Fyrirtækjaheimsókn í Te & Kaffi

Te & Kaffi býður starfsfólki aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar í heimsókn fimmtudaginn 15. september kl. 9:00 á kaffistofu sína að Stapahrauni 4.

Kristín María Dýrfjörð, einn af eigendum fyrirtækisins tekur á móti okkur ásamt Guðmundi Halldórssyni framkvæmdastjóra og Halldóri Guðmundssyni framkvæmdastjóra kaffihúsa Te & Kaffi.

Þau kynna starfsemina og þá sérstaklega sjálfbærnistefnu Te & Kaffi en fyrirtækið hefur unnið að margvíslegum umhverfisvænum breytingum undanfarin ár og leggur mikla áherslu á að þekkja kolefnisfótspor sitt. Þau eru með sérstakt loftslagsbókhald og kaffibrennslan þeirra m.a. keyrð áfram á metangasi, sem er umhverfisvænn orkugjafi unninn úr lífrænum úrgangi. Eftir kynninguna gengur hópurinn upp í framleiðsluhúsnæði þeirra ofar í götunni og fær að kynnast framleiðsluferlinu.

Skráning

Við hlökkum til að sjá sem flesta. Nauðsynlegt er að skrá sig með því að senda póst á msh@msh.is

Guðmundur Halldórsson og Kristín María Dýrfjörð