Stjórn markaðsstofunnar kom saman á fundi þann 4. október síðastliðinn. Efni fundarins var undirbúningur kynningar á starfi okkar og framtíðarsýn hjá bæjarráði í vikunni.
Glærur samþykktar
Formaður bæjarráðs hefur boðað fulltrúa markaðsstofunnar á fund hjá bæjarráði næstkomandi fimmtudag þann 6. október. Á fundi stjórnar renndi varaformaðurinn yfir glærur sem hann ásamt formanni og framkvæmdastjóra hafa sett upp á síðustu dögum. Fundarmenn voru afar sáttir við glærurnar og voru þær samþykktar með örfáum tillögum að betrumbótum.
Undir önnur mál var minnt á umræðuna á síðasta ári varðandi merki stofunnar og nafn. Ákveðið að taka það mál fyrir aftur fljótlega.
Næsti fundur
Næsti fundur verður haldinn þann 3. nóvember næstkomandi.