Einyrkjakaffi nú Fyrirtækjakaffi

Undanfarin ár höfum við verið með mánaðarlegt einyrkjakaffi þar sem fólk hefur komið saman, styrkt tengslanetið og rætt mál líðandi stundar. Notaleg og óformleg stemmning en umræðuefnið ræðst af því hverjir mæta og brydda upp á efni. Að undanförnu hafa skipulagsmál, opnunartími verslana, mikilvægi tengslanets, notkun Instagram, bílastæði og skortur á atvinnuhúsnæði meðal annars borið á góma.

Hingað til hefur verið áhersla á að fá einyrkja og eigendur fyrirtækja sem telja færri en fimm starfsmenn til að mæta. Við í markaðsstofunni viljum hins vegar fá enn fleiri til að mæta og höfum því ákveðið að breyta nafninu á viðburðinum og Einyrkjakaffi heitir núna Fyrirtækjakaffi.

Það eru allir fyrirtækjaeigendur og lykilstarfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði velkomnir. Í fyrirtækjakaffið mætir alltaf framkvæmdastjóri markaðsstofunnar sem og hluti stjórnar.

Fyrsta fyrirtækjakaffið

Fyrirtækjakaffi verður haldið fimmtudaginn 8. september næstkomandi kl. 9:00 í Betri stofunni í turninum í Firði. Vonumst til að sjá sem flesta.