
MSH FRÉTTIR
Málmsteypan Hella býður í heimsókn
Fjölskyldufyrirtækið Málmsteypan Hella á Kaplahrauni sem hefur verið starfandi í yfir 70 ár tekur á móti okkur og bræðurnir Grétar Már og Leifur Þorvaldssynir kynna starfsemina.
Fjölskyldufyrirtækið Málmsteypan Hella á Kaplahrauni, sem hefur verið starfandi í yfir 70 ár, tekur á móti okkur og bræðurnir Grétar Már og Leifur Þorvaldssynir kynna starfsemina. Fyrirtækið framleiðir fjölbreyttar vörur fyrir iðnaðarfyrirtæki en einnig hina frægu íslensku pönnukökupönnu, leiðisplötur og húsnúmer.
Við fáum að skoða verksmiðjuna og heyra þeirra löngu sögu.
Hvenær: Fimmtudaginn 16. mars kl. 9:00
Skráningarfrestur til og með 14. mars
Heimsókn til Flúrlampa
Flúrlampar eða lampar.is bjóða okkur í heimsókn til sín á Reykjavíkurveginn. Þetta fyrirtæki rekur sögu sína aftur til ársins 1977 en starfsemin er afar fjölbreytt í dag.
Fjölskyldufyrirtækið Flúrlampar eða lampar.is bjóða okkur í heimsókn til sín á Reykjavíkurveginn. Þetta fyrirtæki rekur sögu sína aftur til ársins 1977 en starfsemin er afar fjölbreytt í dag. Á fyrstu hæð er verslun, lager og skrifstofur sem kannski margir þekkja en í kjallara hússins er framleiðsla og verkstæði. Þar eru ljós smíðuð frá grunni og nýir ljósgjafar settir í gömul ljós. Þá er fyrirtækið jafnframt mikið í því að útbúa ljósastýringar fyrir stærri byggingar en þá er átt við forritaðan stjórnbúnað sem getur stýrt allri lýsingu.
Eigendurnir Jóhann og Elma taka á móti okkur og segja frá þeirri gífurlegu þróun sem hefur verið í ljósaheiminum á undanförnum árum og hversu miklu miklu hugviti og reynslu fyrirtækið hefur yfir að búa.
Hvenær: Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 9:00
Skráningarfrestur til og með 24. febrúar.
Sköpunargleði, samvinna og samfélag – heimsókn til Arctic Theory
Við fórum í heimsókn til tölvuleikjafyrirtækisins Arctic Theory í gær. Fyrirtækið hefur verið starfandi frá árinu 2020 og von er á að leikurinn þeirra fari í loftið seinni hluta þessa árs.
Við fórum í heimsókn til tölvuleikjafyrirtækisins Arctic Theory í gær. Fyrirtækið er staðsett i fallega húsinu við Strandgötu 29 og þar tóku eigendurnir þeir Gísli og Matthías á móti hópnum ásamt Ólöfu sem hefur starfað hjá fyrirtækinu allt frá upphafi.
Eftirvænting fyrir leiknum
Arctic Theory hefur verið starfandi frá árinu 2020 og er komið langt með uppbyggingu og þróun á tölvuleiknum sínum sem er þó ekki enn kominn formlega út og hefur heldur ekki fengið nafn, einungis vinnuheiti. Þau eru þó reglulega með svokölluð „public playtests“ og fá þá viðbrögð frá spilurum víðs vegar um heiminn um hvað sé gott og hvað megi betur fara.
Þrátt fyrir að fara ekki endanlega í loftið fyrr en líklega seinni hluta þessa árs hefur leikurinn nú þegar vakið athygli í virtum erlendum miðlum og nokkur eftirvænting nú þegar að myndast. Að sögn Gísla hjálpar það þeim í þessum stóra heimi að stofnendur fyrirtækisins hafa mikla og langa reynslu í tölvuleikjaiðnaðinum og hafa starfað víðs vegar um heiminn þar á meðal við leikina EVE online og Fortnite. Þess má geta að tölvuleikjaiðnaðurinn er orðinn gífurlega stór og er stærri en tónlistar- og kvikmyndaiðnaðurinn til samans.
