Námskeið þar sem farið verður yfir hvers konar verkefni eru almennt styrkhæf, hvar hægt er að sækja um styrki, hvað einkennir góðar styrkumsóknir og helstu mistök sem umsækjendur gera.
Um er að ræða 30-40 mínútna fyrirlestur og mun fyrirlesari svara spurningum að honum loknum.
Kennari: Þórunn Jónsdóttir, önnur af tveimur stofnendum Poppins & Partners, hefur áratuga langa reynslu af nýsköpun og fyrirtækjarekstri. Hún hefur starfað sem ráðgjafi í nýsköpun og rekstri frá árinu 2013 og hefur veitt stjórnendum margra af fremstu sprotafyrirtækjum landsins ráðgjöf hvað varðar styrkjamál, fjármögnun og stefnu.
Hvenær: Miðvikudaginn 3. febrúar kl. 9:00 – 10:00 – haldið í gegnum Zoom
Skráning: Skráningarfrestur til og með 28. janúar og skráð með því að senda tölvupóst á msh@msh.is
Fyrir hverja: Starfsfólk aðildarfyrirtækja markaðsstofunnar getur sótt námskeiðið sér að kostnaðarlausu.