MSH FRÉTTIR

Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Agndofa gestir eftir fróðlega heimsókn

Í vikunni fór hópur fulltrúa aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar í heimsókn til Flúrlampa, líka nefnt lampar.is, á Reykjavíkurveginum. Það má með sanni segja að gestirnir hafi verið hálf agndofa yfir öllu því sem fyrirtækið gerir.

Í vikunni fór hópur fulltrúa aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar í heimsókn til Flúrlampa, líka nefnt lampar.is, á Reykjavíkurveginum. Eigendurnir Jóhann Lúðvík Haraldsson og Elma Björk Júlíusdóttir tóku á móti okkur, sögðu frá starfseminni og leiddu hópinn um allt fyrirtækið.

Ástríða fyrir verkefnunum

Flúrlampar rekja sögu sína allt aftur til ársins 1977 en Jóhann keypti fyrirtækið árið 2003 og töluverð þróun hefur átt sér stað á undanförnum árum. Þau voru áður til húsa á Kaplahrauni en fluttu á Reykjavíkurveginn árið 2017 og eru þar núna með um 1000 fermetra húsnæði og þyrftu helst að bæta við sig enn fleiri fermetrum.

Á fyrstu hæð er verslun, lager og skrifstofur en smásalan er einungis lítill hluti af starfseminni. Sérstaða þeirra byggist einna helst á getunni til að sérsmíða lampa fyrir ólíkar aðstæður og viðgerðum og endurbótum á eldri lömpum. Stór hluti starfseminnar eru ljósastýringar fyrir minni og stærri byggingar, en það er forritanlegur stjórnbúnaður fyrir lýsingu. Listinn yfir þær byggingar sem fyrirtækið hefur unnið í var ansi langur en þar á meðal er Harpan, Laugardalshöll, Bláa Lónið og fjöldinn allur af skólum, verslunarmiðstöðvum og hótelum auk fjölda einkaheimila.

Jóhann sagði frá verkefnum fyrirtækisins af mikilli ástríðu og stolti og nefndi sem dæmi að þau hefðu nýverið smíðað stærsta lampa sem þau hafa nokkurn tímann smíðað fyrir sýningarnar Ellen B og Ex sem eru um þessar mundir í Þjóðleikhúsinu. Þá má með sanni segja að gestirnir hafi verið hálf agndofa yfir öllu því sem fyrirtækið gerir.

Þarf ekki alltaf að kaupa nýtt

Eftir kynningu Jóhanns fór hópurinn niður í kjallara hússins þar sem finna má framleiðsludeildina og verkstæði. Þar eru ljós smíðuð frá grunni og nýir ljósgjafar settir í gömul ljós. „Það þarf ekki alltaf að kaupa nýtt“, sagði Jóhann ítrekað og sýndi sem dæmi útiljós sem eigendur héldu að þau þyrftu að henda en var nú búið að hreinsa og duftlakka og setja í nýjan led ljósgjafa.

Þarna mátti líka finna stórt dufthúðunarverkstæði þar sem ljós, handrið og ýmislegt fleira er dufthúðað í næstum öllum regnbogans litum.  

Fundir framundan

Við þökkum Jóhanni og Elmu fyrir að taka á móti okkur. Það var afar áhugavert að heyra um allt hugvitið og reynsluna sem fyrirtækið hefur yfir að búa. Við teljum nokkuð víst að nokkrir af þeim gestum sem komu bóki fund hjá Flúrlömpum fljótlega.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Sex ný aðildarfyrirtæki

Við gleðjumst alltaf yfir því þegar ný fyrirtæki skrá sig í markaðsstofuna. Í febrúar bættust sex fyrirtæki í okkar góða hóp. Við bjóðum þau velkomin í markaðsstofuna og hlökkum til að kynnast þeim.