Í heimsókn okkar fengum við að skyggnast aðeins inn í sýndarheiminn þeirra en þar er lögð áhersla á sköpunargleði, samvinnu og samfélag. Spilarar eiga að vinna saman að því að búa til samfélög, byggja brýr, reisa hús og ýmislegt fleira.
Starfsfólk með ólíkan bakgrunn
Hjá Arctic Theory eru í dag tíu fastir starfsmenn með mjög ólíkan bakgrunn en þar á meðal eru verkfræðingar, forritarar, hönnuðir og listamenn. Þá starfa þau jafnframt með ýmsum verktökum víðs vegar úr heiminum. Gísli sagði að það hafi verið meðvituð ákvörðun hjá þeim félögum að velja gamalt hús og það í Hafnarfirði. Þeir vildu vera í húsi með sjarma þar sem er kósý og þægilegt, eitthvað sem er mikilvægt fyrir sköpunargleðina.
Takk allir sem mættu og takk Gísli, Matthías og Ólöf fyrir að taka á móti okkur. Það verður gaman að fylgjast með ykkur í framtíðinni.
Hvatningarverðlaun - tilnefningar óskast
Sjöunda árið í röð veitum við hvatningarverðlaun til fyrirtækis sem hefur lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Við óskum nú eftir tilnefningum.
Sjöunda árið í röð veitum við hvatningarverðlaun til fyrirtækis sem hefur lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Jafnframt veittum við viðurkenningar til fyrirtækja, félaga eða einstaklinga sem hafa með starfsemi sinni eflt atvinnulíf og bæjaranda í bænum okkar.
Verðlaunin og viðurkenningarnar eru þakklætisvottur markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.
Tilnefningar
Nú er komið að því að tilnefna fyrirtæki, félag eða einstaklinga til þessara verðlauna. Allir geta tilnefnt en nauðsynlegt er að láta röksemdarfærslu fylgja með. Stjórn markaðsstofunnar fer í kjölfarið yfir tilnefningarnar og velur verðlaunahafa úr þeim hópi.
Hægt er að senda inn tilnefningu til og með 31. janúar næstkomandi með því að smella HÉR
Listi yfir aðildarfyrirtæki markaðsstofunnar gæti komið sér vel til að fá hugmyndir.
Verðlaun- og verðlaunaafhending
Tilkynnt verður um verðlaunahafa við hátíðlega athöfn þann 16. febrúar næstkomandi. Þar verður jafnframt veglegt myndband um fyrirtækið sem hlýtur hvatningarverðlaunin frumsýnt.
Fyrrum verðlaunahafar
Á síðasta ári var það Gaflaraleikhúsið sem fékk hvatningarverðlaunin en Betri stofan, BRIKK, Iðnmark og Jónatan Garðarsson fengu einnig viðurkenningu. Hægt er að skoða verðlaunahafa undanfarinna ára hér
Með sköpunargleðina að vopni
Sköpunargleði er forsenda nýsköpunar og fyrirtæki þurfa heldur betur að einbeita sér að henni til þess að ná árangri í ört breytandi umhverfi.
Sköpunargleði er forsenda nýsköpunar og fyrirtæki þurfa heldur betur að einbeita sér að henni til þess að ná árangri í ört breytandi umhverfi.
Rannsóknir benda á að þau fyrirtæki sem eru skapandi vaxa að meðaltali 160% hraðar en þau sem eru það ekki. Aukin sköpunargleði getur ýtt undir meiri starfsánægju, innri hvata, bætt upplifun starfsfólks og aukið helgun þeirra í starfi.
