06. mars 2024
Fyrirtækjakaffi 6. mars
MSH minnir á fyrirtækjakaffið sem er í fyrramálið á Betri Stofunni klukkan 9:00.
Allir eru velkomnir - Hvort sem þú hefur mætt áður eða aldrei komið, þá viljum við sjá ÞIG og þitt lykilstarfsfólk.
Í fyrirtækjakaffinu er hægt að styrkja tengslanetið sitt og kynna sitt fyrirtæki.
Já eða bara koma sér vel fyrir með góðan kaffibolla og hlusta á skemmtilegar reynslusögur.
Það sem einkennir fyrirtækjakaffi MSH er hvað það er fjölbreytt og lifandi.
Skemmtilegar umræður myndast, fólk deilir góðum ráðum og myndar sterk sambönd - sem stundum enda með viðskiptum að einhverjum toga.
Starf markaðsstofunnar hefur dafnað gríðarlega vel að undanförnu og hópurinn okkar stækkað og eflst mikið. Samstaða og hjálpsemi milli fyrirtækja í Hafnarfirði hefur verið til fyrirmyndar.
Hlökkum til að sjá þig!