Málmsteypan Hella býður í heimsókn

Fjölskyldufyrirtækið Málmsteypan Hella á Kaplahrauni, sem hefur verið starfandi í yfir 70 ár, tekur á móti okkur og bræðurnir Grétar Már og Leifur Þorvaldssynir kynna starfsemina. Fyrirtækið framleiðir fjölbreyttar vörur fyrir iðnaðarfyrirtæki en einnig hina frægu íslensku pönnukökupönnu, leiðisplötur og húsnúmer.

Við fáum að skoða verksmiðjuna og heyra þeirra löngu sögu.

Hvenær: Fimmtudaginn 16. mars kl. 9:00
Skráningarfrestur til og með 14. mars