FYRIRTÆKI ÁRSINS Í HAFNARFIRÐI
Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði verður valið með pompi og prakt þriðjudaginn 9. apríl við í Hafnarborg. Dagskráin er svo sannarlega ekki af verri endanum. Boðið verður upp á sérlega gómsætar veitingar í föstu og fljótandi formi. Einnig verður uppistand með hinum eina sanna Frímanni Gunnarssyni. Gestir verða svo leystir út með veglegum gjafapoka. Það má enginn missa af þessari gleði!
Hvatningarverðlaun markaðsstofunnar voru fyrst afhent árið 2017 en þau verðlaun eru núna nefnd Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði.Í tilefni þessarar nýungar verður mikil stemmning og stuð og hvetjum við sem flesta til að mæta. Verðlaun og viðurkenningar eru veittar fyrirtækjum sem hafa lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Þau eru þakklætisvottur fyrir óeigingjarnt og frábært starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.
Dagskrá
17:00 - Húsið opnar & fordrykkur
17:30 - Fyrirtæki ársins valið
18:00 - Léttar veitingar
18:10 - Uppistand með Frímanni Gunnarssyni
19:00 - Viðburði lýkur
Gestir fá veglega gjafapoka áður en heim er haldið
Hvenær og hvar
Þriðjudaginn 9. apríl kl. 17:00 – 19:00 í Hafnarborg
Skráning
Skráningarfrestur til og með 8. apríl.
Tilnefningar
Markaðsstofu Hafnarfjarðar barst fjölmargar tilnefningar og eru þau fimm fyrirtæki sem hlutu flestar tilnefningar eftirfarandi:
Mynd efst: LinkedIn Sales Solutions on Unsplash
15. janúar 2024