Við gleðjumst alltaf yfir því þegar ný fyrirtæki skrá sig í markaðsstofuna. Í febrúar bættust sex fyrirtæki í okkar góða hóp. Við bjóðum þau velkomin í markaðsstofuna og hlökkum til að kynnast þeim.

Nýju fyrirtækin eru:

·         Farver málningarvörur

·         Kjötkompaní

·         KPMG - Hafnarrfjarðarskrifstofa

·         Músík og Sport

·         TACTICA

·         Volt

Með aðild gefst fyrirtækjunum tækifæri til að styrkja sitt tengslanet innan bæjarins og í sameiningu eflum við og styrkjum hafnfirskt atvinnulíf.

Starfsfólk þessara fyrirtækja fær nú aðgang að fræðslu og fyrirtækjaheimsóknum markaðsstofunnar – yfirlit yfir viðburði framundan. Nafn þessar fyrirtækja eru jafnframt komin í pottinn góða þar sem fyrirtæki vikunnar er dregið út.

Listi yfir aðildarfyrirtæki.

Vertu með

Við hvetjum rekstraraðila í Hafnarfirði sem ekki eru skráðir í markaðsstofuna að slást í hópinn.

Skráning í Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Fyrirtækjakaffi í marsmánuði

Fyrirtækjakaffi marsmánaðar verður haldið miðvikudaginn 8. mars næstkomandi kl. 9:00 á Betri Stofunni.

Fyrirtækjakaffi marsmánaðar verður haldið miðvikudaginn 8. mars næstkomandi kl. 9:00 á Betri Stofunni.

Frábær vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu í Hafnarfirði til að koma saman, styrkja tengslanetið og ræða mál líðandi stundar. Notaleg og óformleg stemmning en umræðuefnið ræðst af því hverjir mæta og brydda upp á efni.

Fyrirtækjaeigendur og lykilstarfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði velkomnir. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar sem og hluti stjórnar verða á staðnum. Við hlökkum til að sjá sem flesta.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Fyrirtækjaheimsókn - Hafið fiskverslun

Hafið fiskverslun er með höfuðstöðvar sínar á bryggjunni að Fornubúðum 1. Við fáum að koma þangað í heimsókn sem heildverslun fyrirtækisins, fiskvinnslan sem og skrifstofurnar eru til húsa.

Hafið fiskverslun, sem er leiðandi á innanlandsmarkaði í sölu á ferskum fiski er með höfuðstöðvar sínar á bryggjunni að Fornubúðum 1. Við fáum að koma þangað í heimsókn og eigendurnir þeir Eyjólfur Pálsson og Halldór Halldórsson taka á móti okkur og kynna sína starfsemi. Í Fornubúðum er heildverslun fyrirtækisins, fiskvinnslan sem og skrifstofurnar.

Hvenær: Heimsókn frestað fram á haustið. Nánari upplýsingar síðar.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Fjarðarkaup fékk hvatningarverðlaunin

Hvatningaverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru veitt í sjöunda sinn í gær við hátíðlega og skemmtilega athöfn. Fjarðarkaup, sem fagnar 50 ára afmæli í sumar,  fékk hvatningaverðlaunin að þessu sinni.

Hvatningaverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru veitt í sjöunda sinn í gær við hátíðlega og skemmtilega athöfn í Hafnarborg.

Fjarðarkaup, sem fagnar 50 ára afmæli í sumar,  fékk hvatningaverðlaunin að þessu sinni meðal annars fyrir frábært vöruúrval, vinalega og góða þjónustu og fyrir að gera verslunarferðirnar skemmtilegri enda umlykur einhver sérstakur andi og stemmning búðina og margir tala um að það sé alltaf einstök upplifun að fara í Fjarðarkaup.

Við athöfnin voru einnig veitar viðurkenningar til fjögurra aðila fyrir starfsemi í þágu eflingar atvinnulífs og bæjaranda í Hafnarfirði. Þær hlutu Litla hönnunar búðin, Ísfell, Jólaþorpið og Guðmundur Fylkisson. Umsagnir um alla verðlaunahafana má sjá hér að neðan.

