Síðastliðið haust byrjuðum við á að fá til okkar kaffigest í Fyrirtækjakaffið og vakti það mikla lukku. Eftir góða heimsókn frá Rósu bæjarstjóra í september kom upp ósk að fá fleiri aðila frá Hafnarfjarðarbæ til að koma á framfæri hvað liggi hafnfirskum fyrirtækjaeigendum á hjarta.
Að þessu sinni kemur til okkar Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, formaður menningar- og ferðamálanefndar sem og umhverfis- og framkvæmdaráðs. Með henni verður Sunna Magnúsdóttir verkefnastjóri menningar og ferðamála hjá Hafnarfjarðarbæ. Þær tvær hafa meðal annars yfirumsjón með jólaþorpinu og úthlutun á styrkjum til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði.
Fyrirtækjakaffið verður haldið þriðjudaginn 6. febrúar kl. 9:00 í Betri stofunni og hvetjum við sem flesta til að mæta.
Styrkja tengslanetið
Fyrirtækjakaffi er annars frábær vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu í Hafnarfirði til að koma saman, styrkja tengslanetið og ræða mál líðandi stundar. Fyrirtækjaeigendur og lykilstarfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði velkomnir. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar sem og hluti stjórnar verða á staðnum.