Kassafróðleikur

Í gær heimsóttum við ásamt hóp fulltrúa aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar Umbúðagerðina sem er nýflutt á Reykjavíkurveginn.

Umbúðagerðin er fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Sigrúnar Eddu Eðvarðsdóttur og Eyþórs Páls Haukssonar en þau tóku á móti okkur ásamt syni sínum Bjarna Geir Eyþórssyni.

Sérsníða kassa

Sigrún fræddi hópinn um eiginleika pappakassans sem hægt er að endurvinna í allt að sjö til átta sinnum. Þá sagði hún frá því að þau sérsníði kassa fyrir viðskiptavini sína og sýndi einnig nokkrar sniðugar lausnir í pökkun á vörum en þar á meðal er sem dæmi pappalausn sem kemur í staðin fyrir bóluplastið.

Hópurinn gekk síðan um húsnæðið og fékk að kynnast framleiðsluferlinu og sjá allar vélarnar sem þau hafa fjárfest í á undanförnum árum.

Hafnfirskir kassar

Ánægja var með heimsóknina meðal hópsins og nokkrir sem fengu með sér prufur og einhverjir vildu strax fá tilboð í kassa og finnst frábært að geta keypt þá hér í Hafnarfirði.

Takk allir sem mættu og bestu þakkir fyrir okkur til ykkar í Umbúðagerðinni.