Ánægðir þátttakendur með heimavinnu í farteskinu

Í gær héldum við námskeið um Leitarvélarbestun. Það var Óli Jóns sem fór yfir það hvernig leitarvélar virka og hvað leitarvélabestun sé í raun og veru.

Mikilvægar stillingar

Til að vefir finnist eða komi ofarlega upp í leitarvélum eru ýmsar stillingar sem mikilvægt er að hafa réttar og benti Óli þátttakendum námskeiðsins á ýmis tól sem þeir geta nýtt til að skoða stöðuna á sínum vef. Hann ítrekaði að það séu annars mjög mörg atriði sem hafa áhrif á það hvernig vefsíður finnast í leitarvélum. Fyrir utan það að hafa stillingar réttar er sem dæmi gott að gefa myndum lýsandi nöfn og þá er einnig mikilvægt að búa reglulega til efni til að sýna leitarvélum að við búum yfir vissri þekkingu.

Heimavinna

Þátttakendur fóru heim ákveðnir í að skoða stöðuna á sínum vef og nýta tólin sem Óli benti á. Sumir eru ef til vill í fínum málum og gott að fá staðfestingu á því. Aðrir þurfa að fara yfir sína vefi og reyna að nýta sér þau tól og tæki sem Óli benti þeim á. Þá er ef til vill mikilvægt fyrir einhverja að kaupa utanaðkomandi þjónustu en eftir námskeiðið veit viðkomandi allavega hvað gott er að vita þegar kaupa eigi þannig þjónustu.

Allir ánægðir

Við þökkum öllum sem mættu fyrir komuna. Það voru allir ánægðir með námskeiðið, þar af 61% mjög ánægðir en 39% ánægðir. Þá sögðu 90% í námsmatinu að fræðslan hafi staðið undir væntingum. Allir nema einn voru á því að fræðslan muni nýtast sér í starfi.

Að lokum þökkum við Óla fyrir frábæra fræðslu.