Eftir vel heppnað fyrirtækjakaffi seinnipart dags í október síðastliðinn endurtökum við leikinn og bætum kokteilaorðinu aftan við heitið. Hittumst á Betri stofunni miðvikudaginn 20. mars kl. 17:30.
Fyrirtækjakaffi/kokteill er frábær vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu í Hafnarfirði til að koma saman, styrkja tengslanetið og ræða mál líðandi stundar. Notaleg og óformleg stemmning en umræðuefnið ræðst af því hverjir mæta og brydda upp á efni.
Fyrirtækjaeigendur og lykilstarfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði velkomnir. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar sem og hluti stjórnar verða á staðnum.
Við hlökkum til að sjá sem flesta.
15. janúar 2024