5. desember 2023
Hugmyndalistinn okkar með 13 hafnfirskum jólagjöfum hefur enn og aftur fengið frábær viðbrögð og verið skoðaður nokkur þúsund sinnum. Þá höfum við líka fengið fréttir af því að salan hafi aukist hjá einhverjum fyrirtækjum á listanum góða.
Við í markaðsstofunni skorum á Hafnfirðinga sem og aðra til að gera jólainnkaupin í Hafnarfirði. Hafnfirsk fyrirtæki ýta undir litríkt og öflugt samfélag og án þeirra viljum við ekki vera. Það er því ákaflega mikilvægt að við stöndum saman og styðjum við hafnfirska verslun og þjónustu.
Þar sem þetta er fjórða árið sem við útbúum svona lista má segja að við eigum heilan spilastokk eða 52 hugmyndir að hafnfirskum jólagjöfum sem má skoða hér að neðan.