Sköpunargleði er forsenda nýsköpunar og fyrirtæki þurfa heldur betur að einbeita sér að henni til þess að ná árangri í ört breytandi umhverfi.
Rannsóknir benda á að þau fyrirtæki sem eru skapandi vaxa að meðaltali 160% hraðar en þau sem eru það ekki. Aukin sköpunargleði getur ýtt undir meiri starfsánægju, innri hvata, bætt upplifun starfsfólks og aukið helgun þeirra í starfi.
Sköpunargleði hefur verið rannsökuð í marga áratugi og á þessu námskeiði deilir Birna Dröfn með okkur hvað gott er að hafa í huga til þess að nýta og efla sköpunargleði starfsfólks. Þá kynnir hún aðferðir sem þátttakendur geta nýtt sér til þess að sjá ný tækifæri og styðja við sína eigin skapandi hugsun.
Hver
Birna Dröfn Birgisdóttir, sköpunargleðifræðingur hefur þjálfað hundruðir einstaklinga og fyrirtæki í sköpunargleði og rannsakar núna í doktorsnámi sínu við HR hvernig efla megi sköpunargleði á meðal starfsmanna.
Birna Dröfn er viðskiptafræðingur með meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum sem og stjórnendamarkþjálfi. Hún er meðstofnandi Bulby sem er sköpunargleðihugbúnaður sem byggir á rannsökuðum aðferðum til að efla sköpunargleðina.
Hvenær og hvar
Miðvikudaginn 24. maí kl. 9:00-11:00 á Kænunni.
Skráning
Skráning hér að neðan.
Það geta hámark tveir komið frá hverju aðildarfyrirtæki.