Árið byrjar aldeilis vel hjá okkur í markaðsstofunni og hópurinn okkar heldur áfram að stækka. Fyrir tveimur vikum skrifuðum við frétt um 17 ný aðildarfyrirtæki og síðan þá hafa tíu ný og spennandi fyrirtæki bæst í okkar góða hóp. Við bjóðum þau öll velkomin í markaðsstofuna og hlökkum til að kynnast þeim.
Nýju fyrirtækin eru:
Með aðild gefst fyrirtækjunum tækifæri til að styrkja sitt tengslanet innan bæjarins og í sameiningu eflum við og styrkjum hafnfirskt atvinnulíf.
Starfsfólk þessara fyrirtækja fær nú aðgang að fræðslu og fyrirtækjaheimsóknum markaðsstofunnar en nýverið gáfum við út glæsilega dagskrá fram til sumars. Nafn þessar fyrirtækja eru jafnframt komin í pottinn góða þar sem fyrirtæki vikunnar er dregið út.
Vertu með
Við hvetjum rekstraraðila í Hafnarfirði sem ekki eru skráðir í markaðsstofuna að slást í hópinn.
Skráning í Markaðsstofu Hafnarfjarðar