Valið ekki auðvelt

Verðlaunin eru veitt ár hvert fyrirtæki, einstakling eða stofnun fyrir að lyfta bæjaranda Hafnarfjarðar upp með starfsemi sinni og athöfnum. Þau eru þakklætisvottur markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.

Líkt og á síðasta ári gátu allir sent inn tilnefningar og í ár voru hátt í 30 fyrirtæki eða einstaklingar tilnefndir. Stjórn markaðsstofunnar tók endanlega ákvörðun um hver ætti að hljóta verðlaunin í ár en valið var alls ekki auðvelt enda fjölmörg frábær fyrirtæki í Hafnarfirði en eftir nokkrar vangaveltur komst stjórn að niðurstöðu.

Gleði og góð mæting

Það var vel mætt á hátíðina og verðlaunahöfum ákaft fagnað. Sveinn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri Fjarðarkaupa hélt kraftmikla og ákaflega skemmtilega og hvetjandi þakkarræðu viðstöddum til mikillar gleði.  Eftir formlega athöfn gæddu gestir sér að veitingum frá Kökulist og nutu samvista undir fögrum tónum Rebekku Blöndal og Andrésar Þórs, fyrrum bæjarlistarmanns Hafnarfjarðar en þau tóku einnig eitt lag við upphaf athafnarinnar.

Hér eru umsagnir um viðurkenningarhafana:

Fjarðarkaup

Fjarðarkaup er handhafi Hvatningarverðlauna Markaðsstofu Hafnarfjarðar árið 2023.

Þetta farsæla fjölskyldufyrirtæki, sem fagnar 50 ára afmæli í sumar, er vissulega hornsteinn verslunar og þjónustu í Hafnarfirði og einnig eitt þeirra fyrirtækja sem Hafnfirðingar eru hvað stoltastir af.

Fjarðarkaup fær þessi verðlaun fyrir frábært vöruúrval, vinalega og góða þjónustu og fyrir að gera verslunarferðirnar skemmtilegri. Það er einhver sérstakur andi og stemmning sem umlykur búðina og margir tala um að það sé alltaf einstök upplifun að fara í Fjarðarkaup. Búðarferðir verða reyndar stundum aðeins lengri, enda hittist fólk þar gjarnan og spjallar. Fjarðarkaup er nefnilega líka á sinn hátt félagsmiðstöð bæjarins.

Í þessari einstöku verslun eru eigendurnir einnig sýnilegir og ganga greinilega í hin ýmsu störf. Í dag starfa þrjú af fjórum börnum þeirra Sigurbergs og Ingibjargar í versluninni og næsta kynslóð er einnig farin að láta til sín taka. Það er greinilegt að þeirra starf er vel metið, eða eins og segir í einum rökstuðningi sem við fengum sendan: „Upplifunin er ávallt sú að stjórnendur Fjarðarkaupa taka þetta extra skref til þess að fara fram úr væntingum.“

Stjórn Markaðsstofu Hafnarfjarðar óskar Fjarðarkaupum til hamingju með verðlaunin, og er þakklát fyrir að hafa þessa frábæru verslun í bænum. Við vonum jafnframt að verðlaunin verði þeim hvatning til að starfa áfram af sömu ástríðu og metnaði.

MYNDBAND UM FJARÐARKAUP - unnið af Sturlu Skúlasyni.


Litla Hönnunar Búðin

Litla Hönnunar Búðin hefur verið ómissandi hluti af Strandgötunni í rúm átta ár.

Þar má finna fjölbreytt úrval af hönnunar- og listmunum, gjafavöru og fallegum hlutum til að gleðja sjálfan sig og aðra. Reglulega koma inn nýjar og spennandi vörur, gjarnan frá hönnuðum sem styðja við umhverfisvitund og sjálfbærni.