Sköpunargleði hefur verið rannsökuð í marga áratugi og á þessu námskeiði deilir Birna Dröfn með okkur hvað gott er að hafa í huga til þess að nýta og efla sköpunargleði starfsfólks. Þá kynnir hún aðferðir sem þátttakendur geta nýtt sér til þess að sjá ný tækifæri og styðja við sína eigin skapandi hugsun.
Hver
Birna Dröfn Birgisdóttir, sköpunargleðifræðingur hefur þjálfað hundruðir einstaklinga og fyrirtæki í sköpunargleði og rannsakar núna í doktorsnámi sínu við HR hvernig efla megi sköpunargleði á meðal starfsmanna.
Birna Dröfn er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum sem og stjórnendamarkþjálfi. Hún er meðstofnandi Bulby sem er sköpunargleðihugbúnaður sem byggir á rannsökuðum aðferðum til að efla sköpunargleðina.
Hvenær og hvar
Miðvikudaginn 24. maí kl. 9:00-11:00 á Kænunni.
Skráning
Skráning hér að neðan.
Það geta hámark tveir komið frá hverju aðildarfyrirtæki.
Hópbílar - Reynslusaga
Erindi þar sem stiklað verður á stóru í reynslusögu Hópbíla (case studie) sem hefur verið starfandi í hátt í 30 ár og er með yfir 200 starfsmenn.
Erindi þar sem stiklað verður á stóru í reynslusögu Hópbíla (case studie) sem hefur verið starfandi í hátt í 30 ár og er með yfir 200 starfsmenn.
Farið verður yfir sögu fyrirtækisins og hverjar hafa verið þeirra helstu áskoranir og hindranir í gegnum árin. Þá verður farið yfir það hvernig umhverfið hafi breyst á undanförnum árum og hverjar séu þeirra helstu framtíðarpælingar. Að lokum verður rætt um vinnu fyrirtækisins í tengslum við umhverfismál sem skipta gríðarlega miklu máli í þeirra rekstri.
Hver
Pálmar Sigurðsson, skrifstofustjóri Hópbíla
Hvenær og hvar
Fim. 27. apríl kl. 9:00-11:00
Skráning
Skráningarfrestur er til 24. apríl.
Leitarvélarbestun
Hvernig gengur að finna fyrirtækið þitt á vefnum? Það er ekki sjálfgefið að vefir komi ofarlega upp í leitarvélum og mikilvægt að hafa allar stillingar réttar. Námskeið með Óla Jóns um mikilvægi leitarvélarbestunar.
FULLBÓKAÐ - HÆGT AÐ SKRÁ SIG Á BIÐLISTA
Hvernig gengur að finna fyrirtækið þitt á vefnum? Það er ekki sjálfgefið að vefir komi ofarlega upp í leitarvélum og mikilvægt að hafa allar stillingar réttar. Á þessu námskeiði ætlar Óli Jóns, sem hefur starfað í heimi markaðssmála meira og minna frá árinu 2008, að fræða okkur um mikilvægi leitarvélarbestunar.
Hann fer yfir það hvernig leitarvélar virka og hvað leitarvélabestun sé í raun og veru. Þá svarar hann eftirfarandi spurningum:
Eru fleiri leitarvélar en Google?
Hvað er fyrsta skrefið og mikilvægasta varðandi leitarvélabestun?
Hvernig veit ég hver staðan mín er á leitarvélum?
Er best/nauðsynlegt að vera efst?
Hvað get ég gert fyrir minn vef?
Hvernig mæli ég árangurinn?
Hvenær er ég búinn að leitarvélabesta vefinn minn?
Hvenær er tímabært að kaupa utanaðkomandi þjónustu?
Hvað er gott að vita þegar ég kaupi þjónustu í leitarvélabestun?
Að lokum kynnir hann nokkur tól og tæki sem gott er að þekkja.
Hver
Ólafur Jónsson, Managing Director hjá MCM Iceland, ráðgjafi, markaðssetningarþjálfari og hlaðvarpsframleiðandi á Jóns.
