
MSH FRÉTTIR
Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði
Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði verður valið þriðjudaginn 9. apríl við hátíðlega athöfn í Hafnarborg.
FYRIRTÆKI ÁRSINS Í HAFNARFIRÐI
Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði verður valið með pompi og prakt þriðjudaginn 9. apríl við í Hafnarborg. Dagskráin er svo sannarlega ekki af verri endanum. Boðið verður upp á sérlega gómsætar veitingar í föstu og fljótandi formi. Einnig verður uppistand með hinum eina sanna Frímanni Gunnarssyni. Gestir verða svo leystir út með veglegum gjafapoka. Það má enginn missa af þessari gleði!
Hvatningarverðlaun markaðsstofunnar voru fyrst afhent árið 2017 en þau verðlaun eru núna nefnd Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði.Í tilefni þessarar nýungar verður mikil stemmning og stuð og hvetjum við sem flesta til að mæta. Verðlaun og viðurkenningar eru veittar fyrirtækjum sem hafa lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Þau eru þakklætisvottur fyrir óeigingjarnt og frábært starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.
Dagskrá
17:00 - Húsið opnar & fordrykkur
17:30 - Fyrirtæki ársins valið
18:00 - Léttar veitingar
18:10 - Uppistand með Frímanni Gunnarssyni
19:00 - Viðburði lýkur
Gestir fá veglega gjafapoka áður en heim er haldið
Hvenær og hvar
Þriðjudaginn 9. apríl kl. 17:00 – 19:00 í Hafnarborg
Skráning
Skráningarfrestur til og með 8. apríl.
Tilnefningar
Markaðsstofu Hafnarfjarðar barst fjölmargar tilnefningar og eru þau fimm fyrirtæki sem hlutu flestar tilnefningar eftirfarandi:
Mynd efst: LinkedIn Sales Solutions on Unsplash
15. janúar 2024
Þóra Hrund til liðs við Markaðsstofu Hafnarfjarðar
Námskeið þar sem farið verður yfir hvað gervigreind er í raun og veru og hvernig við getum nýtt hana.
Stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar hefur fengið Þóru Hrund Guðbrandsdóttur til að leiða starf markaðsstofunnar.
Þóra Hrund tekur við af Thelmu Jónsdóttur sem stýrt hefur starfi markaðsstofunnar frá árinu 2020 en hún lét af störfum í febrúar. Markaðsstofa Hafnarfjarðar hefur undir stjórn Thelmu vaxið og dafnað verulega og þakkar stjórn MSH henni fyrir vel unnin störf og óskar henni velfarnaðar í nýjum verkefnum.
Þóra Hrund hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og viðburðastjórnun en hún starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri Ímark 2020-2023. Þóra Hrund er viðskipta- og markaðsfræðingur að mennt með meistaragráðu í stjórnun, stefnumótun ásamt því að vera markþjálfi.
Stjórn MSH býður Þóru Hrund velkomna til starfa og hlakkar til að takast á við ný og spennandi verkefni sem framundan eru. Framtíðarsýn MSH er að efla enn frekar starfsemina, koma betur til móts við þarfir aðildarfyrirtækja, styrkja tengsl þeirra og umfram allt kynna fjölbreytt og öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði.
Spennandi vordagskrá er framundan, m.a. LinkedIN námskeið sem haldið verður þriðjudaginn 12. mars en LinkedIn þykir einn öflugasti miðillinn í að styrkja tengslanet og skapa ný tækifæri á markaði. Þá má sérstaklega nefna val á Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði sem tilkynnt verður þriðjudaginn 9. apríl. Þessi skemmtilegi viðburður verður nánar kynntur á næstu dögum en fjöldi aðildarfyrirtækja tók þátt í valinu og verður spennandi að sjá hvaða fyrirtæki hlýtur í fyrsta sinn nafnbótina FYRIRTÆKI ÁRSINS.
Fyrirtækjakaffi 6. mars 2024
06. mars 2024
Fyrirtækjakaffi 6. mars
MSH minnir á fyrirtækjakaffið sem er í fyrramálið á Betri Stofunni klukkan 9:00.
Allir eru velkomnir - Hvort sem þú hefur mætt áður eða aldrei komið, þá viljum við sjá ÞIG og þitt lykilstarfsfólk.
Í fyrirtækjakaffinu er hægt að styrkja tengslanetið sitt og kynna sitt fyrirtæki.
