Það er með tilhlökkun og ánægju sem við kynnum dagskrá haustsins og vonum að sem flestir taki þátt í starfinu og efli þannig og styrki samstöðu og tengslanet meðal atvinnurekenda í bænum okkar.
Sú nýbreytni er í dagskránni að við fáum að heyra reynslusögu eins aðildarfyrirtækis okkar, eitthvað sem við höfum ekki gert áður. Það eru Fjarðarkaup sem ríða á vaðið en við vonumst til að heyra fleiri reynslusögur í framtíðinni. Einyrkjakaffið okkar heitir núna Fyrirtækjakaffi og vonumst við þannig til að höfða til stærri hóps. Fyrirtækjakaffið verður haldið í Betri stofunni kl. 9 á morgnana og það er öllum opið.
Nánar um námskeiðin hér að neðan. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.
Skráning og fyrirvari
Mikilvægt er að skrá sig á námskeið og í fyrirtækjaheimsóknirnar með því að senda póst á msh@msh.is. Þessir viðburðir eru starfsfólki aðildarfyrirtækja að kostnaðarlausu. Fyrirtækjakaffið er hins vegar öllum opið.
Dagatal
Við erum búin að setja upp dagatal með öllum okkar viðburðum - endilega skelltu því inn í þitt dagatal.
Skráning í markaðsstofuna
Ef þitt fyrirtæki er ekki skráð í markaðsstofuna má gera það hér
SIGRAÐU SJÁLFAN ÞIG AFTUR OG AFTUR
Fyrirlestur þar sem fjallað er um hvernig hægt er að brjótast úr fari vanans, stefna hærra og sækja lengra – hvort heldur er í starfi eða einkalífi. Unnið út frá hugmyndafræði markþjálfunar og þátttakendur fá verkfæri sem auðvelda þeim til að ná markmiðum sínum og sigra sjálfan sig.
Hver
Ingvar Jónsson, stjórnunar- og markaðsfræðingur, PCC-markþjálfi og eigandi Profectus
Hvenær og hvar
Miðvikudaginn 31. ágúst kl. 9:00-11:00 á Kænunni.
Skráning
Skráning á msh@msh.is - skráningarfrestur er til og með 23. ágúst
***
VEGFERÐ FYRIRTÆKJA Í ÁTT AÐ SJÁLFBÆRNI OG AUKINNI SAMFÉLAGSÁBYRGÐ
Á fyrirlestrinum verður farið yfir þá vegferð sem felst í mörkun og innleiðingu á samfélagsábyrgð. Farið í kortlagningu á snertiflötum starfseminnar á umhverfi, samfélag og efnahag. Fjallað um alþjóðlega mælikvarða sem hægt er styðjast við í innleiðingarferlinu og hvernig best er að miðla upplýsingum til hagaðila í formi samfélagsskýrslna og ófjárhagslegra upplýsinga í árseikningi fyrirtækja.
Að lokum verður fjallað um ávinning fyrirtækja að auka sjálfbærni og gegnsæi í sinni starfsemi en samfélagsábyrgð eflir samkeppnishæfni og hefur jákvæð áhrif á uppbyggingu vörumerkja.
Hver
Soffía S. Sigurgeirsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri Langbrókar. Hún hefur unnið um árabil sem ráðgjafi fyrir alþjóðleg og innlend fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök á sviði samfélagsábyrgðar, breytingastjórnunar, samskipta og almannatengsla.
Hvenær og hvar
Þri. 27. september kl. 9:00-10:30 á Kænunni
Skráning
Skráning á msh@msh.is - skráningarfrestur er til og með 20. september
***
REYNSLUSAGA: FJARÐARKAUP - EINSTÖK VERSLUN
Erindi þar sem stiklað verður á stóru í reynslusögu Fjarðarkaupa (case studie) sem fagnar 50 ára afmæli á næsta ári.
Farið verður yfir sögu þessarar einstöku verslunar, fjallað um lykilinn að velgengninni, starfsfólkið og starfsmannaveltuna sem er ekki mikil. Þá verður tekið á helstu hindrunum sem hafa verið á þeirra vegi í gegnum árin og hvernig verslunin hefur unnið úr þeim. Að lokum verður rætt um hvernig þau fá viðskiptavini til halda tryggð við verslunina.
Hver
Feðginin Sveinn Sigurbergsson, framkvæmdastjóri og Ingibjörg Sveinsdóttir, mannauðs- og markaðsstjóri Fjarðarkaupa.
Hvenær og hvar
Fim. 20. október kl. 9:00-10:30 í Fjarðarkaup
Skráning
Skráning á msh@msh.is - skráningarfrestur er til og með 13. október
***
GOOGLE OG FACEBOOK AUGLÝSINGAR - STIKLAÐ Á STÓRU
Í þessu erindi stiklum við á stóru og förum yfir möguleikana á Google ads og Facebook network ads. Við förum yfir markmið, tegundir, áherslur, uppsetningar, hvað ber að varast og ´best practices´.
Hver
Júlía Skagfjörð Sigurðardóttir, eigandi Mort Media sem er menntaður viðskipta- og markaðsfræðingar, m.a. með sérhæfingu í stafrænum miðlum. Hún hefur áratugareynslu í markaðs- og auglýsingamálum og hefur komið víða við.
Hvenær og hvar
Mið. 30. nóvember kl. 9:00-10:30 á Kænunni
Skráning
Skráning á msh@msh.is - skráningarfrestur er til og með 23. nóvember