Back to All Events

Fyrirtækjakaffi með Valdimar Víðissyni

Fyrirtækjakaffi með Valdimar Víðissyni

Við fáum til okkar kaffigest, Valdimar Víðisson nýjan bæjarstjóra í Hafnarfirði.

Valdimar Víðisson tók við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar nú um áramótin af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní 2018. Valdimar hefur verið formaður bæjarráðs á kjörtímabilinu og tekur Rósa nú við þeirri formennsku auk þess sem hún var á dögunum kjörin til Alþingis.

Valdimar segist hlakka mikið til samskipta við íbúa og atvinnulíf í hlutverki bæjarstjóra, sem og samstarfs við starfsfólk bæjarins og verður því kjörið tækifæri að ræða atvinnulífið, fyrirtækjarekstur og fleira sem brennur á ykkur í léttu kaffispjalli í notalegu umhverfi á Betri stofunni.

Boðið verður uppá léttar veitingar.

Hlökkum til að sjá sem flesta.

Previous
Previous
29 January

Betri svefn - Betra líf með Dr. Erlu Björnsdóttur

Next
Next
20 February

Fyrirtækjaheimsókn í nýjar höfuðstöðvar Icelandair