Búðin setur líka skemmtilegan brag á bæjarlífið með ýmsum uppákomum og viðburðum til að laða fólk að í miðbæinn okkar. Eða eins og sagði í einum rökstuðningi fyrir tilnefningu „frábær búð og væri miðbærinn svo sannarlega ekki eins án hennar.“

Eigendur Litlu Hönnunar Búðarinnar eru hjónin Sigríður Margrét Jónsdóttir og Elvar Gunnarsson.

Sigríður Margrét hefur í gegnum árin verið ákaflega virk í ýmsu félagsstarfi tengdu bænum okkar og ber hag hans greinilega í brjósti. Þar má þá helst nefna stjórnarsetu hennar í Markaðsstofu Hafnarfjarðar þar sem hún átti sæti í fimm ár og þar af sem formaður í fjögur ár.

Litla Hönnunar Búðin hefur í gegnum árin fengið margar tilnefningar til hvatningarverðlauna en það aldrei talið viðeigandi að veita henni verðlaunin vegna stjórnarsetu Sigríðar Margrétar.  


Núverandi stjórn markaðsstofunnar taldi því tími til kominn að veita Litlu Hönnunar Búðinni viðurkenningu og vill hvetja hana til að halda áfram að laða fólk að í fallega bæinn okkar.


Ísfell

Ísfell við Óseyrarbraut, sem hefur verið starfandi í 30 ár, er leiðandi í þróun, framleiðslu og þjónustu á veiðarfærum. Þá sérhæfir fyrirtækið sig einnig í fiskeldisþjónustu og hífi- og fallvarnalausnum.

Höfuðstöðvarnar eru hér í Hafnarfirði en Ísfell er jafnframt með átta starfsstöðvar víðs vegar um landið.

Hér er á ferðinni ákaflega metnaðarfullt fyrirtæki sem hugar vel að öryggis- og gæðamálum, sjálfbærni og samfélagsábyrgð og hefur meðal annars tileinkað sér fimm grundvallarviðmið Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna.

Vöruúrval þeirra er einnig orðið ansi mikið en þar má meðal annars finna ýmsan vinnu- og sjófatnað, snjókeðjur, verkfæri og margt fleira. Þótt starfsemin tengist aðallega sjávarútvegi þá teygir hún anga sína einnig víðar, en jólatrén í Jólaþorpinu eru víst alltaf bundin saman með grænu fjögurra millimetra bætigarni frá Ísfelli.

Fyrirtækið, sem vissulega má nefna sem eitt af öflugri iðnaðarfyrirtækjum í Hafnarfirði, hefur verið mun sýnilegra að undanförnu og fékk meðal annars nýtt merki á síðasta ári, í tilefni af 30 ára afmæli sínu, og fyrir nokkrum vikum settu þau nýja og glæsilega vefsíðu í loftið.

Ísfell hefur í gegnum árin einnig styrkt ýmis íþróttafélög og félagasamtök og þá sérstaklega verið öflugur styrktaraðili björgunarsveita víðs vegar um landið.

Það er hagur fyrir Hafnarfjörð að vera með eins öflugt fyrirtæki og  Ísfell í bænum, ekki síst vegna mikilvægra tengsla við sjávarútveginn. Stjórn markaðsstofunnar veitir Ísfelli því þessa viðurkenningu og hvetur þau áfram til góðra verka í framtíðinni.  


Jólaþorpið

Jólaþorpið okkar fagnar 20 ára afmæli sínu í ár. Segja má að þorpið sé ein besta markaðssetning á Hafnarfirði sem gerð hefur verið.

Þorpið dregur til sín þúsundir gesta ár hvert og er ekki einungis vinsæll söluvettvangur fyrir ýmis konar gjafavöru, gómsætt ljúfmeti, handverk og hönnun, heldur njóta hafnfirskar verslanir, kaffihús og veitingastaðir einnig góðs af veru þess.  

