nótum.

Ljósmyndirnar tók Hulda Margrét. Ljósmyndastofa Huldu Margrétar er eitt af aðildarfyrirtækjum okkar.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Heill spilastokkur að hafnfirskum jólagjafahugmyndum

Hugmyndalistinn okkar með 13 hafnfirskum jólagjöfum hefur enn og aftur fengið frábær viðbrögð. Þar sem þetta er fjórða árið sem við útbúum svona lista má segja að við eigum heilan spilastokk eða 52 hugmyndir að hafnfirskum jólagjöfum.

5. desember 2023

Hugmyndalistinn okkar með 13 hafnfirskum jólagjöfum hefur enn og aftur fengið frábær viðbrögð og verið skoðaður nokkur þúsund sinnum. Þá höfum við líka fengið fréttir af því að salan hafi aukist hjá einhverjum fyrirtækjum á listanum góða.

Við í markaðsstofunni skorum á Hafnfirðinga sem og aðra til að gera jólainnkaupin í Hafnarfirði. Hafnfirsk fyrirtæki ýta undir litríkt og öflugt samfélag og án þeirra viljum við ekki vera. Það er því ákaflega mikilvægt að við stöndum saman og styðjum við hafnfirska verslun og þjónustu. 

Þar sem þetta er fjórða árið sem við útbúum svona lista má segja að við eigum heilan spilastokk eða 52 hugmyndir að hafnfirskum jólagjöfum sem má skoða hér að neðan.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Fimm ný aðildarfyrirtæki

Enn og aftur gleðjumst við yfir skráningu nýrra fyrirtækja í markaðsstofuna. Að þessu sinni eru það fimm fyrirtæki sem við bjóðum velkomin í okkar góða hóp.  Við hlökkum til að kynnast þeim.

24. nóvember 2023

Enn og aftur gleðjumst við yfir skráningu nýrra fyrirtækja í markaðsstofuna. Að þessu sinni eru það fimm fyrirtæki sem við bjóðum velkomin í okkar góða hóp. Við hlökkum til að kynnast þeim.
Í markaðsstofunni má nú finna hátt í 180 fyrirtæki sem eru með rekstur í Hafnarfirði.

Nýju fyrirtækin eru:      

Með aðild gefst fyrirtækjunum tækifæri til að styrkja sitt tengslanet innan bæjarins og í sameiningu eflum við og styrkjum hafnfirskt atvinnulíf.

Starfsfólk þessara fyrirtækja fær nú aðgang að fræðslu og fyrirtækjaheimsóknum markaðsstofunnar. Nafn þessar fyrirtækja eru jafnframt komin í pottinn góða þar sem fyrirtæki vikunnar er dregið út.

Listi yfir aðildarfyrirtæki.

Vertu með

Við hvetjum rekstraraðila í Hafnarfirði sem ekki eru skráðir í markaðsstofuna að slást í hópinn.

 Skráning í Markaðsstofu Hafnarfjarðar

 

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

100% ánægja með námskeið

Í gær héldum við námskeiðið Upplifun viðskiptavina lykillinn að árangri og tryggð fyrir starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar og má með sanni segja að námskeiðið hafi fengið frábærar viðtökur.

23. nóvember 2023

Í gær héldum við námskeiðið Upplifun viðskiptavina lykillinn að árangri og tryggð fyrir starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar. Fyrirlesarinn var Ósk Heiða Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptavina hjá Póstinum og má með sanni segja að námskeiðið hafi fengið frábærar viðtökur. Samkvæmt námsmati sem við lögðum fyrir í lok þess var hver einasti þátttakandi ánægður með fræðsluna í heild sinni sem og fyrirlesarann og þar af 85% mjög ánægðir.

Ferðalag viðskiptavinarins

Á námskeiðinu talaði Ósk Heiða um ferðalag viðskiptavinarins í gegnum allt kaup- eða þjónustuferlið frá því að þörf verður til og þar til eftir að viðskipti hafa farið fram. Það sé ákaflega mikilvægt fyrir fyrirtæki að kortleggja það til að skilja og aðlaga upplifun viðskiptavinarins. Við þurfum að ákveða hver persónuleiki fyrirtækisins er og passa að það sé samræmi í allri upplifun í gegnum ferlið. Ef við setjum okkur ekki í spor viðskiptavina þá missum við sjónar á möguleikum til að gera betur.  

Allt snýst um fólk

Þá lagði Ósk Heiða mikla áherslu á að allt markaðsstarf snúist um fólk hvernig svo sem viðskiptasamböndin eru þá er ávallt fólk á bakvið allar ákvarðanir og upplifanir. Tækifærin liggja því í hæfni okkar til að spá fyrir um hegðun og óskir viðskiptavina og fara ekki á mis við að eiga í virku samtali við þá. Með virku samtali gerist hlutirnir nefnilega hraðar og árangurinn verður meiri. Þá er mikilvægt að nýta öll tækifæri til sóknar, meðal annars með því að nýta alla snertifleti við viðskiptavini til að koma samræmdum skilaboðum og persónuleika vörumerkisins til skila.

Mikilvægi tengslanetsins

Ósk Heiða fékk annars alla á námskeiðinu til að kynna sig og segja af hverju þau voru komin hingað. Þá hvatti hún alla til að vera duglega að tengjast og tók loforð af hópnum að tala allavega við fjóra einstaklinga í salnum, eitthvað sem hún temur sér alltaf að gera á viðburðum. Við í markaðsstofunni vorum ákaflega ánægð með þessa hvatningu en starf okkar snýst einmitt að miklu leiti að efla tengslanet hafnfirskra fyrirtækja.

Stóð undir væntingum

Við þökkum öllum sem mættu fyrir komuna og góðar spurningar en hver og einn einasti sagði í námsmatinu að fræðslan hafi staðið undir væntingum. Þá voru líka allir á því að fræðslan muni nýtast sér í starfi, þar af sögðu 77% að það væri mjög líklegt en 23% nokkuð líklegt. 

Að lokum þökkum við Ósk Heiðu fyrir frábæra fræðslu.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Morgunkaffi með Sjónvarpi Símans

Sjónvarp Símans býður aðildarfyrirtækjum markaðsstofunnar í morgunhitting til að kynna nýja auglysingakerfið sitt.

20. nóvember 2023

Sjónvarp Símans er með nýtt stafrænt auglýsingakerfi sem gerir fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum kleift að auglýsa í sjónvarpi, með pakka frá 50.000 krónum. Síminn getur núna targetað (miðað) auglýsingar t.d. á póstnúmer, þætti, markhópa og fleira, þannig fæst enn betri nýting á markaðsfé. Þá getur fyrirtækið einnig aðstoðað við gerð auglýsinga.

Sjónvarp Símans ætlar að bjóða aðildarfyrirtækjum markaðsstofunnar í morgunhitting til að kynna þetta nýja auglýsingakerfi þar sem meðal annars er hægt að beina auglýsingu sérstaklega að póstnúmerum 220 og 221.

Öll sem mæta fá 30 daga fríáskrift að Sjónvarpi Símans og auglýsingatilboð í Sjónvarp Símans.

Hvenær og hvar: þriðjudaginn 28. nóvember kl. 9:15 í Ægi 220, Strandgötu 90 (sama hús og Íshús Hafnarfjarðar)

Skráning
Nauðsynlegt er að skrá sig í forminu hér að neðan. Skráningarfrestur til og með 24. nóvember.

Read More