Nýtt starfsár

Við í markaðssstofunni hlökkum til þessa nýja árs en framan af verður starfið okkar þó litað af heimsfaraldrinum, eins og síðasta haust þegar við þurftum ítrekað að fella niður námskeið, einyrkjakaffi og fyrirtækjaheimsóknir.

HFJ-JUL-4b.jpg

Dagskráin

Við höfum ákveðið að skipuleggja viðburði styttra fram í tímann af þessum orsökum. Tvö námskeið verða haldin í gegnum Zoom í febrúar og mars en fyrirtækjaheimsóknir og einyrkjakaffi liggja enn niðri.

Hvatningarverðlaunin verða með óhefðbundnu sniði í ár en stefnt er að því að hefja kosningu á næstu dögum og tilkynna hver hljóti verðlaun þann 25. febrúar næstkomandi. 

Fyrirtæki vikunnar

Heimsfaraldurinn hefur þó sem betur fer lítil áhrif á liðinn okkar fyrirtæki vikunnar sem hefur fengið afbragðsgóðar viðtökur. Alls fengu 18 fyrirtæki umfjöllun á síðasta ári og tvö verið í brennidepli það sem af er þessu ári. Það eru enn fjölmargir miðar í pottinum góða og fjölgar reglulega þar sem ný fyrirtæki bætast í okkar góða hóp.

Hugmyndir og heimsóknir

Ef þú ert með hugmynd að fyrirlestri eða námskeiði eða vilt bjóða í fyrirtækjaheimsókn seinna á árinu þá endilega hafðu samband á msh@msh.is


DAGSKRÁ Í FEBRÚAR OG MARS


RATAÐU Í STYRKJAFRUMSKÓGINUM

Farið yfir hvers konar verkefni eru almennt styrkhæf, hvar hægt er að sækja um styrki, hvað einkennir góðar styrkumsóknir og helstu mistök sem umsækjendur gera. Um er að ræða 30-40 mínútna fyrirlestur og mun fyrirlesari svara spurningum að honum loknum.

Kennari: Þórunn Jónsdóttir, önnur af tveimur stofnendum Poppins & Partners, hefur áratuga langa reynslu af nýsköpun og fyrirtækjarekstri. Hún hefur starfað sem ráðgjafi í nýsköpun og rekstri frá árinu 2013 og hefur veitt stjórnendum margra af fremstu sprotafyrirtækjum landsins ráðgjöf hvað varðar styrkjamál, fjármögnun og stefnu.

Hvenær: Miðvikudaginn 3. febrúar kl. 9:00 – 10:00 – haldið í gegnum Zoom
Skráning: Skráningarfrestur til og með 28. janúar og skráð með því að senda tölvupóst á msh@msh.is

 

HVATNINGARVERÐLAUN MARKAÐSSTOFU HAFNARFJARÐAR

Hvenær: Fimmtudaginn 25. febrúar – nánar auglýst síðar.

 

UPPLÝSINGAÖRYGGI OG PERSÓNUVERND SMÆRRI FYRIRTÆKJA – ÁHÆTTUR, TAKMARKANIR OG TÆKIFÆRI

Farið verður yfir hvaða áhættur lítil og meðalstór fyrirtæki gætu þurft að skoða í breyttum heimi þar sem enn meira er treyst á upplýsingatækni. Þá verður farið yfir hvaða þætti persónuverndar getur verið mikilvægt fyrir fyrirtæki að þekkja og að lokum hvaða tækifæri geta leynst í upplýsingatækni og farsælli notkun á persónuupplýsingum.

Kennari: Jón Kristinn Ragnarsson, eigandi ION ráðgjöf. Jón Kristinn hefur unnið í ráðgjöf og úttektum tengdum upplýsingaöryggi og persónuvernd um nokkurra ára skeið. Síðustu tvö ár hefur hann rekið sitt eigið fyrirtæki sem vinnur að því að hjálpa fyrirtækjum að takast á við áhættur og forgangsraða verkefnum.

Hvenær: Þriðjudaginn 2. mars kl. 9:00 – 10:00 – haldið í gegnum Zoom
Skráning: Skráningarfrestur til og með 25. febrúar og skráð með því að senda tölvupóst á msh@msh.is