Heimsókn í Jólaþorpið er orðin ein af jólahefðum fjölmargra fjölskyldna, vinahópa og einstaklinga sem vilja upplifa hlýlega og afslappaða jólastemningu. Gestirnir koma víðs vegar að á landinu og þá hefur einnig orðið fjölgun á erlendum ferðamönnum sem heimsækja þorpið og fallega íslenska jólabæinn Hafnarfjörð.  

Jólaævintýrið okkar hefur einnig vaxið mikið á undanförnum árum. Má þar helst nefna ljósadýrðina í Hellisgerði og Hjartasvellið, en einnig var ákaflega gaman að fá Kastljósið frá RÚV í bæinn síðastliðna Þorláksmessu.

Jólaþorpið er risastórt verkefni sem ótrúlega margir starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar koma að hvort sem það snýr að skipulagningu eða öllum handtökunum sem fylgja uppsetningu, viðhaldi og frágangi. Á allt þetta starfsfólk hrós skilið.

Stjórn markaðsstofunnar veitir því Jólaþorpinu viðurkenningu fyrir að hafa svo sannarlega eflt atvinnulíf og bæjarandann. Við hlökkum jafnframt til að fylgjast með Jólaþorpinu vaxa og dafna um ókomin ár.


Guðmundur Fylkisson

Guðmundur Fylkisson fær viðurkenningu fyrir að hafa annars vegar tekið Lækinn okkar Hafnfirðinga í fóstur og hlúð að fuglunum þar og hins vegar fyrir myndatökurnar af bænum úr láði og lofti.

Guðmundur er kannski einna þekktastur fyrir að aðstoða foreldra við leit að börnum þeirra eða ungu fólki sem leiðst hefur út í óreglu eða vandræði.

Hann er hins vegar líka mikill fuglavinur og fyrir tíu árum veitti hann því athygli að andarungarnir við Lækinn voru ekki að komast á legg og ákvað að taka málin í sínar hendur. Hann fékk heimild hjá Hafnarfjarðarbæ til að taka Lækinn í nokkurs konar fóstur og lét m.a. gera ramba til að auðvelda fuglunum að komast á milli svæða. Þá byggði Guðmundur yfir andarhreiðrin í eyjunum til að varna því að sjófuglinn kæmist í egg og unga. Hann er jafnframt duglegur að gefa fuglunum að borða og hefur hvatt aðra til að gera slíkt hið sama, sérstaklega í því mikla frosti sem hefur verið undanfarnar vikur og mánuði.

Frá árinu 2014 hefur Guðmundur einnig verið ötull með myndavélina og tekið fjöldann allan af drónamyndum af Hafnarfirði. Þar hefur hann meðal annars náð að skrá byggingarsögu bæjarins með því að taka myndir af helstu uppbyggingasvæðunum áður en framkvæmdir hefjast, meðan á þeim stendur og eftir að þeim lýkur. Bæjarbúar og brottfluttir hafa því fengið að fylgjast með þróun bæjarins nánast í beinni útsendingu í Facebook hópnum Hafnarfjörður og Hafnfirðingar. Öllum er líka leyfilegt að nota myndirnar.

Stjórn markaðsstofunnar vonar að Guðmundur haldi áfram að passa upp á fuglana og taka myndir og veitir honum hér með þessa viðurkenningu. 


Myndir frá athöfninni teknar af Huldu Margréti Óladóttur

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Hvatningarverðlaun ákveðin á stjórnarfundi

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi í lok síðustu viku. Dagskrá fundarins var að fara yfir tilnefningar til hvatningarverðlaunanna og ákveða hver skyldi hljóta þau ásamt viðurkenningum.

Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi í lok síðustu viku. Dagskrá fundarins var að fara yfir tilnefningar til hvatningarverðlaunanna og ákveða hver skyldi hljóta þau ásamt viðurkenningum.

