15. janúar 2024
Við í markaðsstofunni förum full tilhlökkunar inn í nýtt ár og ætlum að halda áfram að efla og styrkja samstöðu meðal hafnfirskra fyrirtækja. Það gerum við með því að hittast, fræðast, eiga samtöl og efla tengsl. Við höfum því sett saman öfluga og skemmtilega dagskrá fram á vor.
Við ríðum á vaðið með fyrirtækjakaffi á fimmtudag og námskeið um gervigreind í næstu viku.
Skráning
Mikilvægt er að skrá sig á námskeið og í fyrirtækjaheimsóknirnar. Aðgangur að þessum viðburðum er innifalinn í árgjaldi. Fyrirtækjakaffið er hins vegar öllum opið og óþarfi að skrá sig í það.
JANÚAR 2024
18. janúar Fyrirtækjakaffi
24. janúar Námskeið - Gervigreind á hraðferð
FEBRÚAR 2024
6. febrúar Fyrirtækjakaffi með kaffigesti – Guðbjörg Oddný og Sunna
MARS 2024
6. mars Fyrirtækjakaffi
12. mars Námskeið – LinkedIN: styrktu tengslanetið og gríptu tækifærin á þínum markaði
20. mars Síðdegis fyrirtækjakaffi - fyrirtækjakokteill
APRÍL 2024
9. apríl Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði
11. apríl Fyrirtækjakaffi með kaffigesti
17. apríl Fyrirtækjaheimsókn – 64° distellery
30. apríl Námskeið – nánar auglýst síðar
MAÍ 2024
8. maí Fyrirtækjakaffi
23. maí Partýbingó með Gunnellu í Ægir 220
Fyrirtækjaheimsókn – ICELANDAIR flight training
Aðalfundur Markaðstofu Hafnarfjarðar
Dagatal
Við erum búin að setja upp dagatal með öllum okkar viðburðum - við hvetjum fólk til að nýta sér það og setja viðburðina inn í sitt dagatal.
Viðburðarsíða
Annars er auðvelt að sjá alla dagskrána á síðunni okkar: Viðburðir á næstunni.
Skráning í markaðsstofuna
Ef þitt fyrirtæki er ekki skráð í markaðstofuna getur þú gert það hér