LinkedIn er stærsti fag- og starfstengdi samfélagsmiðill í heimi með um 900 milljónir notendur. Á námskeiðinu verður fjallað um alla grunnþætti LinkedIn skref fyrir skref, hvernig má byggja upp sannfærandi prófíl og stækka tengslanetið. Fjallað verður ítarlega um þær margvíslegu leiðir sem miðillinn býður upp á til að birta efni og styrkja tengsl við annað fagfólk. Einnig verður fjallað um fyrirtækjasíður og hvernig er best að nýta möguleika þar.
Þátttakendur fá afrit af handbók um LinkedIn sem Hans Júlíus hefur tekið saman.
Hver
Hans Júlíus Þórðarson er M.Sc. í viðskiptafræði og stýrir markaðsmálum og efnisþjónustu hjá vefstofunni Vettvangi. Hann hefur undanförnum árum sérhæft sig í efnismarkaðssetningu á B2B markaði en þar spilar LinkedIn stórt hlutverk. Hann hefur haldið námskeið um LinkedIn hjá Endurmenntun HÍ og Austurbrú, sem og fyrirlestra um sama efni í fyrirtækjum eins og Íslandsstofu, Landsbankanum, Advania og Arion banka.
Hvenær og hvar
Þriðjudaginn 12. mars kl. 9:00 – 11:00 á Kænunni
Skráning
Skráningarfrestur til og með 7. mars.
Mynd efst: LinkedIn Sales Solutions on Unsplash
15. janúar 2024