Heimsókn til Flúrlampa

Fjölskyldufyrirtækið Flúrlampar eða lampar.is bjóða okkur í heimsókn til sín á Reykjavíkurveginn. Þetta fyrirtæki rekur sögu sína aftur til ársins 1977 en starfsemin er afar fjölbreytt í dag. Á fyrstu hæð er verslun, lager og skrifstofur sem kannski margir þekkja en í kjallara hússins er framleiðsla og verkstæði. Þar eru ljós smíðuð frá grunni og nýir ljósgjafar settir í gömul ljós. Þá er fyrirtækið jafnframt mikið í því að útbúa ljósastýringar fyrir stærri byggingar en þá er átt við forritaðan stjórnbúnað sem getur stýrt allri lýsingu.

Eigendurnir Jóhann og Elma taka á móti okkur og segja frá þeirri gífurlegu þróun sem hefur verið í ljósaheiminum á undanförnum árum og hversu miklu miklu hugviti og reynslu fyrirtækið hefur yfir að búa.

Hvenær: Þriðjudaginn 28. febrúar kl. 9:00
Skráningarfrestur til og með 24. febrúar.