Margar tilnefningar

Í ár komust fjölmörg fyrirtæki á listann yfir tilnefnd fyrirtæki en hægt var að senda inn tilnefningu frá 18. til 31. janúar síðastliðinn og öllum velkomið að taka þátt.

Á fundinum urðu því töluverðar umræður og í raun ekki auðvelt að velja en að lokum voru allir sammála. Hvaða fyrirtæki hefur að mati stjórnar lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum og hlýtur hvatningarverðlaunin 2023 verður opinberað á verðlaunahátíð markaðsstofunnar þann 16. febrúar næstkomandi. Þá verða einnig veittar nokkrar viðurkenningar til fyrirtækja, félaga eða einstaklings sem hafa með starfsemi sinni eflt atvinnulíf og bæjaranda í bænum okkar.

Önnur mál

Á fundinum sagði framkvæmdastjóri frá fyrirspurn frá hraðlinum AWE – Academy for women entrepreneurs sem er samstarfsverkefni milli Háskóla Íslands og bandaríska sendiráðsins. Hraðallinn vill gjarnan koma í samstarf við markaðsstofuna og halda viðburð í Hafnarfirði í kringum páskana. Stjórnin tók vel í þetta erindi og framkvæmdastjóra falið að taka málið áfram.

Næsti fundur verður haldinn þann 2. mars næstkomandi.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Febrúar fyrirtækjakaffi

Fyrirtækjakaffi febrúarmánaðar verður haldið miðvikudaginn 8. febrúar næstkomandi kl. 9:00 á Betri Stofunni.

Fyrirtækjakaffi febrúarmánaðar verður haldið miðvikudaginn 8. febrúar næstkomandi kl. 9:00 á Betri Stofunni.

Frábær vettvangur fyrir fólk í atvinnulífinu í Hafnarfirði til að koma saman, styrkja tengslanetið og ræða mál líðandi stundar. Notaleg og óformleg stemmning en umræðuefnið ræðst af því hverjir mæta og brydda upp á efni.

Fyrirtækjaeigendur og lykilstarfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði velkomnir. Framkvæmdastjóri markaðsstofunnar sem og hluti stjórnar verða á staðnum. Við hlökkum til að sjá sem flesta.

Næsta fyrirtækjakaffi á eftir þessu verður haldið þann 8. mars næstkomandi.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Hvatningarverðlaunahátíð ársins

Afhending Hvatningarverðlauna markaðsstofunnar fer fram í Apótekinu í Hafnarborg fimmtudaginn 16. febrúar kl. 17:30. Viðburðurinn er öllum opinn og vonumst við til að sjá sem flesta.

30. janúar 2023

Afhending Hvatningarverðlauna markaðsstofunnar fer fram í Apótekinu í Hafnarborg fimmtudaginn 16. febrúar kl. 17:30.

Sjöunda árið í röð veitum við hvatningarverðlaun til fyrirtækis sem hefur lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Jafnframt veittum við viðurkenningar til fyrirtækja, félagasamtaka eða einstaklinga sem hafa með starfsemi sinni eflt atvinnulíf og bæjaranda í bænum okkar.

Verðlaunin og viðurkenningarnar eru þakklætisvottur markaðsstofunnar fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.

Dagskrá

·         Afhending Hvatningarverðlauna

·         Rebekka Blöndal jazzsöngkona og Andrés Þór gítarleikari flytja nokkur lög

·         Léttar veitingar og samvera

Viðburðurinn er öllum opinn og vonumst við til að sjá sem flesta.

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

Tíu fyrirtæki bætast í hópinn

Árið byrjar aldeilis vel hjá okkur í markaðsstofunni og hópurinn okkar heldur áfram að stækka. Nú hafa tíu ný og spennandi fyrirtæki bæst í okkar góða hóp. Við bjóðum þau öll velkomin í markaðsstofuna og hlökkum til að kynnast þeim.

