Leitarvélarbestun

FULLBÓKAÐ - HÆGT AÐ SKRÁ SIG Á BIÐLISTA

Hvernig gengur að finna fyrirtækið þitt á vefnum? Það er ekki sjálfgefið að vefir komi ofarlega upp í leitarvélum og mikilvægt að hafa allar stillingar réttar. Á þessu námskeiði ætlar Óli Jóns, sem hefur starfað í heimi markaðssmála meira og minna frá árinu 2008, að fræða okkur um mikilvægi leitarvélarbestunar.

Hann fer yfir það hvernig leitarvélar virka og hvað leitarvélabestun sé í raun og veru. Þá svarar hann eftirfarandi spurningum:

  • Eru fleiri leitarvélar en Google?

  • Hvað er fyrsta skrefið og mikilvægasta varðandi leitarvélabestun?

  • Hvernig veit ég hver staðan mín er á leitarvélum?

  • Er best/nauðsynlegt að vera efst?

  • Hvað get ég gert fyrir minn vef?

  • Hvernig mæli ég árangurinn?

  • Hvenær er ég búinn að leitarvélabesta vefinn minn?

  • Hvenær er tímabært að kaupa utanaðkomandi þjónustu?

  • Hvað er gott að vita þegar ég kaupi þjónustu í leitarvélabestun?

Að lokum kynnir hann nokkur tól og tæki sem gott er að þekkja.

Hver
Ólafur Jónsson, Managing Director hjá MCM Iceland, ráðgjafi, markaðssetningarþjálfari og hlaðvarpsframleiðandi á Jóns.

Óli hefur sérhæft sig í flestu sem kemur að markaðssetningu á netinu s.s. leitarvélabestun/SEO, Google Ads og auglýsingum á samfélagsmiðlum.

Hvenær og hvar
Þriðjudaginn 28. mars kl. 9:00-11:00 á Kænunni. 

Skráning
Fullbókað er á námskeiðið. Hægt er að skrá sig á biðlista með því að senda póst
Það geta hámark tveir komið frá hverju aðildarfyrirtæki.