Óli hefur sérhæft sig í flestu sem kemur að markaðssetningu á netinu s.s. leitarvélabestun/SEO, Google Ads og auglýsingum á samfélagsmiðlum.
Hvenær og hvar
Þriðjudaginn 28. mars kl. 9:00-11:00 á Kænunni.
Skráning
Fullbókað er á námskeiðið. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að senda póst
Það geta hámark tveir komið frá hverju aðildarfyrirtæki.
Dagskrá fram til sumars
Við í markaðsstofunni erum þess fullviss að með fræðslu, samtali og sterku tengslaneti eflum við og styrkjum samstöðu meðal atvinnurekenda í bænum okkar. Fyrr í mánuðinum kynntum við dagskrá okkar fram í miðjan mars en hér má líta á spennandi viðburði á okkar vegum alveg fram á sumar
Við í markaðsstofunni erum þess fullviss að með fræðslu, samtali og sterku tengslaneti eflum við og styrkjum samstöðu meðal atvinnurekenda í bænum okkar.
Fyrr í mánuðinum kynntum við dagskrá okkar fram í miðjan mars en hér má líta á spennandi viðburði á okkar vegum alveg fram á sumar. Þar á meðal eru áhugaverð námskeið, spennandi fyrirtækjaheimsóknir, hvatningarverðlaunahátið, reynslusaga og ört stækkandi fyrirtækjakaffi.
Nánari upplýsingar um viðburðina má sjá hér að neðan.
Skráning og fyrirvari
Mikilvægt er að skrá sig á námskeið og í fyrirtækjaheimsóknirnar. Þessir viðburðir eru starfsfólki aðildarfyrirtækja að kostnaðarlausu. Fyrirtækjakaffið er hins vegar öllum opið og óþarfi að skrá sig í það.
Dagatal
Við erum búin að setja upp dagatal með öllum okkar viðburðum - við hvetjum fólk til að nýta sér það og setja viðburðina inn í sitt dagatal.
Skráning í markaðsstofuna
Ef þitt fyrirtæki er ekki skráð í markaðstofuna getur þú gert það hér
námskeið og reynslusaga
ATHYGLI OG ÁRANGUR Í MARKAÐSSTARFI
Spennandi námskeið með Gerði í Blush sem hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir skemmtilegt og árangursríkt markaðsstarf en hún var valin markaðsmanneskja ársins 2021 af ÍMARK, samtökum marks- og auglýsingafólks. Þá var fyrirtækið hennar Blush tilnefnt sem eitt af fimm markaðsfyrirtækjum ársins í desember síðastliðnum af ÍMARK.
Á námskeiðinu fer Gerður aðallega yfir þessi fjögur atriði:
Leiðir til að byggja upp sjálfstraust í starfi
Hvaðan koma hugmyndir og tækifæri
Ómælanlegar herferðir
Hvernig setjum við upp einfalt markaðsplan og stefnu til að auðvelda okkur vinnuna
Gerður segist hafa bilaða ástríðu fyrir markaðsmálum, og það sem henni þykir allra skemmtilegast er að notast við einfaldar og ódýrar aðferðir til að ná athygli og árangri i markaðstarfi.
Hver
Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi Blush og markaðsmanneskja ársins 2021 hjá ÍMARK
Hvenær og hvar
Fimmtudaginn 26. janúar kl. 9:00-11:00 á Kænunni.
Skráning
Skráningarfrestur er til og með 20. janúar.
Það má að hámarki skrá tvo frá hverju aðildarfyrirtæki.
Skráning hér
Hvernig gengur að finna fyrirtækið þitt á vefnum? Það er ekki sjálfgefið að vefir komi ofarlega upp í leitarvélum og mikilvægt að hafa allar stillingar réttar. Á þessu námskeiði ætlar Óli Jóns sem hefur starfað í heimi markaðssmála meira og minna frá árinu 2008 að fræða okkur um mikilvægi leitarvélarbestunar.
