
Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði
Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði 2025
Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði verður valið miðvikudaginn 26. mars næstkomandi við hátíðlega athöfn í Hafnarborg. Dagskráin í ár er ekki af verri endanum. Það verður boðið upp á léttar veitingar í fljótandi og föstu formi og verða gestir leystir út með veglegum gjafapoka.
Hvatningarverðlaun markaðsstofunnar voru fyrst afhent árið 2017 en þau verðlaun eru núna nefnd Fyrirtæki ársins í Hafnarfirði. Verðlaun og viðurkenningar eru veittar fyrirtækjum sem hafa skarað framúr, vakið eftirtekt fyrir störf sín eða lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Þau eru þakklætisvottur fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.
Dagskrá
18:00 - Húsið opnar & fordrykkur
18:30 - Fyrirtæki ársins valið
19:00 - Léttar veitingar
19:10 - Skemmtiatriði
20:00 - Viðburði lýkur
Gestir fá veglega gjafapoka áður en heim er haldið
Hvar og hvenær
Miðvikudaginn 26.mars kl. 18:00 – 20:00 í Hafnarborg
Skráningarfrestur til og með 25. mars
Tilnefningar
Markaðsstofu Hafnarfjarðar barst fjölmargar tilnefningar og eru þau fimm fyrirtæki sem tilnefnd eru sem fyrirtæki ársins:
- Nándin
- Ísfell
- Bæjarbíó
- Fjörukráin
- Gulli Arnar
Hlökkum til að sjá sem flest, öll velkomin

Hvernig notum við gervigreindina?
Sigurður er markaðssérfræðingur með fjölbreyttan bakgrunn í bæði markaðsmálum og þjónustugeiranum. Frá því að verkfæri eins og ChatGPT komu fram hefur Sigurður þróað djúpan áhuga á því hvernig gervigreind getur umbreytt vinnubrögðum, örvað sköpun og leyst flóknar og tímafrekar áskoranir. Með víðtækri reynslu af notkun gervigreindar við verkefni eins og textagerð, hugmyndavinnu, myndsköpun og straumlínulögun ferla leggur Sigurður áherslu á að gera þessa tækni aðgengilega og hagnýta fyrir alla.
Með skapandi og persónulegri nálgun hefur Sigurður hjálpað einstaklingum og fyrirtækjum að nýta gervigreind til að spara tíma, lækka kostnað og virkja vannýtta möguleika. Hann leggur áherslu á skýr samskipti, lausnamiðaða hugsun og hvernig hægt er að nýta tæknina til að ná meiri árangri.
Um viðburðinn:
Á þessum áhugaverða viðburði mun Sigurður sýna fram á hvernig þú getur nýtt gervigreind til að bæta vinnu þína og daglegt líf. Erindið, sem hentar fjölbreyttum hópi, mun fjalla um hvernig tól eins og ChatGPT, MidJourney og Perplexity geta nýst við:
• Skipulag og aukna framleiðni
• Sköpun texta, mynda og hugmynda
• Einföldun í ferlum til að spara tíma og auðlindir
Hvað færðu út úr þessu?
Þátttakendur munu fara heim með þrjá lykilþætti:
1. Mátt samskipta: Lærðu hvernig skýr og markviss fyrirmæli gera gervigreindina að öflugra verkfæri.
2. Lausnamiðað hugarfar: Uppgötvaðu hvernig gervigreind getur breytt því hvernig þú nálgast áskoranir og fundið nýjar lausnir.
3. Hagnýt fyrstu skref: Fáðu skýrar leiðbeiningar um hvernig þú getur byrjað að nota þessi tól strax í dag.
Af hverju núna?
Gervigreindartól þróast hratt, og nú er besti tíminn til að byrja að tileinka sér möguleikana. Hvort sem þú ert í skrifstofustarfi, iðngreinum eða við sköpun - getur þessi tækni hjálpað þér að verða skilvirkari, öðlast nýja innsýn og jafnvel opnað dyr að áður óþekktri sköpunargáfu. Sigurður mun sýna og segja frá hvernig þú getur nýtt gervigreind sem samstarfsaðila í þinni velgengni.“

