Frábær fyrirtækjagleði

14. desember 2023

Takk takk takk fyrir frábært kvöld.

Starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar átti saman dásamlega kvöldstund á Betri stofunni og nutu góðra veitinga bæði í fljótandi og föstu formi.

Það ríkti afar góður andi og margir að styrkja tengslin eða mynda ný, eitthvað sem við gleðjumst alltaf yfir. Matti Matt sá um ljúfa tóna og jólaandinn sem og hafnfirska samstaðan sveif yfir vötnum.

Takk innilega allir sem mættu. Gaman að enda ákaflega gott starfsár á svona góðum nótum.

Ljósmyndirnar tók Hulda Margrét. Ljósmyndastofa Huldu Margrétar er eitt af aðildarfyrirtækjum okkar.