Hann fer yfir það hvernig leitarvélar virka og hvað leitarvélabestun sé í raun og veru. Þá svarar hann eftirfarandi spurningum:
Eru fleiri leitarvélar en Google?
Hvað er fyrsta skrefið og mikilvægasta varðandi leitarvélabestun?
Hvernig veit ég hver staðan mín er á leitarvélum?
Er best/nauðsynlegt að vera efst?
Hvað get ég gert fyrir minn vef?
Hvernig mæli ég árangurinn?
Hvenær er ég búinn að leitarvélabesta vefinn minn?
Hvenær er tímabært að kaupa utanaðkomandi þjónustu?
Hvað er gott að vita þegar ég kaupi þjónustu í leitarvélabestun?
Að lokum kynnir hann nokkur tól og tæki sem gott er að þekkja.
Hver
Ólafur Jónsson, Managing Director hjá MCM Iceland, ráðgjafi, markaðssetningarþjálfari og hlaðvarpsframleiðandi á Jóns.
Hvenær og hvar
Þriðjudaginn 28. mars kl. 9:00-11:00 á Kænunni.
Skráning
Skráning - skráningarfrestur er til og með 23. mars.
Það geta hámark tveir komið frá hverju aðildarfyrirtæki.
Skráning hér
Erindi þar sem stiklað verður á stóru í reynslusögu Hópbíla (case studie) sem hefur verið starfandi í hátt í 30 ár og er með yfir 200 starfsmenn.
Farið verður yfir sögu fyrirtækisins og hverjar hafa verið þeirra helstu áskoranir og hindranir í gegnum árin. Þá verður farið yfir það hvernig umhverfið hafi breyst á undanförnum árum og hverjar séu þeirra helstu framtíðarpælingar. Að lokum verður rætt um vinnu fyrirtækisins í tengslum við umhverfismál sem skipta gríðarlega miklu máli í þeirra rekstri.
Hver
Pálmar Sigurðsson, skrifstofustjóri Hópbíla
Hvenær og hvar
Fim. 27. apríl
Skráning
Skráningarfrestur er til og með 21. apríl.
Skráning hér
Sköpunargleði er forsenda nýsköpunar og fyrirtæki þurfa heldur betur að einbeita sér að henni til þess að ná árangri í ört breytandi umhverfi.
Rannsóknir benda á að þau fyrirtæki sem eru skapandi vaxa að meðaltali 160% hraðar en þau sem eru það ekki. Aukin sköpunargleði getur ýtt undir meiri starfsánægju, innri hvata, bætt upplifun starfsfólks og aukið helgun þeirra í starfi.
Sköpunargleði hefur verið rannsökuð í marga áratugi og á þessu námskeiði deilir Birna Dröfn með ykkur hvað gott er að hafa í huga til þess að nýta og efla sköpunargleði starfsfólks. Þá kynnir hún aðferðir sem þátttakendur geta nýtt sér til þess að sjá ný tækifæri og styðja við sína eigin skapandi hugsun.
Hver
Birna Dröfn Birgisdóttir, sköpunargleðifræðingur hefur þjálfað hundruðir einstaklinga og fyrirtæki í sköpunargleði og rannsakar núna í doktorsnámi sínu við HR hvernig efla megi sköpunargleði á meðal starfsmanna.
Birna Dröfn er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum sem og stjórnendamarkþjálfi. Hún er meðstofnandi Bulby sem er sköpunargleðihugbúnaður sem byggir á rannsökuðum aðferðum til að efla sköpunargleðina.
Hvenær og hvar
Miðvikudaginn 24. maí kl. 9:00-11:00 á Kænunni.
Skráning
Skráning - skráningarfrestur er til og með 19. maí.
Það geta hámark tveir komið frá hverju aðildarfyrirtæki.