Já eða bara koma sér vel fyrir með góðan kaffibolla og hlusta á skemmtilegar reynslusögur.
Það sem einkennir fyrirtækjakaffi MSH er hvað það er fjölbreytt og lifandi.
Skemmtilegar umræður myndast, fólk deilir góðum ráðum og myndar sterk sambönd - sem stundum enda með viðskiptum að einhverjum toga.
Starf markaðsstofunnar hefur dafnað gríðarlega vel að undanförnu og hópurinn okkar stækkað og eflst mikið. Samstaða og hjálpsemi milli fyrirtækja í Hafnarfirði hefur verið til fyrirmyndar.
Hlökkum til að sjá þig!
Öflug og skemmtileg dagskrá framundan
Við í markaðsstofunni förum full tilhlökkunar inn í nýtt ár og hlökkum til að halda áfram að efla og styrkja samstöðu meðal hafnfirskra atvinnurekenda. Það gerum við með því að hittast, fræðast, eiga samtöl og efla tengsl. Við höfum því sett saman öfluga og skemmtilega dagskrá fram á vor.
15. janúar 2024
Við í markaðsstofunni förum full tilhlökkunar inn í nýtt ár og ætlum að halda áfram að efla og styrkja samstöðu meðal hafnfirskra fyrirtækja. Það gerum við með því að hittast, fræðast, eiga samtöl og efla tengsl. Við höfum því sett saman öfluga og skemmtilega dagskrá fram á vor.
Við ríðum á vaðið með fyrirtækjakaffi á fimmtudag og námskeið um gervigreind í næstu viku.
Skráning
Mikilvægt er að skrá sig á námskeið og í fyrirtækjaheimsóknirnar. Aðgangur að þessum viðburðum er innifalinn í árgjaldi. Fyrirtækjakaffið er hins vegar öllum opið og óþarfi að skrá sig í það.
JANÚAR 2024
18. janúar Fyrirtækjakaffi
24. janúar Námskeið - Gervigreind á hraðferð
FEBRÚAR 2024
6. febrúar Fyrirtækjakaffi með kaffigesti – Guðbjörg Oddný og Sunna
MARS 2024
6. mars Fyrirtækjakaffi
12. mars Námskeið – LinkedIN: styrktu tengslanetið og gríptu tækifærin á þínum markaði
20. mars Síðdegis fyrirtækjakaffi - fyrirtækjakokteill
APRÍL 2024
9. apríl Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði
11. apríl Fyrirtækjakaffi með kaffigesti
17. apríl Fyrirtækjaheimsókn – 64° distellery
30. apríl Námskeið – nánar auglýst síðar
MAÍ 2024
8. maí Fyrirtækjakaffi
23. maí Partýbingó með Gunnellu í Ægir 220
Fyrirtækjaheimsókn – ICELANDAIR flight training
Aðalfundur Markaðstofu Hafnarfjarðar
Dagatal
Við erum búin að setja upp dagatal með öllum okkar viðburðum - við hvetjum fólk til að nýta sér það og setja viðburðina inn í sitt dagatal.
Viðburðarsíða
Annars er auðvelt að sjá alla dagskrána á síðunni okkar: Viðburðir á næstunni.
Skráning í markaðsstofuna
Ef þitt fyrirtæki er ekki skráð í markaðstofuna getur þú gert það hér
Skemmtileg og lífleg fræðsla um gervigreind
Mikil ánægja með námskeiðið okkar Gervigreind á hraðferð sem við héldum fyrir starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar.
Í gær héldum við námskeiðið Gervigreind á hraðferð fyrir starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar.
Fyrirlesarinn var Steinn Örvar Bjarnason, tölvunarfræðingur sem fór yfir það hvað gervigreind er í raun og veru og á hvaða hraðferð hún er núna í upphafi árs 2024. Hann sýndi hvernig hægt er að nýta hana við að búa til texta, myndir og hljóð og hvernig hún geti auðveldað okkur ýmislegt í starfi ásamt því að geta kennt okkur fjölmargt. Þá talaði Steinn um að þróunin væri mjög hröð og mikilvægt sé að vera gagnrýnin þar sem gervigreindin getur líka byrjað að bulla. Hún sé nefnilega sniðug á sumum sviðum en jafnframt hættuleg á öðrum.
