Gervigreind á hraðferð

Námskeið þar sem farið verður yfir hvað gervigreind er í raun og veru og á hvaða hraðferð hún er núna í upphafi árs 2024. Hvernig við get­um nýtt hana sem tæki til að gera starf okk­ar mark­viss­ara og ná ár­angri. Þá verður einnig farið inn á hvað beri helst að var­ast. Gervigreindin er nefnilega sniðug á sum­um sviðum en hættu­leg á öðrum og því er betra að kynna sér þessa nýj­ung mjög vel.

Á námskeiðinu verður einnig fjallað um hvernig best sé að byrja að nota gervigreindarþjónustur líkt og ChatGPT  og MScopilot.

Hver
Steinn Örvar Bjarnason, tölvunarfræðingur er Lead product development engineer hjá Advania og sér þar um innleiðingu og þróun á nýjum vörum en einnig innleiðingu nýrrar tækni, þar á meðal gervigreind. Hann lauk nýlega krefjandi námi hjá Cisco og hlaut æðstu gráðu sem hægt er að fá þaðan.
Sérþekking Steins Örvars nýtist vel í netdeild Advania sem rekur og hýsir netkerfi fjölmargra fyrirtækja og stofnanna. Steinn hefur haldið fjölmarga fyrirlestra um gervigreind bæði hér heima og erlendis. 

Hvenær og hvar
Miðvikudaginn 24. janúar kl. 9:00 – 11:00 á Kænunni 

Skráning
Skráningarfrestur til 22. janúar.

Mynd efst Growtika on Unsplash

15. janúar 2024