Skráning hér
FYRIRTÆKJAHEIMSÓKNIR
Flúrlampar eða lampar.is bjóða okkur í heimsókn til sín á Reykjavíkurveginn. Þetta fyrirtæki rekur sögu sína aftur til ársins 1977 en starfsemin er afar fjölbreytt í dag. Á fyrstu hæð er verslun, lager og skrifstofur sem kannski margir þekkja en í kjallara hússins er framleiðsla og verkstæði. Þar eru ljós smíðuð frá grunni og nýir ljósgjafar settir í gömul ljós. Þá er fyrirtækið jafnframt mikið í því að útbúa ljósastýringar fyrir stærri byggingar en þá er átt við forritaðan stjórnbúnað sem getur stýrt allri lýsingu.
Eigendurnir Jóhann og Elma taka á móti okkur og segja frá þeirri gífurlegu þróun sem hefur verið í ljósaheiminum á undanförnum árum og hversu miklu miklu hugviti og reynslu fyrirtækið hefur yfir að búa.
Hvenær: Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 9:00
Skráningarfrestur til og með 24. febrúar
Skráning hér
Fjölskyldufyrirtækið Málmsteypan Hella á Kaplahrauni sem hefur verið starfandi í yfir 70 ár tekur á móti okkur og bræðurnir Grétar Már og Leifur Þorvaldssynir kynna starfsemina. Fyrirtækið framleiðir fjölbreyttar vörur fyrir iðnaðarfyrirtæki en einnig hina frægu íslensku pönnukökupönnuna, leiðisplötur og húsnúmer.
Við fáum að skoða verksmiðjuna og heyra þeirra löngu sögu.
Hvenær: Fimmtudaginn 16. mars kl. 9:00
Skráningarfrestur til og með 13. mars
Skráning hér
HAFIÐ FISKVINNSLA
Hafið fiskverslun, sem er leiðandi á innanlandsmarkaði í sölu á ferskum fiski er með höfuðstöðvar sínar á bryggjunni að Fornubúðum 1. Við fáum að koma þangað í heimsókn og eigendurnir þeir Eyjólfur Pálsson og Halldór Halldórsson taka á móti okkur og kynna sína starfsemi. Í Fornubúðum er heildverslun fyrirtækisins, fiskvinnslan sem og skrifstofurnar.
Hvenær: Þriðjudaginn 9. maí kl. 9:00
Skráningarfrestur til og með 5. maí - skrá hér
FYRIRTÆKJAKAFFI
Frábær vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu í Hafnarfirði til að koma saman, styrkja tengslanetið og ræða mál líðandi stundar. Notaleg og óformleg stemmning en umræðuefnið ræðst af því hverjir mæta og brydda upp á efni.
Fyrirtækjaeigendur og lykilstarfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði velkomnir. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar sem og hluti stjórnar verða á staðnum.
Alltaf haldið á Betri stofunni á 7. hæð í Firði. Byrjar klukkan 9:00 og er oftast í um eina klukkustund.
Fyrsti stjórnarfundur ársins
Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fyrsta fundi ársins í síðustu viku. Dagskrá fundarins var nokkuð víðtæk en fjárhagsáætlun, innheimta aðildargjalda, væntanlegur aðalfundur, staða samnings við Hafnarfjarðarbæ og hvatningarverðlaunin voru meðal annars til umræðu.
Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fyrsta fundi ársins í síðustu viku. Dagskrá fundarins var nokkuð víðtæk en fjárhagsáætlun, innheimta aðildargjalda, væntanlegur aðalfundur, staða samnings við Hafnarfjarðarbæ og hvatningarverðlaunin voru meðal annars til umræðu.
Fjárhagsáætlun og aðildargjöld ársins
Í upphafi fundar lagði formaður fram fjárhagsáætlun ársins sem er nokkuð áþekk áætlunum síðustu ára. Fjárframlag Hafnarfjarðarbæjar er hið sama en fjölgun aðildarfyrirtækja hefur verið töluverð og þá er einnig gert ráð fyrir áframhaldandi fjölgun og því ætti að vera mögulegt að halda úti svipuðu starfi og á síðasta ári.
