Reynslusaga: Fjarðarkaup - einstök verslun

Erindi þar sem stiklað verður á stóru í reynslusögu Fjarðarkaupa (case studie) sem fagnar 50 ára afmæli á næsta ári.

Farið verður yfir sögu þessarar einstöku verslunar, fjallað um lykilinn að velgengninni, starfsfólkið og starfsmannaveltuna sem er ekki mikil. Þá verður tekið á helstu hindrunum sem hafa verið á þeirra vegi í gegnum árin og hvernig verslunin hefur unnið úr þeim. Að lokum verður rætt um hvernig þau fá viðskiptavini til halda tryggð við verslunina.

Hver
Feðginin Sveinn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri og Ingibjörg Sveinsdóttir, mannauðs- og markaðsstjóri Fjarðarkaupa.

Hvenær og hvar
Fim. 20. október  kl. 9:00-10:30 í Fjarðarkaupum

Fyrir hverja
Starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar

Skráning
Skráning á msh@msh.is - skráningarfrestur er til og með 13. október