Fyrirtækjakaffi marsmánaðar verður haldið miðvikudaginn 6. mars kl. 9:00 á Betri Stofunni.
Frábær vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu í Hafnarfirði til að koma saman, styrkja tengslanetið og ræða mál líðandi stundar. Notaleg og óformleg stemmning en umræðuefnið ræðst af því hverjir mæta og brydda upp á efni.
Fyrirtækjaeigendur og lykilstarfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði velkomnir. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar sem og hluti stjórnar verða á staðnum. Við hlökkum til að sjá sem flesta.
15. janúar 2024