Reikningur fyrir aðildargjaldi ársins sem er 25.000 kr. líkt og í fyrra verður sendur út í lok vikunnar. Að þessu sinni fá rúmlega 140 fyrirtæki sendan reikning. Í upphafi mánaðarins voru fyrirtæki hvött til að hafa samband vildu þau dreifa reikningnum á fleiri greiðslur en lítið sem ekkert hefur verið óskað eftir því.
Hvatningarverðlaun og aðalfundur
Hvatningarverðlaunahátíðin verður haldin fimmtudaginn 16. febrúar næstkomandi og verða með svipuðu sniði og í fyrra. Byrjað verður í næstu viku að óska eftir tilnefningum og líkt og á síðasta ári geta allir sent inn tilnefningu en endaleg ákvörðun um hver hljóti verðlaunin og aðrar viðurkenningar liggur hjá stjórn.
Ákveðið var að halda aðalfund okkar um miðjan apríl, líklega þann 12. apríl en framkvæmdastjóri og formaður skoða það betur.
Samningur við Hafnarfjarðarbæ
Formaður greindi frá því að fjárframlag Hafnarfjarðarbæjar til stofunnar haldist óbreytt sem séu vissulega vonbrigði þar sem við höfðum óskað eftir hærri upphæð enda með fjölmargar hugmyndir sem við viljum gjarnan hrinda í framkvæmd sem og hækkun á ýmsum gjöldum. Lengd samningsins hefur hins vegar ekki verið ákveðin endanlega en formaður er í sambandi við formann bæjarráðs og vonast til að hægt verði að ákveða það og undirrita samning sem fyrst.
Dagskrá, fyrirtækjagleðin og jólagjafahugmyndirnar
Framkvæmdastjóri lagði fram tillögur að tveimur námskeiðum til að halda í mars og maí. Þær tillögur voru báðar samþykktar og framkvæmdastjóri stefnir því að að klára dagskrá fram til vorsins í næstu viku.
Á fundinum bar fyrirtækjagleðin í desember einnig á góma og allir á því að hún hafi heppnast með eindæmum vel og vakið mikla athygli á starfi markaðsstofunnar.
Að lokum sagði framkvæmdstjóri frá því að umfjöllunin um 13 hafnfirskar jólagjafahugmyndir hafið fengið mjög mikla athygli og var listinn skoðaður yfir sex þúsund sinnum sem er meira en hefur verið undanfarin tvö ár.
17 ný aðildarfyrirtæki
Á síðustu tveimur mánuðum hefur orðið mikil fjölgun aðildarfyrirtækja í markaðsstofuna. Síðan um miðjan nóvember höfum við skráð 17 ný fyrirtæki. Við bjóðum þau öll velkomin og gleðjumst ákaflega yfir því hversu ört hópurinn okkar stækkar.
Á síðustu tveimur mánuðum hefur orðið mikil fjölgun aðildarfyrirtækja í markaðsstofuna. Síðan um miðjan nóvember höfum við skráð 17 ný fyrirtæki. Við bjóðum þau öll velkomin og gleðjumst ákaflega yfir því hversu ört hópurinn okkar stækkar.
Með aðild gefst fyrirtækjunum tækifæri til að styrkja sitt tengslanet innan bæjarins og í sameiningu eflum við og styrkjum hafnfirskt atvinnulíf.
Nýju fyrirtækin í stafrófsröð:
Málning og Raflausnir
Starfsfólk þessara fyrirtækja fær nú aðgang að fræðslu og fyrirtækjaheimsóknum markaðsstofunnar og nafn fyrirtækisins er jafnframt komið í pottinn góða þar sem fyrirtæki vikunnar er dregið út.
Vertu með
Við hvetjum rekstraraðila í Hafnarfirði sem ekki eru skráðir í markaðsstofuna að slást í hópinn.