Skemmtilegt og líflegt
Það var mikil ánægja með námskeiðið og þá sérstaklega með Stein sem fyrirlesara en í námsmati sem við gerðum í lokin sögðust 95% þátttakenda vera ánægð með hann og þar af 85% mjög ánægð. Þá voru nokkrir sem komu ánægju sinni með námskeiðið á framfæri með eftirfarandi orðum:
Skemmtileg og lífleg fræðsla um mikilvægt málefni sem mun nýtast vel í starfi í framtíðinni
Virkilega áhugavert og sett fram á skemmtilegan hátt
Sérstaklega góður kennari
Frábært námskeið
Mjög flott og áhugavert námskeið
Ímyndunaraflið mikilvægt
Við þökkum þeim sem mættu fyrir komuna og vonum að allir verði duglegir að nýta sér gervigreindina í framtíðinni og muni að nýta sér ímyndunaraflið. Það var annars greinilega einhver strax farin að nýta sér gervigreindina við gerð námsmatsins og kom með fullt af flottum hugmyndum að framtíðar námskeiðum markaðsstofunnar okkur til mikillar ánægju. Að lokum þökkum við Steini fyrir frábæra fræðslu og komuna í Hafnarfjörðinn.
Níu ný fyrirtæki
Starf markaðsstofunnar hefur dafnað gríðarlega vel að undanförnu og hópurinn okkar stækkað og eflst. Frá því í byrjun desember hafa níu ný fyrirtæki bæst í okkar öfluga hóp.
Starf markaðsstofunnar hefur dafnað gríðarlega vel að undanförnu og hópurinn okkar stækkað og eflst. Frá því í byrjun desember hafa níu ný fyrirtæki bæst í okkar öfluga hóp. Við bjóðum þau velkomin og hlökkum til að kynnast þeim.
Nýju fyrirtækin eru:
· A Hansen
· Kaki
· KFC
· Studio F
· Ægir 220
· 3xT
Með aðild gefst fyrirtækjunum tækifæri til að styrkja sitt tengslanet innan bæjarins og í sameiningu eflum við og styrkjum hafnfirskt atvinnulíf.
Starfsfólk þessara fyrirtækja fær nú aðgang að fræðslu og fyrirtækjaheimsóknum markaðsstofunnar. Nafn þessar fyrirtækja eru jafnframt komin í pottinn góða þar sem fyrirtæki vikunnar er dregið út.
Vertu með
Við hvetjum rekstraraðila í Hafnarfirði sem ekki eru skráðir í markaðsstofuna að slást í hópinn.
Skráning í Markaðsstofu Hafnarfjarðar
Ljósmynd efst: Olga Björt
Fyrirtæki ársins - tilnefningar óskast
Hvaða hafnfirska fyrirtæki hefur lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum og ætti að vera útnefnt Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði?
18. janúar 2024
Hvaða hafnfirska fyrirtæki hefur lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum og ætti að vera útnefnt Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði?
Áttunda árið í röð höldum við hvatningarverðlaunahátíð þar sem við veitum verðlaun og viðurkenningar til hafnfirska fyrirtækja. Nú hefur verið ákveðið að útnefna Fyrirtæki ársins ásamt því að veita viðurkenningar til fyrirtækja, nýliða eða frumkvöðuls sem hafa með starfsemi sinni eflt atvinnulíf og bæjaranda í Hafnarfirði.
Tilnefningar
Allir geta tilnefnt en nauðsynlegt er að láta röksemdarfærslu fylgja með. Stjórn markaðsstofunnar fer í kjölfarið yfir tilnefningarnar og velur verðlaunahafa úr þeim hópi.
Hægt er að senda inn tilnefningu til 17. mars næstkomandi með því að smella HÉR
Listi yfir aðildarfyrirtæki markaðsstofunnar gæti komið sér vel til að fá hugmyndir.
Verðlaun- og verðlaunaafhending
Þessi verðlaun eru þakklætisvottur markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi. Tilkynnt verður um verðlaunahafa við hátíðlega athöfn þann 15. febrúar næstkomandi. Þar verður jafnframt veglegt myndband um fyrirtæki ársins frumsýnt.
Fyrrum verðlaunahafar
Á síðasta ári var það Fjarðarkaup sem fékk hvatningarverðlaunin en Jólaþorpið, Ísfell, Litla Hönnunar Búðin og Guðmundur Fylkisson fengu einnig viðurkenningu. Hægt er að skoða verðlaunahafa undanfarinna ára hér
Nokkrar myndir frá verðlaunahátíðinni í fyrra.