Árið byrjar aldeilis vel hjá okkur í markaðsstofunni og hópurinn okkar heldur áfram að stækka. Fyrir tveimur vikum skrifuðum við frétt um 17 ný aðildarfyrirtæki og síðan þá hafa tíu ný og spennandi fyrirtæki bæst í okkar góða hóp. Við bjóðum þau öll velkomin í markaðsstofuna og hlökkum til að kynnast þeim.

Nýju fyrirtækin eru:

Með aðild gefst fyrirtækjunum tækifæri til að styrkja sitt tengslanet innan bæjarins og í sameiningu eflum við og styrkjum hafnfirskt atvinnulíf.

Starfsfólk þessara fyrirtækja fær nú aðgang að fræðslu og fyrirtækjaheimsóknum markaðsstofunnar en nýverið gáfum við út glæsilega dagskrá fram til sumars. Nafn þessar fyrirtækja eru jafnframt komin í pottinn góða þar sem fyrirtæki vikunnar er dregið út.

Listi yfir aðildarfyrirtæki.

Vertu með

Við hvetjum rekstraraðila í Hafnarfirði sem ekki eru skráðir í markaðsstofuna að slást í hópinn.

Skráning í Markaðsstofu Hafnarfjarðar

Read More
Markaðsstofa Hafnarfjarðar Markaðsstofa Hafnarfjarðar

100% ánægja með námskeið Gerðar í Blush

Í morgun héldum við námskeiðið Athygli og árangur í markaðsstarfi með Gerði í Blush. Það má með sanni segja að námskeiðið hafi fengið frábærar viðtökur en samkvæmt námsmati sem við lögðum fyrir í lok námskeiðs var hver einasti þátttakandi ánægður með fræðsluna í heild sinni og þar af 92% mjög ánægðir.

Í morgun héldum við námskeiðið Athygli og árangur í markaðsstarfi með Gerði í Blush fyrir starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar. Það má með sanni segja að námskeiðið hafi fengið frábærar viðtökur en samkvæmt námsmati sem við lögðum fyrir í lok námskeiðs var hver einasti þátttakandi ánægður með fræðsluna í heild sinni og þar af 92% mjög ánægðir.

Einlægni og ástríða

Í kynningu á námskeiðinu kom fram að Gerður hafi bilaða ástríðu fyrir markaðsmálum og það sem henni þykir allra skemmtilegast er að notast við einfaldar og ódýrar aðferðir til að ná athygli og árangri i markaðstarfi. Þessi ástríða kom vel í ljós í morgun og Gerður ótrúlega einlæg og sagði bæði frá því sem hefur gengið vel en einnig því sem hafi síður heppnast.

Tilfinningar og mælingar

Grunntónninn í fyrirlestri Gerðar var hvernig við getum notað öðruvísi aðferðir til að markaðssetja á sem ódýrastan hátt. Hún talaði þá meðal annars um mikilvægi þess að ná til fólks á tilfinningalegan hátt, hugsa um heildarupplifun viðskiptavina, grípa tækifæri úr daglegri umræðu hverju sinni, vera með viðburði, fara í samstarf og mikilvægi góðs umtals svo eitthvað sé nefnt.

Þá sagði hún einnig frá því að þessar aðferðir væri oft erfitt að mæla samanborið við heimsóknarfjölda á vefsíðu, smelli á auglýsingar og fleira en þessar aðferðir væru samt sem áður ekki síður mikilvægar.  

Stóð undir væntingum

Við þökkum öllum sem mættu fyrir komuna og góðar spurningar en hver og einn einasti sagði í námsmatinu að fræðslan hafi staðið undir væntingum. Þá voru líka allir á því að fræðslan muni nýtast sér í starfi, þar af sögðu 79% að það væri mjög líklegt en 21% nokkuð líklegt.  

Að lokum þökkum við Gerði fyrir frábæra fræðslu.

Read More