FYRIRTÆKI ÁRSINS VALIÐ 9. APRÍL
Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði verður útnefnt á Hvatningarverðlaunahátíð markaðsstofunnar þriðjudaginn 9. apríl næstkomandi.
Áttunda árið í röð veitum við hvatningarverðlaun til fyrirtækis sem hefur lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Jafnframt veittum við viðurkenningar til fyrirtækja sem hafa með starfsemi sinni eflt atvinnulíf og bæjaranda í bænum okkar.
Verðlaunin og viðurkenningarnar eru þakklætisvottur markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.
Nánari dagskrá verður tilkynnt síðar. Viðburðurinn er öllum opinn og vonumst við til að sjá sem flesta.