Fyrsta fyrirtækjakaffi ársins
Fyrsta fyrirtækjakaffi ársins verður haldið fimmtudaginn 18. janúar kl. 9:00 á Betri Stofunni.
15. janúar 2024
Fyrsta fyrirtækjakaffi ársins verður haldið fimmtudaginn 18. janúar kl. 9:00 á Betri Stofunni.
Frábær vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu í Hafnarfirði til að koma saman, styrkja tengslanetið og ræða mál líðandi stundar. Notaleg og óformleg stemmning en umræðuefnið ræðst af því hverjir mæta og brydda upp á efni.
Fyrirtækjaeigendur og lykilstarfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði velkomnir. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar sem og hluti stjórnar verða á staðnum. Við hlökkum til að sjá sem flesta.
Gervigreind á hraðferð
Námskeið þar sem farið verður yfir hvað gervigreind er í raun og veru og hvernig við getum nýtt hana.
Námskeið þar sem farið verður yfir hvað gervigreind er í raun og veru og á hvaða hraðferð hún er núna í upphafi árs 2024. Hvernig við getum nýtt hana sem tæki til að gera starf okkar markvissara og ná árangri. Þá verður einnig farið inn á hvað beri helst að varast. Gervigreindin er nefnilega sniðug á sumum sviðum en hættuleg á öðrum og því er betra að kynna sér þessa nýjung mjög vel.
Á námskeiðinu verður einnig fjallað um hvernig best sé að byrja að nota gervigreindarþjónustur líkt og ChatGPT og MScopilot.
Hver
Steinn Örvar Bjarnason, tölvunarfræðingur er Lead product development engineer hjá Advania og sér þar um innleiðingu og þróun á nýjum vörum en einnig innleiðingu nýrrar tækni, þar á meðal gervigreind. Hann lauk nýlega krefjandi námi hjá Cisco og hlaut æðstu gráðu sem hægt er að fá þaðan.
Sérþekking Steins Örvars nýtist vel í netdeild Advania sem rekur og hýsir netkerfi fjölmargra fyrirtækja og stofnanna. Steinn hefur haldið fjölmarga fyrirlestra um gervigreind bæði hér heima og erlendis.
Hvenær og hvar
Miðvikudaginn 24. janúar kl. 9:00 – 11:00 á Kænunni
Skráning
Skráningarfrestur til 22. janúar.
Mynd efst Growtika on Unsplash
15. janúar 2024
Fyrirtækjakaffi með kaffigestum - Guðbjörg Oddný og Sunna
Fyrirtækjakaffi með kaffigestunum Guðbjörg Oddný, formanni menningar- og ferðamálanefndar sem og umhverfis- og framkvæmdaráðs. Með henni verður Sunna Magnúsdóttir verkefnastjóri menningar og ferðamála hjá Hafnarfjarðarbæ.
Síðastliðið haust byrjuðum við á að fá til okkar kaffigest í Fyrirtækjakaffið og vakti það mikla lukku. Eftir góða heimsókn frá Rósu bæjarstjóra í september kom upp ósk að fá fleiri aðila frá Hafnarfjarðarbæ til að koma á framfæri hvað liggi hafnfirskum fyrirtækjaeigendum á hjarta.
Að þessu sinni kemur til okkar Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, formaður menningar- og ferðamálanefndar sem og umhverfis- og framkvæmdaráðs. Með henni verður Sunna Magnúsdóttir verkefnastjóri menningar og ferðamála hjá Hafnarfjarðarbæ. Þær tvær hafa meðal annars yfirumsjón með jólaþorpinu og úthlutun á styrkjum til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í Hafnarfirði.
Fyrirtækjakaffið verður haldið þriðjudaginn 6. febrúar kl. 9:00 í Betri stofunni og hvetjum við sem flesta til að mæta.
Styrkja tengslanetið
Fyrirtækjakaffi er annars frábær vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu í Hafnarfirði til að koma saman, styrkja tengslanetið og ræða mál líðandi stundar. Fyrirtækjaeigendur og lykilstarfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði velkomnir. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar sem og hluti stjórnar verða á staðnum.
Guðbjörg Oddný og Sunna