Partý bingó með Gunnellu á Ölvisholti
Partý bingó með Gunnellu á Ölvisholti
Stórkostlegir vinningar
Í fyrra komust færri að en vildu og ætlum við því að hafa forgangsskráningu fyrir aðildarfélaga MSH og mælum við því með að tryggja ykkur pláss hið snarasta enda eru vinningar sem eru sjaldséðir í bingói.
Dæmi má nefna vinninga frá Icelandair, Bláa lóninu, Bjarti og veröld, Úrval útsýn, Beryja hotels, Dr. Braga, Leikfangalandi, Misslyn snyrtivörur, MINISO og íslensk hönnun frá Önnu Thorunni, Fjörukránni, Sýn, VON harðfiskverkun, Reykjavik Asian ofl.
Skemmtisprengjan Gunnella ætlar að stýra bingóinu með tilheyrandi stuði og Ölvisholt býður kaldan á krana á góðu verði.
Dagsrká:
Húsið opnar kl. 19:30 - Sala á bingó spjöldum og gestir finna sér sæti
Bingó byrjar kl. 20:30 - Spilað er til kl. 22:00
1 bingóspjald - 1000 kr.
3 bingóspjöld - 2500 kr.
Skráðu þig hér til að tryggja þér pláss



Fyrirtækjakaffi með Valdimar Víðissyni
Fyrirtækjakaffi með Valdimar Víðissyni
Við fáum til okkar kaffigest, Valdimar Víðisson nýjan bæjarstjóra í Hafnarfirði.
Valdimar Víðisson tók við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar nú um áramótin af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní 2018. Valdimar hefur verið formaður bæjarráðs á kjörtímabilinu og tekur Rósa nú við þeirri formennsku auk þess sem hún var á dögunum kjörin til Alþingis.
Valdimar segist hlakka mikið til samskipta við íbúa og atvinnulíf í hlutverki bæjarstjóra, sem og samstarfs við starfsfólk bæjarins og verður því kjörið tækifæri að ræða atvinnulífið, fyrirtækjarekstur og fleira sem brennur á ykkur í léttu kaffispjalli í notalegu umhverfi á Betri stofunni.
Boðið verður uppá léttar veitingar.
Hlökkum til að sjá sem flesta.

Betri svefn - Betra líf með Dr. Erlu Björnsdóttur
Betri svefn - Betra líf með Dr. Erlu Björnsdóttur
Erla er klínískur sálfræðingur með doktorspróf í líf- og læknavísindum og hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi og unnið að rannsóknum á því sviði. Hún hefur skrifað fjölda greina í erlend ritrýnd tímarit og einnig á innlendum vettvangi. Erla gaf út bók um svefn árið 2017 og nýlega (2020) kom hennar fyrsta barnabók út, Svefnfiðrildin. Erla sinnir kennslu og rannsóknum hjá Háskólanum í Reykjavík og er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns, sem sérhæfir sig í rannsóknum og meðferð á svefni og svefnvandamálum.
Fræðsla um svefn og svefnráð
Farið verður yfir mikilvægi svefns fyrir heilsu, líðan, árangur og frammistöðu. Meðal annars er fjallað um eftirfarandi atriði:
Hversu mikið þurfum við að sofa og hvaða áhrif hefur of lítill svefn?
Uppbygging svefns, svefnstig og hlutverk.
Hvað hefur áhrif á svefn og svefngæði?
Hvernig virkar líkamsklukkan?
Áhrif svefns og svefnleysis á andlega og líkamlega heilsu.
Hvaða úrræði er til við svefnleysi
Hvað getum við sjálf gert til að tryggja góðan nætursvefn?

Fyrsta fyrirtækjakaffi ársins
Fyrsta fyrirtækjakaffi ársins
Fyrsta fyrirtækjakaffi ársins er föstudaginn 17. janúar á Betri stofunni. Við ætlum að fara saman
inn í nýtt ár að krafti. Við munum fara yfir dagskránna sem framundan er og eiga létt spjall yfir kaffibolla.
Athugið að fyrirtækjakaffi er opið öllum og því aðildarfélagar markaðsstofunar sem og aðrir velkomnir.
Hlökkum að sjá ykkur