Tækifæri og nýsköpun

Í morgun hélt Soffía S. Sigurgeirsdóttir frá Langbrók fyrirlestur fyrir aðildarfyrirtæki markaðsstofunnar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð.

Soffía ræddi mikið um mikilvægi þess að fyrirtæki stundi ábyrga starfshætti og að gegnsæi í rekstri verði ávallt mikilvægari. Kröfur neytenda aukist og fólk stýri í meira mæli sinni kauphegðun til fyrirtækja sem leggi áherslu á sjálfbærni og samfélagsábyrgð.

Hún tók fram að þetta sé þó vissulega langhlaup en á sama tíma kapphlaup við afleiðingar loftslagsbreytinga. Með því að leggja áherslu á sjálfbærni og samfélagsábyrgð í rekstri felist á sama tíma mörg tækifæri og þessari vinnu fylgi oft spennandi nýsköpun í leit fyrirtækja að nýjum lausnum. Þá hafi þessi vegferð oft jákvæð áhrif á ímynd og orðspor fyrirtækja.

Soffía sagði einnig frá fyrirhuguðum breytingum á lögum hér á landi sem setja lagalegar kvaðir á stærri fyrirtæki til að standa sig á þessu sviði.

Ánægja meðal þáttttakenda

Samkvæmt könnun sem gerð var meðal þátttakenda voru 89% ánægðir með fræðsluna sem og fyrirlesarann og 78% telja að hún muni nýtast sér í starfi.

Námskeiðið var haldið í hliðarsalnum á Kænunni við Óseyrarbraut og þökkum við Soffíu fyrir allan fróðleikinn.